Fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur fer ekki til umræðu á þessu þingi. Taprekstur einkarekinna miðla er í sumum tilfellum fjármagnaður af auðmönnum með ríka hagsmuni. Eignarhaldið hefur áhrif á ritstjórnarlegt sjálfstæði og starfsöryggi blaðamanna.
Helgi Magnússon fjárfestir hefur keypt helmingshlut í Fréttablaðinu. Hann segist ekki munu beita eigendavaldi sínu til að hafa áhrif á fréttaflutning. Stóð að stofnun heils stjórnmálaflokks til að koma sínum skoðunum á Evrópumálum á framfæri.
Fréttir
Fréttablaðið braut gegn fjölskyldu dauðvona barns
Siðanefnd BÍ hefur úrskurðað ritstjórn Fréttablaðsins brotlega við siðareglur með því að koma ekki réttum upplýsingum á framfæri. Kærandi segir „margar mömmur hafa hætt að gefa fjölskyldunni brjóstamjólk sem dauðvona barnið þurfti á að halda“.
FréttirEvrópumál
Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump
272 ungmenni greiddu fyrir auglýsingu í Fréttablaðinu í dag til stuðnings við áframhaldandi aðild Íslands að EES-samningnum. „Við viljum frjálst, opið og alþjóðlegt samfélag og stöndum saman gegn einangrunarhyggju.“
FréttirKjaramál
Frétt um „himinn og haf“ á skjön við tilboð Eflingar
Fréttablaðið stendur við frétt sína um að Efling krefjist 70 til 85 prósenta launahækkana þótt slíkar kröfur hafi ekki verið að finna í formlegu gagntilboði samflotsfélaganna til SA.
FréttirFjölmiðlamál
Eigandi Fréttablaðsins í Fréttablaðsviðtali: Gagnrýnir skilanefnd Glitnis, Ríkisútvarpið og smámiðla
Ingibjörg Pálmadóttir segir fjölmiðla draga upp mynd af henni sem „hliðarsjálfi“ Jóns Ásgeirs þegar fjallað er um fyrirtæki í hennar eigu.
FréttirFjölmiðlamál
„Einbeittur vilji til útúrsnúnings“ á forsíðu Fréttablaðsins
Gylfi Magnússon, varaformaður stjórnar Orkuveitunnar, gagnrýnir forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag þar sem Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi segir félagið hafa tekið dýrt lán til að greiða arð til eigenda sinna. Fréttin sé útúrsnúningur og fjárhagsstaða Orkuveitunnar hafi batnað verulega. Hildur er nátengd útgefendum og ritstjórn Fréttablaðsins.
FréttirVerkalýðsmál
Sólveig Anna segir Sirrý „fyrirlitlega manneskju“
Sjálfstæðiskonan Sirrý Hallgrímsdóttir sakar Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, um að misbeita valdi sínu til þess að Gunnar Smári Egilsson komist í 12 milljarða króna sjóði Eflingar.
Fjölmiðillinn skuldaði tengdum aðilum 790 milljónir króna í árslok 2017. Ingibjörg Pálmadóttir skoðar nú sölu á Fréttablaðinu.
FréttirFjölmiðlamál
Útgefandi Fréttablaðsins gagnrýnir meðferð saksóknara og fjölmiðla á Jóni Ásgeiri
Kristín Þorsteinsdóttir kvartar yfir kostnaðinum af rannsóknum sérstaks saksóknara og telur ákæruvaldið og fjölmiðla hafa farið of geyst.
Fréttir
Breytingar á Fréttablaðinu
Kjartan Hreinn Njálsson ráðinn aðstoðarritstjóri við hlið Ólafar Skaftadóttur.
Úttekt
Björn Ingi fékk kúlulán meðfram lundafléttu
Björn Ingi Hrafnsson var umsvifamikill í íslensku viðskiptalífi á meðan hann starfaði sem náinn samstarfsmaður Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra, sem stjórnmálamaður í borginni og síðar blaðamaður hjá 365 miðlum. Það sem einkennir fjárhagslegar fyrirgreiðslur til Björns Inga á þessu tímabili er að alltaf eru aðilar tengdir Kaupþingi handan við hornið.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.