Gunnlaugur M. Sigmundsson
Aðili
Gunnlaugur óánægður með skrif lektors – vill ræða við vinnuveitanda hans

Gunnlaugur óánægður með skrif lektors – vill ræða við vinnuveitanda hans

·

Gunnlaugur Sigmundsson, faðir Sigmundar Davíðs, formanns Miðflokksins, sendi bréf á íslenskan lektor við Háskólann í Lundi þar sem hann úthúðaði honum og kallaði illa upplýstan kjána. Þá bað hann kennarann um aðstoð við að koma sér í samband við starfsmann innan skólans svo hann gæti kvartað undan honum.

Panamaskjölin: Benedikt, faðir Bjarna, átti félag í skattaskjólinu Tortólu

Panamaskjölin: Benedikt, faðir Bjarna, átti félag í skattaskjólinu Tortólu

·

Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, átti félag í skattaskjólinu Tortólu ásamt eiginkonu sinni. Benedikt stofnaði líka félag í Lúxemborg sem umtalsvert skattahagræði var af. Bjarni Benediktsson var fulltrúi föður síns í stjórnum margra fyrirtækja á árunum fyrir hrun, meðal annars skipafélagsins Nesskipa sem átti dótturfélög í Panama og á Kýpur.

Furðulegt háttalag forsætisráðherra

Furðulegt háttalag forsætisráðherra

·

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gegndi embætti forsætisráðherra í tæp þrjú ár. Á þeim tíma tókst honum að verða einhver umdeildasti stjórnmálamaður íslenskrar stjórnmálasögu fyrr og síðar. Hann stígur nú úr ráðherrastóli algjörlega rúinn trausti eftir of marga einleiki. Sigmundur var hljóðlátur táningur sem lét lítið fyrir sér fara, gömul sál sem sprakk út á háskólaárunum. Hann á það til að gera hluti sem fólk klórar sér í kollinum yfir.

Gunnlaugur hefði þurft að greiða 127 milljónir í skatt af Tortólafélaginu eftir lagabreytinguna

Gunnlaugur hefði þurft að greiða 127 milljónir í skatt af Tortólafélaginu eftir lagabreytinguna

·

Gunnlaugur Sigmundsson hefði þurft að greiða tekjuskatt af arðgreiðslu út úr félagi sem hann átti í Lúxemborg ef hann hefði greitt arðinn út eftir árið 2010. Þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gerðu báðir ráðstafanir í aflandsfélögum sínum fyrir lagbreytinguna þann 1. janúar 2010. Tekjuskatturinn af arðgreiðslunni hefði numið að minnsta kosti 127 milljónum eftir 1. janúar 2010 en fyrir það hefði lögbundin greiðsla skatts af arðinum átt að vera um 35 milljónir króna.

Víðtæk hagsmunatengsl formanna stjórnarflokkanna

Víðtæk hagsmunatengsl formanna stjórnarflokkanna

·

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson tengjast skattaskjólum og lágskattasvæðum bæði með beinum hætti og óbeinum. Gunnlaugur Sigmundsson faðir Sigmundar nýtti sér Tortólafélög í gegnum Lúxemborg til að taka út 354 milljóna króna arð eftir hrun. Mikilvægasta fjárfestingarfélag föðurbróður Bjarna, Einars Sveinssonar, var flutt frá Kýpur til Lúxemborgar með rúmlega 800 milljóna króna eignum. Hversu mörg önnur fyrirtæki í skattaskjólum og á lágskattasvæðum tengjast þessum formönnum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks?

Gunnlaugur tók 354 milljóna arð í gegnum Tortólu og slapp við 70 milljóna skatt á Íslandi

Gunnlaugur tók 354 milljóna arð í gegnum Tortólu og slapp við 70 milljóna skatt á Íslandi

·

Gunnlaugur Sigmundsson stundaði viðskipti í gegnum Tortólu og tók út arð upp á 354 milljónir króna sem var skattfrjáls í Lúxemborg þar sem hann á fyrirtæki.

Gunnlaugur segir að Katrín sé „bara sæt og prúð“

Gunnlaugur segir að Katrín sé „bara sæt og prúð“

·

Gunnlaugur Sigmundsson, faðir fráfarandi forsætisráðherra og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, segir í viðtali að farið hafi verið illa með son hans og gerir lítið úr leiðtogum stjórnarandstöðunnar.

Félag Gunnlaugs fjármagnað með rúmlega 250 milljónum frá Tortólu

Félag Gunnlaugs fjármagnað með rúmlega 250 milljónum frá Tortólu

·

Gunnlaugur Sigmundsson varð framkvæmdastjóri félags í Lúxemborg eftir að það hafði verið fjármagnað í gegnum skattaskjólið Tortólu. Fjölskylduauður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra tengist því líka skattaskjólinu Tortólu eins og félagið Wintris þar sem eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, segist geyma fyrirframgreiddan arf sinn.

Fyrirtæki gjaldkera Samfylkingarinnar fjármagnað úr skattaskjólinu Kýpur

Fyrirtæki gjaldkera Samfylkingarinnar fjármagnað úr skattaskjólinu Kýpur

·

Vilhjálmur Þorsteinsson, gjaldkeri Samfylkingarinnar, fjárfesti á Íslandi með 70 milljóna króna láni frá félagi sem skráð er í skattaskjólinu Kýpur.

Hringbraut bendlar föður Sigmundar við fjármögnun Vefpressunnar í annað sinn

Hringbraut bendlar föður Sigmundar við fjármögnun Vefpressunnar í annað sinn

·

Gunnlaugur M. Sigmundsson, faðir forsætisráðherra, hafnaði því í samtali við Stundina í sumar að hann hefði lagt fjármuni til rekstrar fjölmiðlaveldis Björns Inga Hrafnssonar. Fjölmiðillinn Hringbraut heldur því nú fram öðru sinni, en í fyrra skiptið var nafnlaus pistill fjarlægður.