
Skýrslan um Laugaland tilbúin en verður ekki gerð opinber strax
Rannsóknarskýrslu um hvort ofbeldi hafi verið beitt á meðferðarheimilinu Laugalandi, áður Varpholti, var skilað um síðustu mánaðamót. Engu að síður hefur hún ekki enn verið kynnt fyrir ráðherrum. Fimmtán mánuðir eru síðan rannsóknin hófst. Vinna við rannsókn á Breiðavíkurheimilinu, sem var rekið lengur og fleiri börn dvöldu á, tók tíu mánuði. Konurnar sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu hafa engar upplýsingar fengið um rannsóknina.