Svæði

Grikkland

Greinar

„Ég er ekki hrædd lengur“
ViðtalFlóttamenn

„Ég er ekki hrædd leng­ur“

Sara Mar­dini og syst­ir henn­ar björg­uðu lífi 18 manns þeg­ar þær stukku út í Mið­jarð­ar­haf­ið og drógu bát full­an af hæl­is­leit­end­um í þrjá og hálf­an tíma að landi. Sara flúði átök í heimalandi sínu, Sýr­landi, en á núna yf­ir höfði sér 25 ára fang­elsi verði hún sak­felld af grísk­um dóm­stól fyr­ir þátt­töku sína í hjálp­ar­starfi á sama svæði og hún sjálf lenti í sjáv­ar­háska.
Sagan af húsinu í Aþenu sem listamenn lífguðu við
Viðtal

Sag­an af hús­inu í Aþenu sem lista­menn lífg­uðu við

Sögu­frægt hús í Ex­archia-hverf­inu í Aþenu hafði ver­ið autt og yf­ir­gef­ið í meira en fimm ár þeg­ar fjór­ir al­þjóð­leg­ir lista­menn tóku sig til og gerðu það upp. A-Dash hóp­ur­inn hef­ur hýst á þriðja tug lista­manna og hald­ið fjölda sýn­inga síð­an þá. Jón Bjarki Magnús­son ræddi við þær Zoe Hatziy­annaki og Evu ís­leifs­dótt­ur um verk­efn­ið sem mun senn ljúka í nú­ver­andi mynd. (Ljós­mynd: Ang­elous Giotopou­los)
Sögð njóta sömu réttinda og grískir ríkisborgarar í Grikklandi
Viðtal

Sögð njóta sömu rétt­inda og grísk­ir rík­is­borg­ar­ar í Grikklandi

Tvær fjöl­skyld­ur frá Ír­ak, með þrjár ung­ar stúlk­ur á sínu fram­færi, voru ekki metn­ar í nægi­lega við­kvæmri stöðu til að þeim yrði veitt al­þjóð­leg vernd á Ís­landi. Senda á fjöl­skyld­urn­ar aft­ur til Grikk­lands, þar sem þær bjuggu áð­ur í tjaldi í á þriðja ár, við af­ar slæm­an að­bún­að. Í fjöl­skyld­unni eru ein­stak­ling­ar sem eiga við al­var­leg and­leg og lík­am­leg veik­indi að stríða, auk þess sem ein stúlk­an, Fatima, glím­ir við fötl­un eft­ir að hafa orð­ið fyr­ir sprengju­árás í æsku.
Óvissa, óöryggi og hryllingur á götum Aþenu
Fréttir

Óvissa, óör­yggi og hryll­ing­ur á göt­um Aþenu

Adel Dav­oudi sótti um hæli á Ís­landi ár­ið 2018 en var vís­að aft­ur til Grikk­lands þar sem hann bjó um tíma á göt­unni. Sa­leh, Malilheh og tví­bura­syst­urn­ar Setayesh og Para­stesh búa við al­gjöra óvissu, hafa hvorki að­gang að heil­brigð­is­þjón­ustu né skóla­kerfi. Saga þeirra er veru­leiki þús­unda annarra flótta­manna í Grikklandi. Jón Bjarki Magnús­son hitti þau í Aþenu.
Sárþjáð samfélag sem heimsbyggðin hefur brugðist
Úttekt

Sár­þjáð sam­fé­lag sem heims­byggð­in hef­ur brugð­ist

Sam­fé­lag­ið á eynni Les­bos er und­ir­lagt sorg, ótta og eymd. Það sem mæt­ir flótta­fólki sem taldi sig vera að kom­ast í skjól frá stríði er ann­ar víg­völl­ur. Um­heim­ur­inn hef­ur brugð­ist fólki sem flýr stríð og það er geð­þótta­ákvörð­un að hundsa hjálp­arkall fólks í neyð. Þau ríki sem senda fólk aft­ur til Grikk­lands eru ábyrg fyr­ir því þeg­ar slæmt ástand verð­ur enn verra. Þetta er með­al þess sem við­mæl­end­ur Stund­ar­inn­ar sem starfa fyr­ir hjálp­ar- og mann­úð­ar­sam­tök segja um ástand­ið í Grikklandi þessa dag­ana.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu