Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
Ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er miðjusækin íhaldsstjórn, að mati Eiríks Bergmanns Einarssonar stjórnmálafræðings. Gera á allt fyrir alla, að mati Stefaníu Óskarsdóttur stjórnmálafræðings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síðasta kjörtímabili ganga aftur í sáttmálanum en annarra sér ekki stað.
Fréttir
Hvað felldi Miðflokkinn?
Ris og fall Miðflokksins helst í hendur við ris og fall Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Framtíð flokksins ræðst af úthaldi hans. Lélega útkomu í síðustu kosningum má skrifa á Covid-faraldurinn og slaka frammistöðu formannsins.
Fréttir
Frjálslyndu lýðræði hætta búin með uppgangi þjóðernispopúlisma
Frá því á áttunda áratugnum hafa riðið yfir þrjár bylgjur þjóðernispopúlisma sem allar hafa valdið því að lögmæti hugmyndafræðinnar hefur aukist. Í nýrri bók Eiríks Bergmanns færir hann rök fyrir því að hætta sé á fjórðu bylgjunni í kjölfar kórónaveirukrísunnar. Grafið hafi verið undan frjálslyndi en í síauknum mæli er vegið að persónulegu frelsi fólks.
Úttekt
Atlögur stjórnmálamanna að trúverðugleika háskólafólks
Stjórnmálamenn reyna stundum að draga úr trúverðugleika háskólamanna með því að gera þeim upp pólitískar skoðanir eða annarleg sjónarmið. Mál Þorvaldar Gylfasonar hagfræðiprófessors sýnir líklega hvernig kaupin gerast oft á eyrinni án þess að það komist nokkurn tímann upp.
FréttirHrunið
Skýrsla Hannesar birt: Ver Davíð og gagnrýnir rannsóknarnefnd Alþingis
Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur skilað skýrslu um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins. Hann ávítar rannsóknarnefnd Alþingis fyrir að gagnrýna Davíð Oddsson Meðhöfundar taka ekki ábyrgð á innihaldi skýrslunnar.
Fréttir
Miðflokkur og Viðreisn sigurvegarar nema Sjálfstæðisflokkur komist í meirihluta í Reykjavík
Eiríkur Bergmann segir öllu máli skipta að komast í meirihluta. Stefanía Óskarsdóttir segir að góður árangur í sveitarstjórnarkosningum sé ekki endilega ávísun á gott gengi til framtíðar. Saga Bjartrar framtíðar sýni það.
RannsóknMoskumálið
Talsmenn óttans
Þjóðernishyggja hefur alltaf einkennt íslensk stjórnmál en á síðustu árum hefur það færst í aukana að stjórnmálamenn nota þjóðernispopúlisma, andúð á útlendingum og hræðsluáróður til þess að auka fylgi sitt. Flokkur sem elur á tortryggni í garð múslima sækir ört í sig veðrið og mælist nú með tveggja prósenta fylgi, en þarf fimm til þess að koma manni á þing.
Fréttir
Ferðamenn fá fullt aðgengi að laugasvæði á meðan fjölskyldum á flótta er haldið fjarri
Gestir á Hótel Bifröst hafa aðgang að vaðlaug, gufubaði, heitum potti og líkamsrækt ólíkt fjölskyldufólki úr röðum hælisleitenda sem fengið hafa inni á svæðinu. Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, viðurkennir mismunun en segir hana byggða á „viðskiptalegum forsendum.“ Eiríkur Bergmann, prófessor við skólann, vill veita hinum nýju íbúum fullt aðgengi.
Úttekt
Áróðursmeistari Sigmundar Davíðs
Jóhannes Þór Skúlason er maðurinn á bak við forsætisráðherra. Var grunnskólakennari þegar kallið barst úr stjórnarráðinu. Þróaði sérstakan áróðursstíl í Morfís.
Fréttir
Bókarkafli: Snýr heim til Íslands í hrynjandi samfélag
Eiríkur Bergmann Einarsson sendir frá sér skáldsöguna Hryðjuverkamaður snýr heim. Stundin birtir kafla úr bókinni.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.