
Salan á DK hugbúnaði gerði tug manna að milljónamæringum
Sex fyrrverandi eigendur DK hugbúnaðar ná inn í topp 20 yfir tekjuhæstu Íslendingana á síðasta ári. Sjöundi eigandinn hefði komist í 6. sæti ef sölutekjurnar hefðu verið færðar á hann persónulega. Hollenska fyrirtækið TSS keypti fyrirtækið á 3,5 milljarða króna á síðasta ári.