Fréttamál

Eldgos við Fagradalsfjall

Greinar

„Einstakur atburður“ í sögu þjóðar
VettvangurEldgos við Fagradalsfjall

„Ein­stak­ur at­burð­ur“ í sögu þjóð­ar

Leita þarf sjö þús­und ár aft­ur í tím­ann eft­ir sam­bæri­legu eld­gosi og því sem nú stend­ur yf­ir á Reykja­nesskaga. Krist­ín Jóns­dótt­ir eld­fjalla- og jarð­skjálfta­fræð­ing­ur tel­ur lík­legt að gos­ið geti stað­ið um tals­verða hríð en ólík­legt sé að það standi ár­um sam­an. „Dá­leið­andi feg­urð sem jafn­ast ekki á við neitt sem mað­ur hef­ur séð,“ seg­ir Andri Snær Magna­son rit­höf­und­ur.
Ljósanótt á Reykjanesi
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Ljós­anótt á Reykja­nesi

Höf­uð­ljós­in lýsa upp leið­ina nið­ur í Nátt­hagakrika, seint í gær­kvöldi. Ótrú­leg­ur fjöldi var sam­an­kom­in við gos­stöðv­arn­ar í gær, mið­viku­dag. Björg­un­ar­sveit­ar­mað­ur á staðn­um sagði mér, und­ir rós, að þeir hefðu áætl­að að um 5.000 manns hefðu ver­ið á svæð­inu þeg­ar mest var. Veð­ur­spá­in fyr­ir gossvæð­ið í Geld­ing­ar­döl­um nú um helg­ina er ekki góð, stíf norð­anátt og fimb­ul­kuldi. Ekki ör­vænta, það mun gjósa þarna lengi, jafn­vel ára­tugi.
Landið logar
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Land­ið log­ar

Við fyrstu sýn úr lofti er gos­ið svo agn­arsmátt í land­inu. Um­brot­in eru svo stutt frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu að það tek­ur ein­ung­is 15 mín­út­ur að kom­ast á lít­illi rellu að Fagra­dals­fjalli úr Skerja­firði. Mynd­in breyt­ist þeg­ar mað­ur horf­ir nið­ur á fólk­ið, sem virk­ar svo agn­arsmátt sam­an­bor­ið við eld­s­pú­andi strýt­una, nýtt hraun­ið. Þá spyr mað­ur sig; opn­ast ný sprunga? Hve lengi mun gjósa? Hvert mun allt hraun­ið renna þeg­ar dal­verp­ið fyll­ist? Af hverju er nýja hraun­ið svona gam­alt, boð­ar það gott eða slæmt?
Að hrauna yfir landið
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Að hrauna yf­ir land­ið

Það var ein­stak­lega til­komu­mik­ið að sjá eld­gos­ið í Geld­inga­dal í gær. Þús­und­ir streymdu til og frá gos­stöðv­un­um, eins og eng­inn væri morg­undag­ur­inn. En hann kom snemma, sér­stak­lega fyr­ir þá sem mættu seint og voru illa bún­ir að tak­ast á við vætu og kulda í nótt. En sjón­arspil­inu við Fagra­dals­fjall held ég að eng­inn gleymi, enda ein­stak­lega fal­legt hraungos. Næsta stóra mál er að tryggja gott og ör­uggt að­gengi, svo all­ir sem einn fái og geti not­ið þess að upp­lifa þessa stór­brotnu nátt­úru­feg­urð.

Mest lesið undanfarið ár