Dómsmál
Fréttamál
Fer í meiðyrðamál við konu sem sagði hann eltihrelli: „Málið er mun flóknara“

Fer í meiðyrðamál við konu sem sagði hann eltihrelli: „Málið er mun flóknara“

Jón Hjörtur Sigurðarson ónáðaði fyrrum sambýliskonu sína um árabil og stóð á gægjum við heimili hennar. Lögregla hafði margsinnis afskipti af honum og loks var hann úrskurðaður í nálgunarbann. „Við áttum stormasamt samband,“ segir Jón.

Dómarar hétu því að vera stjórnvöldum trúir og hlýðnir

Dómarar hétu því að vera stjórnvöldum trúir og hlýðnir

Um áratugaskeið undirrituðu nýskipaðir dómarar drengskaparheit þar sem þeir skuldbundu sig skriflega til að hlýða stjórnvöldum, handhöfum framkvæmdarvaldsins. Um leið voru þeim tryggðar háar tekjur á þeim forsendum að þeir yrðu að vera sjálfstæðir og óháðir.

Fyrrverandi talsmaður atvinnurekenda dæmdur fyrir meiriháttar skattalagabrot

Fyrrverandi talsmaður atvinnurekenda dæmdur fyrir meiriháttar skattalagabrot

Birgir S. Bjarnason var formaður Félags atvinnurekenda frá 2013 til 2017 og rak Íslensku umboðssöluna hf. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi hann í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi í síðustu viku.

Hefja aftur sakamálarannsókn á Macchiarini út af „íslenska sjúklingnum“

Hefja aftur sakamálarannsókn á Macchiarini út af „íslenska sjúklingnum“

Ákæruvaldið í Svíþjóð rannsakar nú aftur hvort Paulo Macchiarini hafi brotið lög og gerst sekur um refsiverða háttsemi þegar hann græddi plastbarka í Andemariam Beyene.

Hrunmálin gegn Jóni Ásgeiri sem hætt var að rannsaka

Hrunmálin gegn Jóni Ásgeiri sem hætt var að rannsaka

Embætti sérstaks saksóknara rannsakaði að minnsta kosti þrjú mál þar sem aðkoma Jóns Ásgeirs Jóhannessonar að fjárútlátum úr Glitni var lykilatriði. Hann var hins vegar bara ákærður í einu þessara mála og hefur nú verið sýknaður í því á tveimur dómstigum.

Fær enn ekki að heita Zoe

Fær enn ekki að heita Zoe

Hæstiréttur felldi í dag úr gildi úrskurð mannanafnanefndar um nafnið Zoe, sem þriggja ára stúlka hafði áfrýjað. Dómstóllinn vísaði frá kröfu um að nafnið verði viðurkennt.

Sagan af misnotkun Kaupþings á manni: „Þú verður að kannast við þetta félag “

Sagan af misnotkun Kaupþings á manni: „Þú verður að kannast við þetta félag “

Kaupþing í Lúxemborg lét fjársterkan viðskiptavin bankans, Skúla Þorvaldsson, eiga fyrirtæki sem notað var til að fremja lögbrot án þess að Skúli vissi af því. Í bókinni Kaupþthinking er þessi ótrúlega saga sögð en hún endaði á því að Skúli hlaut dóm fyrir peningaþvætti af gáleysi.

Deilur innan ættarveldis teygja sig úr Skeifunni í skattaskjólið Mön

Deilur innan ættarveldis teygja sig úr Skeifunni í skattaskjólið Mön

Aldurhnignir bræður í Valfells-fjölskyldunni eiga í deilum um stjórnun fjölskyldufyrirtækis sem á tveggja milljarða eignir. Annar bróðirinn, Sveinn Valfells, stefndi syni sínum út af yfirráðum yfir þessum eignum og hefur sonurinn tekið afstöðu með bróður hans.

Gloppa í lögunum minnkar refsingu Lárusar um eitt ár

Gloppa í lögunum minnkar refsingu Lárusar um eitt ár

Lárus Welding hafði fyllt upp í refsirammann í efnahagsbrotamálum og var ekki gerð fangelsisrefsing í einu máli. Svo var hann sýknaður í máli sem hann hafði verið dæmdur fyrir og þá er ekki hægt að endurskoða refsileysi hans í hinu málinu.

Kjartan dæmdur í annað sinn fyrir kynferðisbrot gegn dætrum sínum

Kjartan dæmdur í annað sinn fyrir kynferðisbrot gegn dætrum sínum

Kjartan Adolfsson hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dætrum sínum og brot á nálgunarbanni. Þetta er í annað sinn sem hann er dæmdur fyrir að brjóta gegn börnum sínum. Stundin hefur birt viðtöl þar sem dæturnar lýsa ofbeldinu.

Kaj Anton ákærður fyrir umferðarlagabrot

Kaj Anton ákærður fyrir umferðarlagabrot

Íslendingurinn sem fékk tveggja ára fangelsisdóm fyrir að misþyrma tveggja ára barni var nýlega ákærður fyrir hraðakstur eftir að hafa verið sviptur ökurétti ævilangt.

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál

Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari starfaði sjálf sem varadómari með tveimur þeirra hæstaréttardómara sem tóku afstöðu um hæfi hennar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og málið var til meðferðar. Hinir þrír sem valdir voru í Landsrétt í trássi við stjórnsýslulög störfuðu einnig náið með hæstaréttardómurunum meðan Hæstiréttur tók fyrir mál sem hefði getað sett dómarastörf fjórmenninganna í uppnám.