Páll Stefánsson ljósmyndari fór aftur að eldgosinu í kvöld.
Mynd dagsins
Páll Stefánsson
Ljósanótt á Reykjanesi
Höfuðljósin lýsa upp leiðina niður í Nátthagakrika, seint í gærkvöldi. Ótrúlegur fjöldi var samankomin við gosstöðvarnar í gær, miðvikudag. Björgunarsveitarmaður á staðnum sagði mér, undir rós, að þeir hefðu áætlað að um 5.000 manns hefðu verið á svæðinu þegar mest var. Veðurspáin fyrir gossvæðið í Geldingardölum nú um helgina er ekki góð, stíf norðanátt og fimbulkuldi. Ekki örvænta, það mun gjósa þarna lengi, jafnvel áratugi.
VettvangurEldgos við Fagradalsfjall
Svona var ástandið við eldgosið
Fólk streymdi upp stikaða stíginn að eldgosinu í gær eins og kvika upp gosrás. Ástandið minnti meira á útihátíð en náttúruhamfarir.
Mynd dagsins
Páll Stefánsson
Landið logar
Við fyrstu sýn úr lofti er gosið svo agnarsmátt í landinu. Umbrotin eru svo stutt frá höfuðborgarsvæðinu að það tekur einungis 15 mínútur að komast á lítilli rellu að Fagradalsfjalli úr Skerjafirði. Myndin breytist þegar maður horfir niður á fólkið, sem virkar svo agnarsmátt samanborið við eldspúandi strýtuna, nýtt hraunið. Þá spyr maður sig; opnast ný sprunga? Hve lengi mun gjósa? Hvert mun allt hraunið renna þegar dalverpið fyllist? Af hverju er nýja hraunið svona gamalt, boðar það gott eða slæmt?
FréttirEldgos við Fagradalsfjall
Nýr veruleiki: Höfuðborgarbúar með útsýni yfir eldgos
Jarðeldurinn í Geldingadal er orðinn vel sýnilegur af höfuðborgarsvæðinu. Jarðfræðingar velta upp möguleikanum á langvarandi eldgosi.
MyndirEldgos við Fagradalsfjall
Geldingagígur ekki lengur ræfill og kominn með félaga
Gosið í Geldingadölum gæti verið komið til að vera til lengri tíma. Efnasamsetning bendir til þess að það komi úr möttli jarðar og líkist fremur dyngjugosi heldur en öðrum eldgosum á sögulegum tíma.
Mynd dagsins
Páll Stefánsson
Að hrauna yfir landið
Það var einstaklega tilkomumikið að sjá eldgosið í Geldingadal í gær. Þúsundir streymdu til og frá gosstöðvunum, eins og enginn væri morgundagurinn. En hann kom snemma, sérstaklega fyrir þá sem mættu seint og voru illa búnir að takast á við vætu og kulda í nótt. En sjónarspilinu við Fagradalsfjall held ég að enginn gleymi, enda einstaklega fallegt hraungos. Næsta stóra mál er að tryggja gott og öruggt aðgengi, svo allir sem einn fái og geti notið þess að upplifa þessa stórbrotnu náttúrufegurð.
MyndirEldgos við Fagradalsfjall
Himnaríki og helvíti
Páll Stefánsson ljósmyndari fór að gosinu í Geldingadal þegar fólkið streymdi að í hættuaðstæður.
FréttirEldgos við Fagradalsfjall
Litla gosið í Geldingadal gæti gasmengað höfuðborgarsvæðið í dag
Gasmengun gæti náð til höfuðborgarsvæðisins í suðvestanáttum í dag.
MyndbandEldgos við Fagradalsfjall
Myndband sýnir hraunrennslið úr eldgosinu
Fyrsta myndbandið af eldgosinu hefur verið birt.
FréttirEldgos við Fagradalsfjall
Brennisteinslykt í Grindavík og Reykjanesbrautinni lokað: „Einhvern veginn er þetta loksins komið“
Reykjanesbrautinni er lokað vegna ágangs áhugasamra og varúðarráðstafna vegna eldgoss.
FréttirEldgos við Fagradalsfjall
Fyrsta eldgos á Reykjanesskaga í tæp 800 ár
Lítið flæðigos er yfirstandandi í Geldingadal í Fagradalsfjalli á Reykjanesi. „Þetta er kannski ekki ógnvekjandi, en þetta er óþægilega nálægt,“ segir íbúi í Grindavík.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.