Fjölmiðlar
Flokkur
Stundin fær þrjár tilnefningar til blaðamannaverðlauna Íslands

Stundin fær þrjár tilnefningar til blaðamannaverðlauna Íslands

·

„Afhjúpandi umfjöllun um viðskipti Bjarna Benediktssonar og fjölskyldu hans“ er tilnefnd til verðlauna fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins 2017. Samþykkt var lögbann á umfjöllunina sem er enn í gildi. Stundin fær í heild þrjár tilnefningar til blaðamannaverðlauna.

Glitnir HoldCo áfrýjar í lögbannsmálinu

Glitnir HoldCo áfrýjar í lögbannsmálinu

·

Þrotabú Glitnis, Glitnir HoldCo, áfrýjaði í dag dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í lögbannsmálinu gegn Stundinni og Reykjavík Media. Í dómi Héraðadóms sagði meðal annars að lögbann á umfjöllun um viðskipti valdhafa hafi verið á skjön við lýðræðishefðir og grunngildi tjáningarfrelsis.

Hagsmunaðilar kaupa útsendingartíma á Hringbraut til að fjalla um meinta andstæðinga sína

Hagsmunaðilar kaupa útsendingartíma á Hringbraut til að fjalla um meinta andstæðinga sína

·

Þættirnir um Samherjamálið og Sigurplastsmálið á Hringbraut voru kostaðir af hagsmunaðilum í gegnum millilið. Í þáttunum, sem eru skilgreindir sem kynningarefni, er hörð gagnrýni á Seðlabanka Íslands, Má Guðmundsson, lögmanninn Grím Sigurðsson og Arion banka. Framleiðandi þáttanna líkir efnisvinnslunni við hver önnur viðskipti eins og sölu á bíl, íbúð eða greiðslu launa. Hringbraut telur birtingu þáttanna standast fjölmiðlalög.

Aðferðir til að lama fjölmiðla

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Aðferðir til að lama fjölmiðla

·

Hundrað og sextán dagar lögbanns.

Kröfum Glitnis synjað: Lögbann á umfjöllun um viðskipti valdhafa á skjön við lýðræðishefðir og grunngildi tjáningarfrelsis

Kröfum Glitnis synjað: Lögbann á umfjöllun um viðskipti valdhafa á skjön við lýðræðishefðir og grunngildi tjáningarfrelsis

·

Dómur var kveðinn upp í máli Glitnis HoldCo gegn Stundinni og Reykjavík Media í dag. Öllum kröfum Glitnis var synjað, enda telur Héraðsdómur ekki réttlætanlegt að stöðva fréttaflutning af fjárhagsmálefnum forsætisráðherra í lýðræðisríki.

Brynjar og aðrir sem sakna svarthvítrar heimsmyndar

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Brynjar og aðrir sem sakna svarthvítrar heimsmyndar

·

Brynjar Níelsson þingmaður er eins og Donald Trump Bandaríkjaforseti: Hræddur við frjálsa, óháða og gagnrýna fjölmiðlun.

Trump grefur undan eftirliti, andófi og aðhaldi

Trump grefur undan eftirliti, andófi og aðhaldi

·

Eftirlitsstofnanir, fjölmiðlar og grasrótarhópar hafa setið undir stanslausum árásum á fyrsta ári Donald Trumps í embætti. Forsetinn hefur sett sérstakan andstæðing Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna yfir stofnunina og afturkallað fleiri reglugerðir en nokkur fyrirrennara hans gerði á fyrstu mánuðunum í embætti. Hátt í 200 manns sem mótmæltu við setningarathöfn Trumps gætu átt yfir höfði sér áratugalangt fangelsi. Þá hefur árásum hans á fjölmiðla verið líkt við stalínisma.

Lofgrein um Davíð í Morgunblaðinu á skjön við Rannsóknarskýrsluna

Lofgrein um Davíð í Morgunblaðinu á skjön við Rannsóknarskýrsluna

·

Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar eina og hálfa opnu um feril Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, í Morgunblaðið í dag. Hann er ósammála niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis og lýsir Davíð sem nokkurs konar bjargvætti Íslands í hruninu. Söguskýring Hannesar um hrunið er kennd í skyldunámskeiði við Háskóla Íslands. Skýrsla Hannesar um hrunið, fjármögnuð af fjármálaráðuneyti Bjarna Benediktssonar, er væntanleg.

Framkvæmdastjóri Pressunnar seldi íbúð sína til mágs síns í aðdraganda gjaldþrots fjölmiðlafyrirtækisins

Framkvæmdastjóri Pressunnar seldi íbúð sína til mágs síns í aðdraganda gjaldþrots fjölmiðlafyrirtækisins

·

Pressumálið heldur áfram að vinda upp á sig í fjölmiðlum með skeytasendingum á milli Björns Inga Hrafnssonar og Róberts Wessmann og viðskiptafélaga hans. Pressumálið er eitt af mörgum á skrautlegum ferli Björns Inga Hrafnssonar þar sem hann blandar saman vinnu sinni og persónulegum viðskiptum sínum og fjármálum.

Ris og fall fjölmiðlakóngs

Ris og fall fjölmiðlakóngs

·

Ævisaga Sveins R. Eyjólfssonar, stofnanda DV, er einstök heimild um átök í fjölmiðlaheiminum, ris og fall fjölmiðlakóngs.

Arnar á Landrover-jeppa í boði fjölmiðlafyrirtækis sem safnaði 500 milljóna króna skattaskuldum

Arnar á Landrover-jeppa í boði fjölmiðlafyrirtækis sem safnaði 500 milljóna króna skattaskuldum

·

Arnar Ægisson, framkvæmdastjóri Vefpressunnar ehf., keyrði um á nýjum Landrover-jeppa sem Pressan ehf. greiddi fyrir. Bæði Arnar og Björn Ingi Hrafnsson keyrðu um á slíkum jeppum þegar niðurskurður átti sér stað á fjölmiðlum Pressunnar og vörsluskatta- og iðgjaldaskuldir söfnuðust upp við ríkið og lífeyrissjóði.

Pressan borgaði ekki af jeppa Björns Inga og stefnir í þrot út af ógreiddum iðgjöldum starfsmanns

Pressan borgaði ekki af jeppa Björns Inga og stefnir í þrot út af ógreiddum iðgjöldum starfsmanns

·

Lífeyrissjóður Vestmannaeyja lagði fram gjaldþrotabeiðni út af skuld Pressunnar ehf. við sjóðinn. Borgaði ekki iðgjöld starfsmanns í marga mánuði. Pressan ehf. skuldar bílaleigu 2,7 milljónir út af jeppa sem Björn Ingi Hrafnsson fékk frá fyrirtækinu en heildargreiðslur út af jeppanum nema 8,3 milljónum.