
Nú skal ég segja þér leyndarmál
Guðrún Hannesdóttir skáld, myndlistarkona og handhafi íslensku þýðingarverðlaunanna byrjaði ekki að skrifa fyrr en rétti tíminn var kominn og hún fann að nú væri hún tilbúin. Hún ræðir uppvöxtinn, ást, trú og listina, allt það sem skiptir máli í lífinu, það þegar hún reyndi að setja Rauðhettu á svið með rauðri tösku í aðalhlutverki og komst að þeirri niðurstöðu að sólskinið lyktar af vanillu.