Takmörkuð svör um rannsókn á Laugalandi draga úr trausti kvennanna
Fátt er um svör um framgang rannsóknar á því hvort konur sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu Laugalandi hafi verið beittar harðræði eða ofbeldi. Gígja Skúladóttir, ein kvennanna sem steig fram og sagði sína sögu, segir leyndarhyggjuna óheppilega.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Gögn um meðferðarheimilið Laugaland fást ekki afhent
Barnaverndarstofa synjaði afhendingu á gögnum þar sem ofbeldi á hendur stúlkum sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu Laugalandi var lýst fyrir Braga Guðbrandssyni, þáverandi forstjóra stofnunarinnar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók sér sjö og hálfan mánuð til að staðfesta synjunina.
FréttirLaugaland/Varpholt
Félagsmálaráðuneytið brýtur upplýsingalög í Laugalandsmálinu
Félagsmálaráðuneytið svarar ekki bréfum kvenna sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu Laugalandi né heldur erindi lögmanns kvennanna. Lögbundinn frestur til að svara erindunum er útrunninn. Þrátt fyrir loforð þar um hefur Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra ekki boðið konunum til fundar að nýju.
FréttirLaugaland/Varpholt
Stúlkurnar af Laugalandi segja Ásmund Einar hunsa sig
Konur sem lýst hafa því að hafa verið beittar ofbeldi á meðferðarheimilinu Laugalandi hafa ekki fengið svar við tölvupósti sem var sendur Ásmundi Einari Daðasyni félagsmálaráðherra fyrir átján dögum síðan „Það átti greinilega aldrei að fara fram nein alvöru rannsókn,“ segir Gígja Skúladóttir.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Ásmundur Einar mun hvetja til að rannsókn á Laugalandsmáli verði hraðað
Tryggt verður að fjárskortur standi því ekki fyrir þrifum að hægt verði að rannsaka hvort stúlkur sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu hafi sætt illri meðferð og ofbeldi, segir félagsmálaráðherra.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Rannsókn á meðferðarheimilinu Laugalandi ekki enn hafin
Mánuður er liðinn síðan Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar var falið að rannsaka hvort stúlkur á Laugalandi hefðu verið beittar harðræði eða ofbeldi. Settur forstjóri hefur ekki svarað spurningum Stundarinnar og forstjóri Barnaverndarstofu vill ekki veita viðtal.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Forstjóri Barnaverndarstofu beitti sér hart til varnar Ingjaldi
Bragi Guðbrandsson, þáverandi forstjóri Barnaverndarstofu, lagðist þungt á ritstjóra og blaðamann DV vegna umfjöllunar um meint ofbeldi af hálfu Ingjalds Arnþórssonar, þáverandi forstöðumanns meðferðarheimilisins á Laugalandi. Þá beitti Bragi sér fyrir því að félagsmálaráðuneytið kannaði ekki ásakanir á hendur Ingjaldi og mælti með að ráðherra tjáði sig ekki um málið.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Bragi beitti sér gegn því að ráðuneytið kannaði ábendingar um ofbeldi
Fyrrverandi forstjóri Barnaverndarstofu, Bragi Guðbrandsson, hvatti félagsmálaráðherra til að gera sem minnst úr ásökunum á hendur forstöðumanni meðferðarheimilisins Laugalands, Ingjaldi Arnþórsyni, við fjölmiðla. Þá lagðist hann einnig gegn því að félagsmálaráðuneytið aflaði gagna um málið.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Ítrekaðar upplýsingar bárust um illa meðferð á Laugalandi en Barnaverndarstofa brást ekki við
Gögn frá umboðsmanni barna sýna að þangað bárust ítrekaðar tilkynningar á árunum 2000 til 2010 um slæmar aðstæður barna á vistheimilunum Varpholti og Laugalandi, sem rekið var af sömu aðilum. Var Barnaverndarstofu gert viðvart vegna þess. Fleiri kvartanir bárust beint til Barnaverndarstofu, en þáverandi forstjóri, Bragi Guðbrandsson, kannaðist ekkert við málið þegar leitað var svara við því af hverju ekki var brugðist við og starfsemin aldrei rannsökuð.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Rannsókn á Laugalandi líklega ákveðin á miðvikudag
Fulltrúar kvenna sem lýst hafa ofbeldi á meðferðarheimilinu Laugalandi funduðu með Ásmundi Einari Daðasyni félags- og barnamálaráðherra fyrir helgi. Annar fundur hefur verið boðaður á miðvikudaginn.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Forstjóri Barnaverndarstofu styður rannsókn á Laugalandi
Heiða Björg Pálmadóttir fundaði í gær með fulltrúum kvenna sem lýst hafa ofbeldi á meðan þær voru vistaðar á meðferðarheimilinu í Varpholti og Laugalandi. Konurnar segja að þeim hafi verið vel tekið og að Heiða Björg hafi sagst styðja að opinber rannsókn færi fram.
FréttirCovid-19
Loks opnað fyrir umsóknir um sérstaka frístundastyrki
Upphæðin verður fimm þúsund krónum lægri en lofað var. Styrkirnir áttu að nýtast til tómstunda í sumar en það gekk ekki eftir. Fjárheimild lá fyrir í sex mánuði án þess að vera nýtt.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.