Veröld Maariu Päivinen var umturnað í ágúst síðastliðnum þegar finnskur dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að endursenda ætti eins og hálfs árs gamlan son hennar til Íslands. Mæðginin hafa dvalið í Kvennaathvarfinu allar götur síðan. Maaria hefur kært íslenskan barnsföður sinn til lögreglu fyrir að brjóta á sér, en hann þverneitar sök og segir hana misnota aðstöðu Kvennaathvarfsins.
Viðtal
Meira jólastress á Íslandi en í Finnlandi
Satu Rämö, sem stofnaði Finnsku búðina ásamt vinkonu sinni fyrir fimm árum, er komin með íslenskan ríkisborgararétt. Hún segir Finna og Íslendinga mjög ólíka.
GagnrýniJólabækur
Samhengi hlutanna frá kæstum hákarli til íslenska rækjusalatsins
Sænski kokkurinn Magnus Nilsson hefur gefið út alveg dásamlegan doðrant um norræna matarmenningu. Fátt er Magnusi óviðkomandi í bókinni og fá margir íslenskir þjóðarréttir gott pláss, meðal annars kæstur hákarl og íslenskt rækjusalat.
Úttekt
Það sem Ísland gæti lært af finnska skólakerfinu
Árum saman hefur menntakerfi Finnlands verið annálað fyrir framsækni og árangur, sem meðal annars birtist í góðum niðurstöðum PISA-rannsóknanna. Hvað hafa Íslendingar gert sem gerir það að verkum að okkar árangur er ekki eins góður, og hvað hafa Finnar gert rétt sem við getum tekið upp hér á landi?
Fréttir
Það sem Panamaskjölin opinbera um Norðurlöndin
Stærstu bankar Norðurlanda, eins og DNB og Nordea, eru viðriðnir vafasöm viðskipti í gegnum útibú sín í Lúxemborg. Í Noregi, Svíþjóð og Danmörku hafa bankar aðstoðað einstaklinga í samskiptum sínum við panamísku lögmannsstofuna Mossack Fonseca, og víða er pottur brotinn þótt ekkert landanna komist með tærnar þar sem Ísland er með hælanna.
FréttirLandflótti
Flóttinn frá Íslandi: „Höfuðstóllinn lækkar í réttu hlutfalli við afborgun“
Heimir Jón, íþróttakennari og fimleikaþjálfari, í Espoo í Finnlandi.
Rannsókn
Vafasamar tengingar stærsta gagnavers landsins
Orkufrekasta gagnaver Íslands hýsir bitcoin-vinnslu og mun nota um eitt prósent af allri orku í landinu. Starfsemin er fjármögnuð af fyrrum forsætisráðherra Georgíu, sem tengdur hefur verið við spillingarmál. Hagnaðurinn skiptir milljörðum en óljóst er hvar hann birtist.
Íslenskur fjölmiðlafræðingur þýðir og skrifar fréttir fyrir kínverska fréttasíðu sem fjallar um kínverska drauminn, velgengni kínverskra vara og ótrúlega hækkun verðbréfa.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.