Fjölmiðlabann Útlendingastofnunar
Fréttamál
Íslenska ríkið má ekki banna heimsóknir til flóttafólks

Íslenska ríkið má ekki banna heimsóknir til flóttafólks

Útlendingastofnun lagði árið 2016 blátt bann við heimsóknum fjölmiðlamanna á heimili flóttafólks og hælisleitenda. Innanríkisráðuneytið lagði blessun sína yfir verklagið og sagði það stuðla að mannúð. Ungverska ríkið hlaut nýlega dóm fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna sambærilegrar fjölmiðlatálmunar.

Innanríkisráðuneytið samþykkir að banna sjálfboðaliðum að heimsækja flóttafólk

Innanríkisráðuneytið samþykkir að banna sjálfboðaliðum að heimsækja flóttafólk

Samkvæmt nýlegum heimsóknarreglum Útlendingastofnunar mega hvorki sjálfboðaliðar né fjölmiðlafólk heimsækja flóttafólk á heimilum þeirra. Innanríkisráðuneytið gerir engar athugasemdir við reglurnar og segir þær mikilvægan lið í þeirri stefnu að hafa mannúð að leiðarljósi í málefnum útlendinga.

Banna hælisleitendum að tala við fjölmiðla til að „vernda friðhelgi einkalífs þeirra“

Banna hælisleitendum að tala við fjölmiðla til að „vernda friðhelgi einkalífs þeirra“

Útlendingastofnun leggur blátt bann við viðtölum fjölmiðlafólks við flóttafólk á heimilum þeirra. Reglurnar eiga sér ekki stoð í almennum lögum en upplýsingafulltrúi stofnunarinnar vísar í ákvæði stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífs og heimilis máli sínu til stuðnings. Hann þvertekur fyrir að með þessu sé vegið að tjáningarfrelsi íbúa. Verkefnastjóri hælissviðs hjá Útlendingastofnun líkir viðtali þáttastjórnenda Hæpsins við hælisleitendur Arnarholti við húsbrot.

Innanríkisráðherra viðurkennir að hún hafi „ekki djúpa þekkingu“ á útlendingamálum

Innanríkisráðherra viðurkennir að hún hafi „ekki djúpa þekkingu“ á útlendingamálum

Ólöf Nordal telur stefnu Íslands í útlendingamálum ganga út á mannúð en viðurkennir að þekking hennar á málaflokknum sé af skornum skammti: „Þá get ég ekki sagt að ég hafi haft einhverja djúpa þekkingu á því sem þarna gerist.“

Reyndu að stöðva birtingu viðtals við flóttamenn

Reyndu að stöðva birtingu viðtals við flóttamenn

Útlendingastofnun sendi bréf á RÚV þar sem þess var krafist að viðtal við hælisleitendur Arnarholti yrði ekki sýnt í sjónvarpinu.