Ferðaþjónusta
Fréttamál
WOW air birtir ársuppgjör seinna en í fyrra af „engri ástæðu“

WOW air birtir ársuppgjör seinna en í fyrra af „engri ástæðu“

WOW air skilaði uppgjöri í febrúar í fyrra, en hefur ekki skilað uppgjöri í ár. Sonur bankastjóra Arion banka, viðskiptabanka WOW air, er lykilstarfsmaður hjá flugfélaginu.

Fallið í ferðaþjónustunni: Þegar græðgi er ekki góð

Fallið í ferðaþjónustunni: Þegar græðgi er ekki góð

Mörg helstu fyrirtæki í ferðaþjónustu eru rekin með tapi og samdráttur er hafinn. Hagfræðingarnir Gylfi Zoëga og Þórólfur Matthíasson segja of „hátt verðlag“ og „ofsókn“ vera helstu ástæðurnar fyrir samdrættinum í ferðaþjónustunni á Íslandi. Í fyrsta skipti frá 2010 er stöðnun í aukningu á komu ferðamanna til Íslands.

Er Icelandair að flýja íslenskan hótelmarkað vegna samdráttar?

Er Icelandair að flýja íslenskan hótelmarkað vegna samdráttar?

Söluverð hótelkeðju Icelandair gæti numið á bilinu 10 til 13 milljarðar króna. Ólíklegt að Icelandair hafi sagt alla söguna um ástæður sölu hótelanna.

Lífeyrissjóðirnir tapa á dýrum fjárfestingum í rútufyrirtækjum

Lífeyrissjóðirnir tapa á dýrum fjárfestingum í rútufyrirtækjum

Stóru íslensku rútufyrirtækin voru gróðavélar á árunum fyrir 2016 en nú er öldin önnur. Fjárfestingarfélög lífeyrisjóðanna keyptu sig inn í Kynnisferðir, Gray Line og Hópbíla á árunum 2015 og 2016 og nú hefur reksturinn snúist við. Eign sjóðanna í Gray Line hefur verið færð niður um 500 milljónir og hlutur þeirra í Kynnisferðum hefur rýrnað um nokkur hundruð milljónir.

Erlendum ferðamönnum í apríl fækkar milli ára

Erlendum ferðamönnum í apríl fækkar milli ára

Brottfarir erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll voru 4% færri í apríl en í fyrra. Hægt hefur verulega á fjölgun ferðamanna milli ára.

Kópavogsbær lánar félagi tengdu WOW air 188 milljónir

Kópavogsbær lánar félagi tengdu WOW air 188 milljónir

Félag í samstæðu flugfélagsins WOW air fékk lán frá Kópavogsbæ fyrir lóðagjöldum út af byggingu höfuðstöðva og hótels í bænum. Arion banki veitti samstæðu WOW air 650 milljóna króna lán fyrir hótelbyggingum á varnarliðssvæðinu gamla. WOW air svarar spurningum um fjármögnun félagsins en í stjórnkerfinu fer nú fram vinna við hvernig bregðast eigi við mögulegum rekstrarerfiðleikum fyrirtækja í ferðaþjónustu, stærstu og mikilvægustu atvinnugrein íslensku þjóðarinnar.

Hestaleigur græða tugi milljóna á félagslegum undirboðum

Hestaleigur græða tugi milljóna á félagslegum undirboðum

Réttindabrot á vinnumarkaði

Notfæra sér ódýrt vinnuafl í stórum stíl og fylgja hvorki lögum né kjarasamningum.

„Þannig að fyrirtækið skuldar mér helling af peningum?“

„Þannig að fyrirtækið skuldar mér helling af peningum?“

Réttindabrot á vinnumarkaði

„Skipulagður þjófnaður af launum starfsfólksins“ er eitt af viðfangsefnum vinnustaðaeftirlits stéttarfélaganna. Blaðamaður fylgdi sérfræðingum VR og Eflingu inn á vinnustaði til að ræða við starfsfólk og uppljóstra um kjarabrot.

Þjóðarréttir Íslendinga eru í vegasjoppunum

Anders Svensson

Þjóðarréttir Íslendinga eru í vegasjoppunum

Anders Svensson

Eru svið, lambasteik, hrútspungar og skyr sannarlega þjóðarréttir Íslendinga eða þarf að bæta einhverjum nútímamat við þann lista? Anders Svensson, sænskur leiðsögumaður sem leiðir ferðamenn um Ísland, veltir þessu fyrir sér.

Bjánaskapur Icelandair

Anders Svensson

Bjánaskapur Icelandair

Anders Svensson

Anders Svensson, sænskur blaðamaður og leiðsögumaður sem kemur til Íslands oft á ári með ferðamenn, telur kynningu Icelandair á Íslandi og íslenskri þjóð vera beinlínis hættulega.

Pálmi tekur 370 milljóna arð til félags í Lúx

Pálmi tekur 370 milljóna arð til félags í Lúx

Góðærið á Íslandi hefur skotið traustum fótum undir ferðaskrifstofu Pálma Haraldssonar enda hafa Íslendingar aldrei ferðast meira til útlanda.

Á ferð með eftirlitinu: Lygar, ótti og reiði í Villta vestrinu

Á ferð með eftirlitinu: Lygar, ótti og reiði í Villta vestrinu

Réttindabrot á vinnumarkaði

Blaðamaður kynntist ótta erlendra starfsmanna og ósannindum og reiði vinnuveitenda í eftirlitsferð ASÍ og SA um vinnustaði á Snæfellsnesinu. Dæmi fundust um starfsfólk á 100 þúsund króna mánaðarlaunum, fólk án ráðningasamninga, vanefndir á launatengdum greiðslum og sjálfboðaliða í stað launaðs starfsfólks. Sérfræðingar segja að vinnustaðabrot gegn starfsfólki séu að færast í aukanna.