
Ævintýrið um íslenska matar(ó)menningu
Í nýrri bók um íslenskar matarhefðir er íslensk matarmenning síðustu alda og fram í samtímann greind með margs konar hætti. Sú mikla fábreytni sem einkenndi íslenska matarmenningu öldum saman er dregin fram í dagsljósið. Í bókinni er sýnt fram á að það er eiginlega ekki fyrr en á allra síðustu áratugum sem hráefnis- og fæðuframboð á Íslandi fer að líkjast því sem tíðkast í öðrum stærri og minna einangruðum löndum.