Aðgerðir skortir og losun frá Íslandi eykst umfram skuldbindingar
Ný aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar setur loftslagsmarkmið sem standa nágrannaþjóðunum að baki. Framkvæmdastjóri Landverndar segir óljóst hvernig standa eigi við þann hluta stefnunnar sem snýr að vegasamgöngum, útgerð og landbúnaði. Ísland hefur losað langt um meira en miðað var við í Kýótó-bókuninni.
FréttirLoftslagsbreytingar
106379
„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna
Nítján ára þýsk stúlka sem afneitar loftslagsbreytingum og segist vera loftslags-realisti hefur verið ráðin af hugveitu sem fjármögnuð er af stórfyrirtækjum.
Fréttir
Loftslagsráð undirmannað og ræður ekki við verkefni sín
Halldór Þorgeirsson, formaður loftslagsráðs, segir ráðið ekki ná að miðla fræðslu til almennings með fullnægjandi hætti vegna þess hve undirmannað það sé.
FréttirHamfarahlýnun
Framkvæmdastýra Landverndar: Draga þarf úr niðurgreiðslum til kjötframleiðslu
Koma verður á kerfi til að draga úr neyslu á kjöti, segir Auður Önnu Magnúsdóttir. Umgengnin við auðlindirnar verður orðinn takmarkandi þáttur í fæðuframleiðslu löngu áður en fólksfjöldinn verður það.
FréttirHamfarahlýnun
Ríkið setur meira fjármagn í stækkun flugvallar heldur en í aðgerðir gegn loftslagsvandanum
Ríkisfyrirtækið Isavia mun líklega trappa niður uppbyggingaráform á Keflavíkurflugvelli í ljósi samdráttar í ferðaþjónustu. Engu að síður er útlit fyrir að miklu meira fé verði varið til stækkunar flugvallarins, til að standa undir aukinni flugumferð til og frá Íslandi, heldur en í loftslagsáætlun stjórnvalda og framkvæmd hennar.
FréttirHamfarahlýnun
Fyrirtækin sem menga mest
Losun gróðurhúsalofttegunda vegna iðnaðar á Íslandi mun aukast verulega næstu árin, meðal annars vegna stóriðjuverkefna sem núverandi stjórnarflokkar bera pólitíska ábyrgð á.
FréttirHamfarahlýnun
Stjórnvöld styrkja vöxt nautgriparæktar þrátt fyrir metanlosun
Aukin framleiðsla nautakjöts er markmið í búvörusamningum, en metanlosun jórturdýra veldur 10 prósent þess útblásturs sem stjórnvöld eru ábyrg fyrir. Aukin framleiðsla fer þvert gegn aðgerðaáætlun í loftslagsmálum þar sem miðað er við óbreyttan fjölda búfénaðar.
GreiningHamfarahlýnun
Áhrif loftslagsáætlunar háð mikilli óvissu
Engin ríkisstjórn hefur sett sér jafn háleit markmið í loftslagsmálum og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. En markmiðin eru fjarlæg og helsta stefnuplaggið, Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum 2018–2030, hefur sætt harðri gagnrýni umhverfisverndarsamtaka sem segja stefnumiðin óljós og illmælanleg. Af 34 boðuðum aðgerðum eru 28 of óskýrar og lítt útfærðar til að unnt sé að framreikna væntanlegan ávinning í formi samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.