Dómaraefni þurfa að uppfylla hæfnisskilyrði: Frestuðu niðurstöðunni
Þingmannanefnd Evrópuráðsins frestaði því að taka afstöðu til þriggja umsækjenda frá Íslandi um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Umsækjendur eru teknir í stíf viðtöl þar sem þeir spurðir spjörunum úr um dóma og dómafordæmi við dómstóllinn. Allir umsækjendurnir verða að uppfylla hæfisskilyrðin til að hægt sé að klára umsóknarferlið í starfið.
Fréttir
1
Þöggunarsamningur ræddur í máli Vítalíu og þremenninganna
Um tíma var til umræðu að ljúka máli Vítalíu Lazarevu og þremenninganna Ara Edwald, Hreggviðs Jónssonar og Þórðar Más Jóhannessonar með svokölluðum þöggunarsamningi. Rætt var um fjárhæðir sem greiða átti mánaðarlega yfir nokkurra ára tímabil. Einn þremenninganna vill ekki ræða málið þegar eftir því er leitað.
FréttirSamherjaskjölin
3
Ákvarðanir um saksókn og fjársektir í skattahluta Samherjamálsins teknar samhliða
Embætti héraðssaksóknara fékk skattahluta Samherjamálsins í Namibíu sendan frá embætti skattrannsóknarstjóra. Ekki var búið að fullrannsaka málið og er haldið áfram með rannsóknina hjá héraðssaksóknara.
Fréttir
1
Jón Steinar ósáttur við umræðuna: „Ég hef algjöra fyrirlitningu á kynferðisbrotum“
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, er mjög ósáttur við viðbrögð fólks við skrifum hans um að konur ættu að draga úr drykkju í því skyni að forðast nauðganir. Honum þykir hann órétti beittur með því að vera sagður sérstakur varðmaður kynferðisbrotamanna í athugasemdakerfum.
Fréttir
Fyrrverandi hæstaréttardómari ráðleggur konum að drekka minna til að forðast nauðganir
Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður segir að áfengis- og vímuefnanotkun sé ástæða langflestra kynferðisbrota. Eigi það við um bæði brotamenn og brotaþola, sem Jón Steinar segir að hvorir tveggja upplifi „dapurlega lífsreynslu“. Stígamót leggja áherslu á ekkert réttlætir naugun og að nauðgari er einn ábyrgur gerða sinna. Í rannsókn á dómum Hæstaréttar í nauðgunarmálum kom fram að greina megi það viðhorf í dómum réttarins að „réttur karla sé verðmætari en réttur kvenna“.
FréttirPanamaskjölin
Rannsókn Sæmarksmálsins úr Panamaskjölunum langt komin hjá héraðssaksóknara
Skattayfirvöld hafa rannsakað fiskútflutningsfyrirtækið Sæmark síðastliðin fimm ár. Rannsóknin beinist að eiganda fyrirtækisins, Sigurði Gísla Björnssyni, sem stofnaði félag í skattaskjólinu Panama sem tók við þóknunum vegna fiskútflutnings Sæmarks.
Fréttir
Segir sýknudóm yfir Jóni Baldvini sýna að réttarkerfið sé ofbeldisfullt
Carmen Jóhannsdóttir segir ákveðið áfall að sjá hversu einhliða niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli á hendur Jóni Baldvini Hannibalssyni sé. Í dómnum var vitnisburður móður Carmenar fyrir dómi sagður í ósamræmi við skýrslutöku hjá lögreglu. Svo var einnig um vitnisburð Jóns Baldvins.
Aðsent
Rangindi héraðsdómara
Aldís Schram lýsir því hvernig héraðsdómarinn Guðjón St. Marteinsson hafi, að hennar mati, horft framhjá ýmsum mikilvægum atriðum þegar hann kvað upp sýknudóm yfir Jóni Baldvini Hannibalssyni.
FréttirMeToo sögur um Jón Baldvin
Jón Baldvin sýknaður
Ósannað þótti í Héraðsdómi Reykjavíkur að Jón Baldvin Hannibalsson hefði gerst sekur um kynferðislega áreitni.
FréttirSamherjaskjölin
1
Ríkissaksóknari Namibíu: Fyrirtæki Samherja ennþá undir í kyrrsetningarmálum
Ríkissaksóknari Namibíu, Martha Imwala, segir að kyrrsetningarmál stjórnvalda í landinu beinist ennþá að félögum Samherja í landinu. Hún segir að þessi mál séu aðskilin frá sakamálinu þar sem ekki hefur tekist að birta stjórnendum Samherja í Namibíu ákæru.
Fréttir
Oddviti Pírata búinn að kæra kosningarnar til Alþingis
Magnús Davíð Norðdahl hefur kært framkvæmd kosninganna til Alþingis og dómsmálaráðuneytisins. Krefst Magnús þess að Alþingi úrskurði kosningar í kjördæminu ógildar og fyrirskipi uppkosningu.
Fréttir
Jóhannes Tryggvi fer fram á lokað þinghald í kynferðisbrotamáli á hendur sér
Við fyrirtöku í máli á hendur Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni meðhöndlara í gær fór lögfræðingur hans fram á að málið yrði rekið fyrir luktum dyrum. Ragnhildur Eik Árnadóttir, sem Jóhannes er ákærður fyrir að hafa brotið gegn, fer hins vegar fram á þinghald verði opið.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.