Áralangar deilur innan fjölskyldu Ásmundar Einars hafa ratað til lögreglunnar
Margra ára deilur hafa geisað í fjölskyldu félagsmálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, um jörðina Lambeyrar í Dölum. Ásmundur Einar bjó á jörðinni áður en hann settist á þing. Faðir hans, Daði Einarsson, rak bú á jörðinni sem varð gjaldþrota og missti hann í kjölfarið eignarhlut sinn í jörðinni yfir til systkina sinna sjö. Bróðir Daða vænir feðgana um innbrot í íbúðarhús á Lambeyrum sem deilt er um.
FréttirBúvörusamningar
Stórir hagsmunaðilar í landbúnaði vilja stöðva afnám kvótakerfis í mjólkuriðnaði
Forsvarsmenn í Framsóknarflokknum hafa ólík sjónarmið um breytingar á kvótakerfinu í mjólkuriðnaði. Sigurður Ingi Jóhannsson hefur talað fyrir breytingum en Ásmundur Einar Daðason og Guðni Ágústsson gegn. Kerfið kostar íslenska neytendur átta milljörðum krónum meira á ári en ef mjólkin væri innflutt. Nýir búvörusamningar eru nú ræddir á vegum landbúnaðarráðuneytisins og hefur Ragnar Árnason hagfræðiprófessor verið fenginn til að meta áhrifin af breytingunum á kvótakerfinu.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.