Meðlimir rannsóknarnefndar Alþingis eru sakaðir um hlutdrægni og þröngsýni í skýrslu sem fjármálaráðuneyti Bjarna Benediktssonar greiddi 10 milljónir fyrir. Forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands segir erfitt að svara því hvort skýrsla Hannesar hefði staðist formlega ritrýni.
Listi
Fimm tillögur að aðgerðum sem breytt hefðu stjórnmálasögunni
Skýrsla starfshóps um traust í stjórnmálum lagði fram 25 tillögur til að stuðla að menningarlegum breytingum hjá hinu opinbera til að efla traust. Tillögur snéru meðal annars að gagnsæi, upplýsingarskyldu, hraða málsmeðferðar, og hagsmunaskráningu og siðareglum.
FréttirFjármálahrunið
Tapaðar kröfur upp á 640 milljónir
Arion banki var stærsti kröfuhafinn í þrotabú Ingólfs Helgasonar. Hann var úrskurðaður gjaldþrota í mars en tilkynnt var um skiptalok í dag. Ekkert fékkst upp í lýstar kröfur.
Fréttir
Sömu niðurstöður í tveimur hrunskýrslum Hannesar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson birti skýrslu um erlenda áhrifaþætti hrunsins á vef evrópskrar hugveitu íhaldsmanna, en óbirt skýrsla um sama efni fyrir fjármálaráðuneytið er þremur árum á eftir áætlun. „Sama efni sem hann fjallar um og á að vera í hinni skýrslunni,“ segir forstöðumaður Félagsvísindastofnunar, sem hyggst ekki lesa hana. Ráðuneytið hefur þegar greitt 7,5 milljónir fyrir vinnuna.
Hannes Hólmsteinn birti í dag skýrslu um hrunið á vef hugveitu evrópskra íhaldsmanna. Skýrsla um sama málefni fyrir fjármálaráðuneytið hefur ekki verið birt og er þremur árum á eftir áætlun. „Alls ekki sama skýrslan,“ segir Hannes, sem dregur þá ályktun að erlendir aðilar hafi orsakað bankahrunið.
Fréttir
Félag sonar Karls í lykilstöðu sem nýr leigusali Læknavaktarinnar
Fjárfestirinn Karl Wernersson er gjaldþrota en sonur hans er skráður eigandi eigna sem hann átti áður. Félagið Faxar ehf. er eigandi Lyfja og heilsu og 35 fasteigna. Faxar ehf. hefur gert 10 ára leigusamning við Læknavaktina um húsnæði í Austurveri.
Fréttir
Niðurstaða Mannréttindadómstólsins stangast á við þungar ásakanir Geirs og ummæli hans um „smáatriði“
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi sendiherra Íslands í Washington, setti fram þungar ásakanir á hendur níu dómurum í kjölfar dómsuppkvaðningar Landsdóms.
Fréttir
Umtalaðasta símtalið birt: „Þetta eru 100 milljarðar, spítalinn og Sundabrautin“
Efni símtals Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde stangast á við síðari málsvörn Geirs, sem sagðist síðar hafa „tekið rétta ákvörðun“ þegar hann hafi „leyft“ bönkunum að falla. Þvert á móti lagði hann sig fram um að lána Kaupþingi 100 milljarða króna af fé ríkisins til að halda bankanum á floti.
Fréttir
Átta atriði um hið fordæmalausa Marple-mál
Dómur féll nýverið á nýjan leik í héraðsdómi í Marple-málinu svokallaða. Hæstiréttur hafði ómerkt fyrri niðurstöðuna vegna vanhæfis eins af meðdómendunum. Málið er einstakt að mörgu leyti en um sérstaklega alvarlegan fjárdrátt var um að ræða. Þá beitti héraðsdómur í fyrsta skipti í hrunmálunum refsiþyngingarákvæði hegningarlaga þegar hann ákvað refsingu Hreiðars Más í málinu.
ViðtalFjármálahrunið
„Það var öskrað á mig og mér hótað“
„Ég er kaldastríðsbarn,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins. Hún var í miðju atburðanna þegar hrunið varð, mætti ævareiðum þýskum kröfuhöfum og segir frá uppnámi þegar Davíð Oddsson lenti í rimmu við Paul Thomsen, stjórnanda Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hún fékk síðan óvænt símtal frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni um að verða utanríkisráðherra, en segir að hann hafi gert mistök í Wintris-málinu og að sættir verði að nást í Framsóknarflokknum.
FréttirFjármálahrunið
Forseti hagfræðideildar: Fjármagnshöftin fólu í sér mannréttindabrot
„Virkir athugasemdir eltu mig jafnvel til útlanda,“ segir Ásgeir Jónsson í pistli þar sem hann fjallar um viðtökur bókar sinnar um hrunið sem kom út árið 2009. Segir fækkun „virkra í athugasemdum“ til marks um betra atvinnuástand á Íslandi.
FréttirFjármálahrunið
4,3 milljarða skuldir Aska Capital afskrifaðar
Eignasafn Seðlabankans var stærsti kröfuhafinn.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.