
RÚV rak fréttamann sem átti í deilum um launagreiðslur
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir að deilur séu uppi um túlkun á kjarasamningi. Fleiri en einn fréttamaður eigi í þeirri kjaradeilu og hún hafi ekkert með uppsagnir að gera. Félag fréttamanna gagnrýnir niðurskurð á fréttastofu Ríkisútvarpsins.