Oddvitar framboðanna sem bítast um völdin í borginni mætast í kappræðum Stundarinnar klukkan 14:00. Um er að ræða fyrstu kappræðurnar í beinni útsendingu þar sem allir oddvitarnir mæta til leiks.
Fréttir
Getur ekki stutt „áróðursherferð“ Eflingar
Björn Leví Gunnarsson segir tilganginn ekki helga meðalið í kjaradeilu Eflingar við Reykjavíkurborg. Eini oddviti meirihlutans sem þáði boð Eflingar um fund var Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata.
Fréttir
Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu
Í nafnlausum ritstjórnarpistli í Morgunblaðinu í dag er vísað til orða Dóru Bjartar Guðjónsdóttur borgarfulltrúa um spillingu, græðgi og sérhagsmuni sjálfstæðismanna. Þau eru sett í samhengi við hatur á útlendingum og samkynhneigðum.
Fréttir
Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
Vigdís Hauksdóttir vísaði í reglur um velsæmi í málflutningi í pontu og óskaði svo borgarfulltrúa til hamingju með nafnbótina „drullusokkur meirihlutans“.
FréttirSamherjaskjölin
Eyþór Arnalds: „Ósæmilegt að segja að Samherji sé einhvers konar mútufélag“
Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og stærsti eigandi Morgunblaðsins, greip til varna fyrir Samherja í útvarpsþætti. Fyrirtækið hefur afskrifað að hluta 225 milljón króna seljandalán sem það veitti honum til kaupa á hlut þess í Morgunblaðinu.
Fréttir
Telur óviðeigandi að spyrja um hagsmuni Eyþórs
Siðareglur fyrir borgarfulltrúa Reykjavíkur hafa verið staðfestar. Marta Guðjónsdóttir og fulltrúar minnihlutans segjast ekki hafa trú á að þær verði teknar alvarlega vegna spurninga Dóru Bjartar Guðjónsdóttur um fjárhagslega hagsmuni Eyþórs Arnalds.
Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, gagnrýndi Sjálfstæðismenn harðlega á borgarstjórnarfundi í dag. Eyþór Arnalds sagði ræðu hennar hlægilega.
FréttirLögregla og valdstjórn
Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, vill að Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri svari spurningum um leit á gestum Secret Solstice án dómsúrskurðar og handtöku konu á Hinsegin dögum.
Fréttir
Sanna gagnrýnir að borgin setji upp jólakött en skeyti engu um fátækt
Borgarfulltrúi Sósíalista gagnrýnir að ekki sé rætt í einu né neinu um fátækt á sama tíma og Reykjavíkurborg hampar jólakettinum. Kötturinn sé þekktur fyrir að borða börn sem ekki fái nýjar flíkur fyrir jólin.
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2018
Dagur áfram borgarstjóri í nýjum meirihluta
Fulltrúar Viðreisnar verða formaður borgarráðs og forseti borgarstjórnar. Nýr meirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata var kynntur við Breiðholtslaug í dag. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, raulaði „Imperial March“, stef Darth Vader úr Star Wars myndunum og uppskar mikinn hlátur viðstaddra.
Píratar vildu tekjutengja gjöld til að koma til móts við tekjulága Reykvíkinga en náðu ekki fram því markmiði sínu vegna andstöðu samstarfsflokkanna í meirihlutanum. Stundin hefur undanfarið spurt flokka borgarstjórnarmeirihlutans út í efndir á síðustu kosningaloforðum þeirra.
Fréttir
Kvartar yfir að „þurfa að sitja alltaf undir því að Sjálfstæðisflokkurinn sé einhver spillingarflokkur“
Hildur Björnsdóttir, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er óánægð með ásakanir um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi gerst sekur um spillingu.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.