Tekjuhæsti Kópavogsbúinn: „Hlýtur að þurfa að skattleggja auðkýfinga eins og mig meira“
Kári Stefánsson er skattakóngur Kópavogs 2020. Hann er þeirra skoðunar að eðlilegt hefði verið að hann borgaði að minnsta kosti 70 milljónum króna meira í skatta. Auka þurfi samneysluna með því að sækja fé til þeirra sem mikið eiga í stað þess að skattleggja hina fátæku.
Fréttir
Stórtækir í afskriftum halda áfram að kaupa upp land
Byggingafélag Gylfa og Gunnars á í viðræðum við Landsbankann um kaup á rúmum 35 hekturum í Reykjanesbæ sem tryggir þeim byggingarrétt á allt að 485 íbúðum. Keyptu Setbergslandið fyrir einn milljarð í janúar.
FréttirSala banka á fyrirtækjum
Landsbankinn eignaðist landið fyrir tvo milljarða en seldi svo á einn
Landsbankinn borgaði rúma tvo milljarða króna fyrir land árið 2012 sem var síðan selt á aðeins milljarð króna í janúar til Byggingarfélags Gunnars og Gylfa. Umræðan um Setbergslandið kemur í kjölfar Borgunarmálsins þar sem deilt var um eignasölu bankans. Auk Setbergslandinu var spilda úr Þórbergslandinu í Garðabæ seld með.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.