Fréttamál

Eldgos við Fagradalsfjall

Greinar

Vá
MyndirEldgos við Fagradalsfjall

Páll Stef­áns­son ljós­mynd­ari fór aft­ur að eld­gos­inu í kvöld.
Ljósanótt á Reykjanesi
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Ljós­anótt á Reykja­nesi

Höf­uð­ljós­in lýsa upp leið­ina nið­ur í Nátt­hagakrika, seint í gær­kvöldi. Ótrú­leg­ur fjöldi var sam­an­kom­in við gos­stöðv­arn­ar í gær, mið­viku­dag. Björg­un­ar­sveit­ar­mað­ur á staðn­um sagði mér, und­ir rós, að þeir hefðu áætl­að að um 5.000 manns hefðu ver­ið á svæð­inu þeg­ar mest var. Veð­ur­spá­in fyr­ir gossvæð­ið í Geld­ing­ar­döl­um nú um helg­ina er ekki góð, stíf norð­anátt og fimb­ul­kuldi. Ekki ör­vænta, það mun gjósa þarna lengi, jafn­vel ára­tugi.
Svona var ástandið við eldgosið
VettvangurEldgos við Fagradalsfjall

Svona var ástand­ið við eld­gos­ið

Fólk streymdi upp stik­aða stíg­inn að eld­gos­inu í gær eins og kvika upp gos­rás. Ástand­ið minnti meira á úti­há­tíð en nátt­úru­ham­far­ir.
Landið logar
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Land­ið log­ar

Við fyrstu sýn úr lofti er gos­ið svo agn­arsmátt í land­inu. Um­brot­in eru svo stutt frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu að það tek­ur ein­ung­is 15 mín­út­ur að kom­ast á lít­illi rellu að Fagra­dals­fjalli úr Skerja­firði. Mynd­in breyt­ist þeg­ar mað­ur horf­ir nið­ur á fólk­ið, sem virk­ar svo agn­arsmátt sam­an­bor­ið við eld­s­pú­andi strýt­una, nýtt hraun­ið. Þá spyr mað­ur sig; opn­ast ný sprunga? Hve lengi mun gjósa? Hvert mun allt hraun­ið renna þeg­ar dal­verp­ið fyll­ist? Af hverju er nýja hraun­ið svona gam­alt, boð­ar það gott eða slæmt?
Nýr veruleiki: Höfuðborgarbúar með útsýni yfir eldgos
FréttirEldgos við Fagradalsfjall

Nýr veru­leiki: Höf­uð­borg­ar­bú­ar með út­sýni yf­ir eld­gos

Jarð­eld­ur­inn í Geld­inga­dal er orð­inn vel sýni­leg­ur af höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Jarð­fræð­ing­ar velta upp mögu­leik­an­um á langvar­andi eld­gosi.
Geldingagígur ekki lengur ræfill og kominn með félaga
MyndirEldgos við Fagradalsfjall

Geld­ingagíg­ur ekki leng­ur ræf­ill og kom­inn með fé­laga

Gos­ið í Geld­inga­döl­um gæti ver­ið kom­ið til að vera til lengri tíma. Efna­sam­setn­ing bend­ir til þess að það komi úr möttli jarð­ar og lík­ist frem­ur dyngjugosi held­ur en öðr­um eld­gos­um á sögu­leg­um tíma.
Að hrauna yfir landið
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Að hrauna yf­ir land­ið

Það var ein­stak­lega til­komu­mik­ið að sjá eld­gos­ið í Geld­inga­dal í gær. Þús­und­ir streymdu til og frá gos­stöðv­un­um, eins og eng­inn væri morg­undag­ur­inn. En hann kom snemma, sér­stak­lega fyr­ir þá sem mættu seint og voru illa bún­ir að tak­ast á við vætu og kulda í nótt. En sjón­arspil­inu við Fagra­dals­fjall held ég að eng­inn gleymi, enda ein­stak­lega fal­legt hraungos. Næsta stóra mál er að tryggja gott og ör­uggt að­gengi, svo all­ir sem einn fái og geti not­ið þess að upp­lifa þessa stór­brotnu nátt­úru­feg­urð.
Himnaríki og helvíti
MyndirEldgos við Fagradalsfjall

Himna­ríki og hel­víti

Páll Stef­áns­son ljós­mynd­ari fór að gos­inu í Geld­inga­dal þeg­ar fólk­ið streymdi að í hættu­að­stæð­ur.
Litla gosið í Geldingadal gæti gasmengað höfuðborgarsvæðið í dag
FréttirEldgos við Fagradalsfjall

Litla gos­ið í Geld­inga­dal gæti gasmeng­að höf­uð­borg­ar­svæð­ið í dag

Gasmeng­un gæti náð til höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins í suð­vestanátt­um í dag.
Myndband sýnir hraunrennslið úr eldgosinu
MyndbandEldgos við Fagradalsfjall

Mynd­band sýn­ir hraun­rennsl­ið úr eld­gos­inu

Fyrsta mynd­band­ið af eld­gos­inu hef­ur ver­ið birt.
Brennisteinslykt í Grindavík og Reykjanesbrautinni lokað: „Einhvern veginn er þetta loksins komið“
FréttirEldgos við Fagradalsfjall

Brenni­steinslykt í Grinda­vík og Reykja­nes­braut­inni lok­að: „Ein­hvern veg­inn er þetta loks­ins kom­ið“

Reykja­nes­braut­inni er lok­að vegna ágangs áhuga­samra og var­úð­ar­ráð­stafna vegna eld­goss.
Fyrsta eldgos á Reykjanesskaga í tæp 800 ár
FréttirEldgos við Fagradalsfjall

Fyrsta eld­gos á Reykja­nesskaga í tæp 800 ár

Lít­ið flæði­gos er yf­ir­stand­andi í Geld­inga­dal í Fagra­dals­fjalli á Reykja­nesi. „Þetta er kannski ekki ógn­vekj­andi, en þetta er óþægi­lega ná­lægt,“ seg­ir íbúi í Grinda­vík.