Erlent
Flokkur
Öngstræti Mueller-rannsóknarinnar

Öngstræti Mueller-rannsóknarinnar

·

Fyrir rúmri viku síðan, fimmtudaginn 18. apríl, birti dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna stytta og ritskoðaða útgáfu af skýrslu Robert Mueller. Þar með kom skýslan, eða hluti hennar í það minnsta, fyrir augu almennings í fyrsta sinn, því það eina sem hafði birst fram að því var fjögurra blaðsíðna endursögn Willaim Barr á helstu niðurstöðum skýrslunnar.

Lánabækur, lekar og leynikisur

Lánabækur, lekar og leynikisur

·

Julian Assange og Wikileaks eru aftur í heimsfréttunum en á dögunum var stofnandi lekasíðunnar handtekinn í sendiráði Ekvador í Lundúnum eftir sjö ára langt umsátur lögreglu. Gefin hefur verið út ákæra á hendur honum í Bandaríkjunum fyrir að birta leyniskjöl og framtíð hans er óráðin. Assange og Wikileaks hafa haft sterkar tengingar við Ísland frá því áður en flestir heyrðu þeirra getið á heimsvísu.

Aftur til tunglsins - og þaðan til Mars?

Aftur til tunglsins - og þaðan til Mars?

·

Bandaríkjastjórn hefur fyrirskipað geimvísindastofnuninni NASA að senda mann til tunglsins innan fimm ára. Vonin er að með þessu megi endurvekja þann anda sem leiddi til ótrúlegra stórvirkja á sviði geimtækni á síðustu öld en tækniþróunin hefur haldist í hendur við ótta og hættur frá upphafi.

Tímamót í sögu mannkyns: Mynd birt af svartholi

Tímamót í sögu mannkyns: Mynd birt af svartholi

·

Fyrsta myndin af svartholi samræmist kenningum vel, að sögn vísindamanna.

Dómur Landsréttar vegna umfjöllunar um hvarf Íslendings

Dómur Landsréttar vegna umfjöllunar um hvarf Íslendings

·

Stundin og fyrrverandi blaðamaður eru dæmd til að greiða 3,6 milljónir króna vegna umfjöllunar um hvarf Friðriks Kristjánssonar í Paragvæ. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að ónefndur Íslendingur í greininni sé Guðmundur Spartakus Ómarsson.

Uppáhaldsdóp Hitlers flæðir um allt

Uppáhaldsdóp Hitlers flæðir um allt

·

Lyfjarisinn Purdue Pharma samþykkti á dögunum að greiða meira en 32 milljarða íslenskra króna í skaðabætur vegna þess mikla fjölda sem hefur orðið háður OxyContin og skyldum lyfjum í ríkinu Oklahoma. Fleiri málsóknir eru í undirbúningi en fyrirtækinu er kennt um fíknifaraldur sem hefur dregið meira en 200 þúsund Bandaríkjamenn til dauða og teygir nú anga sína til Íslands.

Reiðiherbergið Bretland

Valur Gunnarsson

Reiðiherbergið Bretland

Valur Gunnarsson
·

Rýnt í Brexit með aðstoð glímufjölskyldu og djúpsteikts kjúklings.

Stærsta verkfallsbylgja í áratugi skekur Bandaríkin

Stærsta verkfallsbylgja í áratugi skekur Bandaríkin

·

Meðan stöðug fjölmiðlaupphlaup og endalaus, og oft nánast óskiljanleg hneykslismál Bandaríkjafoseta, hafa gleypt athygli fjölmiðla hefur ein stærsta frétt síðasta árs í Bandaríkjunum að mestu farið framhjá almenningi: Stærsta bylgja verkfalla og vinnustöðvana síðustu hálfrar aldar skekur nú Bandaríkin.

Ertu ekki að grínast?

Ertu ekki að grínast?

·

Grínistar ná ítrekað kjöri í valdastöður, eins og stefnir í með forsetaembættið í Úkraínu.

Að rita nafn sitt með blóði

Að rita nafn sitt með blóði

·

28 ára gamall Ástrali réðst á dögunum inn í tvær moskur í Nýja-Sjálandi og skaut 50 manns til bana af pólitískum ástæðum um leið og hann streymdi myndum af hörmungunum á samfélagsmiðlum. Maðurinn lítur sjálfur á sig sem hluta af vestrænni hefð sem þurfi að verja með ofbeldi. Voðaverkum hans var fagnað víða um heim, meðal annars í athugasemdakerfum íslenskra fjölmiðla.

Drápsvélmenni fortíðar og framtíðar

Drápsvélmenni fortíðar og framtíðar

·

Bandaríska varnarmálaráðuneytið hóf nýlega útboð á samningum til að þróa og framleiða drápsvélmenni framtíðarinnar. Hugmyndin, um að nota ómönnuð vopn í hernaði, er reyndar ekki ný af nálinni en aldrei fyrr hafa möguleikarnir verið jafn margir eða eins ógnvekjandi.

Berlínarbúar vilja banna sína Gamma

Berlínarbúar vilja banna sína Gamma

·

Íbúar höfuðborgar Þýskalands ræða nú um það í fullri alvöru hvort rétt sé að banna stóru leigufélögin í borginni, taka hús þeirra eignarnámi, og leigja íbúðirnar aftur út á samfélagslegum forsendum. Meirihluti Berlínarbúa eru hlynntir hugmyndinni sem gæti farið í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en langt um líður.