Fjölmiðlar
Flokkur
Sögðust hlæjandi og í kaldhæðni hata karlmenn og eru nú tekin í gegn á netinu

Sögðust hlæjandi og í kaldhæðni hata karlmenn og eru nú tekin í gegn á netinu

·

Forsprakkar fyrir réttindum trans einstaklinga á Íslandi hafa sætt gagnrýni og uppnefnum fyrir orð sem látin voru falla í kaldhæðni í hlaðvarpi í desember síðastliðnum, en er fjallað um á DV.is í dag. Alda Villiljós og Sæborg Ninja segja frétt DV um að þau telji karlmenn eiga skilið að deyja algjöran útúrsnúning.

Athugasemdakerfi uppfull af hatursorðræðu vegna frétta af morðmáli

Athugasemdakerfi uppfull af hatursorðræðu vegna frétta af morðmáli

·

Framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu segir fulla ástæðu til að loka athugasemdakerfum þegar fluttar eru fréttir af jaðarsettum hópum. Verði ekki spornað gegn hatursorðræðu gæti það orsakað samfélagsrof.

Rannsaka kaup Samherja og fyrri eigenda Sigurplasts á útsendingartíma á Hringbraut

Rannsaka kaup Samherja og fyrri eigenda Sigurplasts á útsendingartíma á Hringbraut

·

Fjölmiðlanefnd hefur hafið athugun á kostuðu sjónvarpsefni á Hringbraut. Hagsmunaðilar keyptu útsendingartíma fyrir einhliða umfjöllun.

Ritstjórn Stundarinnar verðlaunuð fyrir umfjöllun um uppreist æru

Ritstjórn Stundarinnar verðlaunuð fyrir umfjöllun um uppreist æru

·

Stundin fékk þrenn verðlaun sem veitt voru við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag. Ritstjórn Stundarinnar fékk blaðamannaverðlaun ársins fyrir umfjöllun um uppreist æru og ljósmyndari Stundarinnar var verðlaunaður fyrir myndaröð ársins af samfélagi heimilislausra í Laugardalnum og portrait mynd ársins.

Stundin fær þrjár tilnefningar til blaðamannaverðlauna Íslands

Stundin fær þrjár tilnefningar til blaðamannaverðlauna Íslands

·

„Afhjúpandi umfjöllun um viðskipti Bjarna Benediktssonar og fjölskyldu hans“ er tilnefnd til verðlauna fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins 2017. Samþykkt var lögbann á umfjöllunina sem er enn í gildi. Stundin fær í heild þrjár tilnefningar til blaðamannaverðlauna.

Glitnir HoldCo áfrýjar í lögbannsmálinu

Glitnir HoldCo áfrýjar í lögbannsmálinu

·

Þrotabú Glitnis, Glitnir HoldCo, áfrýjaði í dag dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í lögbannsmálinu gegn Stundinni og Reykjavík Media. Í dómi Héraðadóms sagði meðal annars að lögbann á umfjöllun um viðskipti valdhafa hafi verið á skjön við lýðræðishefðir og grunngildi tjáningarfrelsis.

Hagsmunaðilar kaupa útsendingartíma á Hringbraut til að fjalla um meinta andstæðinga sína

Hagsmunaðilar kaupa útsendingartíma á Hringbraut til að fjalla um meinta andstæðinga sína

·

Þættirnir um Samherjamálið og Sigurplastsmálið á Hringbraut voru kostaðir af hagsmunaðilum í gegnum millilið. Í þáttunum, sem eru skilgreindir sem kynningarefni, er hörð gagnrýni á Seðlabanka Íslands, Má Guðmundsson, lögmanninn Grím Sigurðsson og Arion banka. Framleiðandi þáttanna líkir efnisvinnslunni við hver önnur viðskipti eins og sölu á bíl, íbúð eða greiðslu launa. Hringbraut telur birtingu þáttanna standast fjölmiðlalög.

Aðferðir til að lama fjölmiðla

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Aðferðir til að lama fjölmiðla

·

Hundrað og sextán dagar lögbanns.

Kröfum Glitnis synjað: Lögbann á umfjöllun um viðskipti valdhafa á skjön við lýðræðishefðir og grunngildi tjáningarfrelsis

Kröfum Glitnis synjað: Lögbann á umfjöllun um viðskipti valdhafa á skjön við lýðræðishefðir og grunngildi tjáningarfrelsis

·

Dómur var kveðinn upp í máli Glitnis HoldCo gegn Stundinni og Reykjavík Media í dag. Öllum kröfum Glitnis var synjað, enda telur Héraðsdómur ekki réttlætanlegt að stöðva fréttaflutning af fjárhagsmálefnum forsætisráðherra í lýðræðisríki.

Brynjar og aðrir sem sakna svarthvítrar heimsmyndar

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Brynjar og aðrir sem sakna svarthvítrar heimsmyndar

·

Brynjar Níelsson þingmaður er eins og Donald Trump Bandaríkjaforseti: Hræddur við frjálsa, óháða og gagnrýna fjölmiðlun.

Trump grefur undan eftirliti, andófi og aðhaldi

Trump grefur undan eftirliti, andófi og aðhaldi

·

Eftirlitsstofnanir, fjölmiðlar og grasrótarhópar hafa setið undir stanslausum árásum á fyrsta ári Donald Trumps í embætti. Forsetinn hefur sett sérstakan andstæðing Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna yfir stofnunina og afturkallað fleiri reglugerðir en nokkur fyrirrennara hans gerði á fyrstu mánuðunum í embætti. Hátt í 200 manns sem mótmæltu við setningarathöfn Trumps gætu átt yfir höfði sér áratugalangt fangelsi. Þá hefur árásum hans á fjölmiðla verið líkt við stalínisma.

Lofgrein um Davíð í Morgunblaðinu á skjön við Rannsóknarskýrsluna

Lofgrein um Davíð í Morgunblaðinu á skjön við Rannsóknarskýrsluna

·

Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar eina og hálfa opnu um feril Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, í Morgunblaðið í dag. Hann er ósammála niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis og lýsir Davíð sem nokkurs konar bjargvætti Íslands í hruninu. Söguskýring Hannesar um hrunið er kennd í skyldunámskeiði við Háskóla Íslands. Skýrsla Hannesar um hrunið, fjármögnuð af fjármálaráðuneyti Bjarna Benediktssonar, er væntanleg.