Fjármálaráðuneytið
Aðili
Fjármálaráðuneytið: Lægsta mögulega greiðslubyrði verðtryggðra lána verður hærri – Víðtækar undanþágur frá banni

Fjármálaráðuneytið: Lægsta mögulega greiðslubyrði verðtryggðra lána verður hærri – Víðtækar undanþágur frá banni

·

Ungt fólk og tekjulágir munu njóta undanþágu frá banni við jafngreiðslulánum til meira en 25 ára og þannig áfram geta notið þeirrar lágu greiðslubyrði sem er á lengri lánum.

Margfalt meiri kostnaður af skattsvikum en bótasvikum

Margfalt meiri kostnaður af skattsvikum en bótasvikum

·

Gríðarlegur munur er á áætluðu umfangi skattsvika og bótasvika á Íslandi.

Óttast að aðhaldið bitni á heilbrigðisstofnunum og kjörum ríkisstarfsmanna

Óttast að aðhaldið bitni á heilbrigðisstofnunum og kjörum ríkisstarfsmanna

·

Í upphaflegri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að brugðist verði við kaupmáttaraukningu hjá ríkisstarfsmönnum umfram 0,5 prósent með niðurskurði eða hækkun gjalda. Áætlunin gæti tekið umtalsverðum breytingum í meðförum þingsins.

Séreignasparnaðarleið Sigmundar og Bjarna gagnaðist helst þeim tekjuhæstu

Séreignasparnaðarleið Sigmundar og Bjarna gagnaðist helst þeim tekjuhæstu

·

Húsnæðisúrræði um greiðslu séreignasparnaðar skattfrjálst inn á höfuðstól fasteignalána gagnast ekki tekjulágum. Kostnaður fyrir ríkissjóð nemur 2 milljörðum króna í ár. Sérfræðingahópur mælir einnig með breytingu á vaxtabótakerfinu eða aflagningu þess.

Segir Hvítbók gegnsýrða af hugmyndafræði og „orðfæri hagsmunaafla“

Segir Hvítbók gegnsýrða af hugmyndafræði og „orðfæri hagsmunaafla“

·

Ásgeir Brynjar Torfason, lektor við HÍ, segir höfunda Hvítbókar um fjármálakerfið „fylgja tæpum 14% landsmanna“ með því að ganga að því sem gefnu að dregið skuli úr eignarhaldi ríkisins á bönkunum.

OECD: Mikilvægt að beita skattkerfinu gegn ójöfnuði

OECD: Mikilvægt að beita skattkerfinu gegn ójöfnuði

·

26 ríkustu menn í heiminum eiga álíka mik­inn auð og fátæk­ari helm­ingur mannkyns samkvæmt nýrri skýrslu Oxfam. Fjármagnstekjuskattur er hagkvæm leið til að sporna gegn ójöfnuði að mati sérfræðinga OECD en skattlagning heildareigna getur einnig komið að gagni ef útfærslan er skynsamleg.

Hátekjufólki finnst skattarnir alltof háir

Hátekjufólki finnst skattarnir alltof háir

·

„Maður borgar bara þessa skatta og er hundfúll yfir því,“ segir stjórnarformaður fasteignafélags sem fékk meira en milljarð í fjármagnstekjur árið 2017. „Hlutverk skattsins á ekki að vera að jafna út tekjur,“ segir framkvæmdastjóri sem kallar eftir flatara skattkerfi. Tekjuháir Íslendingar sem Stundin ræddi við hafa áhyggjur af því að skattar dragi úr hvatanum til verðmætasköpunar og telja fjármagnstekjur skattlagðar of mikið.

Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi

Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi

·

Hvergi á Norðurlöndunum greiðir hátekjufólk jafn lága skatta og á Íslandi og engin Norðurlandaþjóð leggur lægri skatta á fjármagn og fyrirtæki. Hins vegar hefur skattbyrði lágtekjufjölskyldna aukist meira á Íslandi frá aldamótum heldur en í öllum hinum OECD-ríkjunum.

Glitnisskjölin: Ráðuneyti Bjarna svarar ekki spurningum um skattskil hans og hagsmunaskráningu

Glitnisskjölin: Ráðuneyti Bjarna svarar ekki spurningum um skattskil hans og hagsmunaskráningu

·

Fjármálaráðuneytið svarar ekki spurningum um viðskipti Bjarna Benediktssonar í Glitnisskjölunum. Óljóst hvort eða með hvaða hætti Bjarni greiddi skatta af 67 milljóna króna skuldaniðurfellingu. Bjarni er æðsti yfirmaður skattamála á Íslandi.

Ráðuneytið dró upp villandi mynd af fjárhagsvanda Íslandspósts

Ráðuneytið dró upp villandi mynd af fjárhagsvanda Íslandspósts

·

Fjármálaráðuneytið réttlætti 500 milljóna lánveitingu með misvísandi hætti og rakti fjárhagsvanda Íslandspósts til bréfapósts og alþjónustu þrátt fyrir að slík þjónusta hafi skilað umtalsverðum hagnaði undanfarin ár.

Bjarni valdi Illuga í enn eina stjórnina

Bjarni valdi Illuga í enn eina stjórnina

·

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tilnefndi Illuga Gunnarsson sem formann stjórnar Orkubús Vestfjarða. Gegnir hann nú þremur stöðum sem ráðherrar Sjálfstæðisflokks hafa valið hann í eftir að hann hætti í stjórnmálum. Tekjur hans af þessu, auk biðlauna, hafa verið að meðaltali rúm 1,1 milljón á mánuði.

Forsætisráðuneytið greiddi Ásgeiri Jónssyni rúmar 13 milljónir fyrir skýrslu

Forsætisráðuneytið greiddi Ásgeiri Jónssyni rúmar 13 milljónir fyrir skýrslu

·

Ásgeir vann í yfir eitt þúsund klukkutíma sem formaður nefndar um peningastefnu Íslands og framtíð krónunnar.