
Fráfarandi forseti sveitarstjórnar Múlaþings gefur ekki upp hvort hann ætli að vinna fyrir laxeldisfyrirtæki
Gauti Jóhannesson, fráfarandi forseti sveitarstjórnar Múlaþings á Austurlandi, segir að hann telji að hann þurfi ekki að gefa það upp, þó hann sé kjörinn fulltrúi, hvort hann ætli sér að hefja störf fyrir laxeldisfyrirtæki á Austurlandi. Gauti var meðal annars í viðtali í Speglinum á RÚV á þriðjudaginn þar sem hann ræddi laxeldi og skipulagsmál og þá kröfu Múlaþings að fá óskorað vald til að skipuleggja sjókvíaeldi í fjörðum sveitarfélagsins.