Studdi tillögu gegn falsfréttum erlendis en ekki hér heima
Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, stendur ekki að þingsályktunartillögu um baráttu gegn upplýsingaóreiðu, en samþykkti þó sams konar tillögu í nefnd Norðurlandaráðs í september. Hún segir ekki tilefni til að breyta umhverfinu á grundvelli falsfrétta sem dreift var í Brexit-kosningunum og þegar Trump var kjörinn 2016.
FréttirRéttindabrot á vinnumarkaði
1965
Hóta málshöfðun vegna ummæla um Hótel Grímsborgir: „Ég læt Ólaf ekki ógna mér“
Ólafur Laufdal Jónsson, eigandi Hótel Grímsborga, krefst afsökunarbeiðni frá tveimur fyrrverandi starfsmönnum vegna ummæla í frétt Stundarinnar um upplifun sína í starfi og meint brot á kjarasamningum. Blaðamaður Stundarinnar er krafinn um 1,8 milljónir.
Fréttir
1875
Sendiherra Bandaríkjanna dreginn sundur og saman í háði
Fréttablaðið er uppnefnt „Fals-Fréttablaðið“ í færslu bandaríska sendiráðsins. Bandaríski sendiherrann á Íslandi, Jeffrey Ross Gunter, fær harða útreið í athugasemdum. „Dó þýðandinn þinn af völdum Covid-19?“
Fréttir
41118
Leggja til nýjan starfshóp gegn upplýsingaóreiðu
Þingmenn kalla eftir aðgerðum og lagabreytingum gegn falsfréttum, sem geti ógnað kosningum, þjóðaröryggi og eitrað samfélagsumræðu. Fólk eldra en 65 ára er sagt líklegast til að dreifa falsfréttum.
FréttirEyþór Arnalds og Moggabréfin
95422
383 milljóna króna lán Eyþórs hjá Samherja gjaldféll í mars
Eyþór Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokkksins, átti að greiða Samherja 383 milljóna króna skuld í mars. Eignarhaldsfélag hans gerði þetta hins vegar ekki. Samherji hefur nú þegar afskrifað skuld borgarfulltrúans við dótturfélagið Kattarnef ehf.
FréttirSamherjamálið
132584
Háskólaprófessor segir starfsmenn Samherja lagða í einelti
Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir fréttaumfjöllun um starfsmenn Samherja ógeðfellda og ákallar Blaðamannafélagið. Umrædd umfjöllun er um störf ráðgjafa Samherja fyrir fyrirtækið, meðal annars vinnu við kærur á hendur starfsmönnum RÚV fyrir að tjá sig á eigin samfélagsmiðlum.
Fréttir
1157
Útvarp Saga hagnaðist um tvær milljónir
Launakostnaður dróst verulega saman hjá rekstrarfélagi Útvarps Sögu í fyrra. Í nýjum ársreikningi segir að félagið hafi verið rekið með tapi árið 2018, en ekki hagnaði eins og áður hafði komið fram.
Pistill
218
Illugi Jökulsson
Má blaðamaður geyma upplýsingar?
Bandaríski blaðamaðurinn Bob Woodward upplýsir nú í nýrri bók að Donald Trump vissi vel hve hættuleg COVID-19 veiran væri strax í byrjun febrúar, þótt hann héldi öðru fram opinberlega. Spurningin er hvort blaðamaðurinn hefði átt að upplýsa þetta fyrr.
Fréttir
12136
Siggi Hakkari „átti að leika lykilhlutverk“ í máli FBI gegn Assange
Ritstjóri WikiLeaks segir upplýsingar um starfsemi Julians Assange á Íslandi byggja á lygum dæmds svikahrapps.
Fréttir
50681
Verðlagsstofa fann Samherjaskjalið úr Kastljósi
Verðlagsstofa skiptaverðs hefur fundið þriggja blaðsíðna skjal sem starfsmaður vann og skrifaði ályktun um gögnin. Skjalið er með sama titil og það sem birt var í Kastljósþætti RÚV um Samherja árið 2012. Samherji hefur sakað RÚV um óeðlileg vinnubrögð og fölsun gagna.
ÚttektFjölmiðlamál
61269
Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
Stærstur hluti Covid-styrkja til fjölmiðla fer til þriggja sem töpuðu hundruðum milljóna í fyrra. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vildi að smærri miðlar fengju meira. Andstaða var á Alþingi og ekki er vitað hvort fjölmiðlafrumvarp verður aftur lagt fram. Prófessor segir peningum ausið til hagsmunaaðila.
Fréttir
30288
Björgólfur lánaði tæpan milljarð vegna DV
Nýr ársreikningur sýnir að Dalsdalur, móðurfélag fyrri eiganda DV, fékk 920 milljóna vaxta- og afborganalaust lán á tæpum þremur árum frá félagi Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis. Félagið sagði ósatt um lánið þar til í vor.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.