Ferðaþjónusta
Fréttamál
Vara við eyðileggingu ósnortinnar náttúru á Íslandi

Vara við eyðileggingu ósnortinnar náttúru á Íslandi

Óbyggðirnar eru auðlind Íslendinga, að mati OECD, Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu. Hún varar við efnahagslegum áhrifum af eyðileggingu hennar í nýrri skýrslu um Ísland.

Íslenskir leiðsögumenn segja frá kjarabrotum og hættu

Íslenskir leiðsögumenn segja frá kjarabrotum og hættu

Réttindabrot á vinnumarkaði

Leiðsögumenn lýsa alvarlegum vandamálum innan ferðaþjónustunnar á Íslandi og áhyggjum á hvaða leið hún er. „Mér fannst þetta vera orðið hættulegt,“ segir leiðsögumaður um vinnuaðstæður sínar.

Græða á því að rukka fólk ólöglega fyrir að sjá náttúruperlur

Græða á því að rukka fólk ólöglega fyrir að sjá náttúruperlur

Þrír landeigendur svæða á náttúruminjaskrá rukka fyrir aðgang án heimildar ríkisins eða Umhverfisstofnunar, sem er á skjön við náttúruverndarlög. Stefna ríkisstjórnarinnar er að hefja svokallaða „skynsamlega gjaldtöku“ á ferðamönnum og búist er við frumvarpi frá umhverfisráðherra fyrir haustþing í þeim tilgangi, en þangað til er lögmæti gjaldtöku óviss.

Friðlýst náttúra óvarin fyrir niðurníðslu

Friðlýst náttúra óvarin fyrir niðurníðslu

Um 70 til 80 friðlýst náttúrusvæði eru óvarin af landvörðum vegna áherslu yfirvalda. Landvörðum hefur ekki fjölgað nándar nærri jafnmikið og erlendum ferðamönnum og segja sérfræðingar hjá Umhverfisstofnun að friðlýst svæði liggi undir skemmdum vegna ágangs. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra segir að landvörðum verði fjölgað.

Endalok Íslands

Rajan Parrikar

Endalok Íslands

Rajan Parrikar

„Mér líður eins og það sé sé verið að brjóta gegn landinu,“ skrifar Rajan Parrikar, indverskur ljósmyndari, sem hefur dáðst að íslenskri náttúru en skrifar nú um eyðileggingu landsins.

Ótti og grátur eftir störf á farfuglaheimili á Selfossi

Ótti og grátur eftir störf á farfuglaheimili á Selfossi

Réttindabrot á vinnumarkaði

Sumarið 2014 voru tvær pólskar konur ráðnar í starf á Farfuglaheimilinu á Selfossi. Himinn og haf var á milli þess hvernig starfið var auglýst og hvernig það var í raun. Vinnutími var mun lengri, frí var mun minna, matur var ekki innifalinn og laun ekki greidd. Með hjálp stéttarfélagsins Bárunnar tókst þeim að flýja og sækja þau laun sem þau áttu inni. Eigandi farfuglaheimilisins segir málið vera uppspuna og vísar í reglur sem ekki eru til.

Þeir sem þrífa diskana og drífa áfram hagvöxt í nýja góðærinu

Þeir sem þrífa diskana og drífa áfram hagvöxt í nýja góðærinu

Erlendu vinnuafli fjölgar í láglaunastörfum tengdum ferðaþjónustu. Síðustu ár hefur ferðaþjónustan drifið áfram mikinn hagvöxt og kaupmáttur launa er nú í sögulegu hámarki. Erlendir starfsmenn lenda á botni tekjuskiptingarinnar og vinna störf við ræstingar og þjónustu sem knýja áfram vöxt ferðaþjónustunnar.

Með Bæjarins bestu í baksýnisspeglinum

Lára Guðrún Jóhönnudóttir

Með Bæjarins bestu í baksýnisspeglinum

Lára Guðrún Jóhönnudóttir

Hefurðu heyrt af indverska ferðamanninum sem keypti sex flíspeysur á 320 þúsund krónur við Gullna hringinn trúandi því að þær kostuðu 40 krónur og hjónin sem týndust í leit að Bæjarins bestu með pulsustaðinn í baksýnisspeglinum? Lára Guðrún Jóhönnudóttir deilir sögum af óförum og ævintýrum ferðamanna á Íslandi frá ferli sínum í ferðaþjónustunni.

Náttúrupassi, ívilnanir og aðstoðarmenn í kosningaham

Náttúrupassi, ívilnanir og aðstoðarmenn í kosningaham

Staða Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, innan Sjálfstæðisflokksins er veikari en nokkru sinni fyrr. Hvert vandræðamálið á fætur öðru hefur sett svip á ráðherraferil hennar. Eftir að tilkynnt var um haustkosningar réði ráðherrann sér nýjan aðstoðarmann sem lætur ekki sitt eftir liggja í kynningarmálum fyrir prófkjörsbaráttu Ragnheiðar Elínar.

Innviðir grotna niður í góðærinu

Innviðir grotna niður í góðærinu

Hið opinbera heldur enn að sér höndum í fjárfestingu innviða þrátt fyrir uppsafnaða framkvæmdaþörf, skemmda vegi og stórkostlega fjölgun ferðamanna. Forystufólk í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum vill halda fjárfestingarstigi hins opinbera í lágmarki næstu fimm árin og láta einkaaðilum eftir sviðið. 

Skuggahliðar ferðamennskunnar

Skuggahliðar ferðamennskunnar

Töluvert færri Íslendingar kusu að ferðast innanlands í sumar miðað við undanfarin ár. Fjölgun erlendra ferðamanna þrýstir upp verði og þá hefur átroðningur á vinsælum ferðamannastöðum valdið því að sífellt fleiri krefjast gjalds af ferðamönnum sem vilja skoða íslenska náttúru. Þrátt fyrir að ferðaþjónustan hafi skapað fjölmörg störf er þessari nýju atvinnugrein meðal annars haldið uppi af illa launuðu starfsfólki og jafnvel erlendum sjálfboðaliðum. Eru Íslendingar að verða láglaunað þjónustufólk fyrir lúxus-ferðamenn á meðan örfáir, útvaldir, græða?

Hótel í Skipholti rekið í leyfisleysi

Hótel í Skipholti rekið í leyfisleysi

Hótelið Reykjavík Hotel Center hefur verið rekið án tilskildra leyfa í marga mánuði. Ljóst er að þrátt fyrir að sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu sé kunnugt um ólöglega starfsemi þá er hótelið enn starfandi.