Aðili

Gunnlaugur M. Sigmundsson

Greinar

Gunnlaugur óánægður með skrif lektors – vill ræða við vinnuveitanda hans
Fréttir

Gunn­laug­ur óánægð­ur með skrif lektors – vill ræða við vinnu­veit­anda hans

Gunn­laug­ur Sig­munds­son, fað­ir Sig­mund­ar Dav­íðs, for­manns Mið­flokks­ins, sendi bréf á ís­lensk­an lektor við Há­skól­ann í Lundi þar sem hann út­húð­aði hon­um og kall­aði illa upp­lýst­an kjána. Þá bað hann kenn­ar­ann um að­stoð við að koma sér í sam­band við starfs­mann inn­an skól­ans svo hann gæti kvart­að und­an hon­um.
Panamaskjölin: Benedikt, faðir Bjarna, átti félag í skattaskjólinu Tortólu
FréttirPanamaskjölin

Pana­maskjöl­in: Bene­dikt, fað­ir Bjarna, átti fé­lag í skatta­skjól­inu Tor­tólu

Bene­dikt Sveins­son, fað­ir Bjarna Bene­dikts­son­ar, átti fé­lag í skatta­skjól­inu Tor­tólu ásamt eig­in­konu sinni. Bene­dikt stofn­aði líka fé­lag í Lúx­em­borg sem um­tals­vert skatta­hag­ræði var af. Bjarni Bene­dikts­son var full­trúi föð­ur síns í stjórn­um margra fyr­ir­tækja á ár­un­um fyr­ir hrun, með­al ann­ars skipa­fé­lags­ins Nes­skipa sem átti dótt­ur­fé­lög í Panama og á Kýp­ur.
Furðulegt háttalag forsætisráðherra
FréttirRíkisstjórnin

Furðu­legt hátta­lag for­sæt­is­ráð­herra

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son gegndi embætti for­sæt­is­ráð­herra í tæp þrjú ár. Á þeim tíma tókst hon­um að verða ein­hver um­deild­asti stjórn­mála­mað­ur ís­lenskr­ar stjórn­mála­sögu fyrr og síð­ar. Hann stíg­ur nú úr ráð­herra­stóli al­gjör­lega rú­inn trausti eft­ir of marga ein­leiki. Sig­mund­ur var hljóð­lát­ur tán­ing­ur sem lét lít­ið fyr­ir sér fara, göm­ul sál sem sprakk út á há­skóla­ár­un­um. Hann á það til að gera hluti sem fólk klór­ar sér í koll­in­um yf­ir.
Gunnlaugur hefði þurft að greiða 127 milljónir í skatt af Tortólafélaginu eftir lagabreytinguna
FréttirStjórnmálamenn í skattaskjólum

Gunn­laug­ur hefði þurft að greiða 127 millj­ón­ir í skatt af Tor­tóla­fé­lag­inu eft­ir laga­breyt­ing­una

Gunn­laug­ur Sig­munds­son hefði þurft að greiða tekju­skatt af arð­greiðslu út úr fé­lagi sem hann átti í Lúx­em­borg ef hann hefði greitt arð­inn út eft­ir ár­ið 2010. Þeir Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son gerðu báð­ir ráð­staf­an­ir í af­l­ands­fé­lög­um sín­um fyr­ir lag­breyt­ing­una þann 1. janú­ar 2010. Tekju­skatt­ur­inn af arð­greiðsl­unni hefði num­ið að minnsta kosti 127 millj­ón­um eft­ir 1. janú­ar 2010 en fyr­ir það hefði lög­bund­in greiðsla skatts af arð­in­um átt að vera um 35 millj­ón­ir króna.
Víðtæk hagsmunatengsl formanna stjórnarflokkanna
Afhjúpun

Víð­tæk hags­muna­tengsl formanna stjórn­ar­flokk­anna

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son og Bjarni Bene­dikts­son tengj­ast skatta­skjól­um og lág­skatta­svæð­um bæði með bein­um hætti og óbein­um. Gunn­laug­ur Sig­munds­son fað­ir Sig­mund­ar nýtti sér Tor­tóla­fé­lög í gegn­um Lúx­em­borg til að taka út 354 millj­óna króna arð eft­ir hrun. Mik­il­væg­asta fjár­fest­ing­ar­fé­lag föð­ur­bróð­ur Bjarna, Ein­ars Sveins­son­ar, var flutt frá Kýp­ur til Lúx­em­borg­ar með rúm­lega 800 millj­óna króna eign­um. Hversu mörg önn­ur fyr­ir­tæki í skatta­skjól­um og á lág­skatta­svæð­um tengj­ast þess­um for­mönn­um Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks?
Félag Gunnlaugs fjármagnað með rúmlega 250 milljónum frá Tortólu
FréttirWintris-málið

Fé­lag Gunn­laugs fjár­magn­að með rúm­lega 250 millj­ón­um frá Tor­tólu

Gunn­laug­ur Sig­munds­son varð fram­kvæmda­stjóri fé­lags í Lúx­em­borg eft­ir að það hafði ver­ið fjár­magn­að í gegn­um skatta­skjól­ið Tor­tólu. Fjöl­skyldu­auð­ur Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar for­sæt­is­ráð­herra teng­ist því líka skatta­skjól­inu Tor­tólu eins og fé­lag­ið Wintris þar sem eig­in­kona hans, Anna Sig­ur­laug Páls­dótt­ir, seg­ist geyma fyr­ir­fram­greidd­an arf sinn.
Hringbraut bendlar föður Sigmundar við fjármögnun Vefpressunnar í annað sinn
FréttirFjölmiðlamál

Hring­braut bendl­ar föð­ur Sig­mund­ar við fjár­mögn­un Vefpress­unn­ar í ann­að sinn

Gunn­laug­ur M. Sig­munds­son, fað­ir for­sæt­is­ráð­herra, hafn­aði því í sam­tali við Stund­ina í sum­ar að hann hefði lagt fjár­muni til rekstr­ar fjöl­miðla­veld­is Björns Inga Hrafns­son­ar. Fjöl­mið­ill­inn Hring­braut held­ur því nú fram öðru sinni, en í fyrra skipt­ið var nafn­laus pist­ill fjar­lægð­ur.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu