Ef við fylgjum slóð fólksins, eignarinnar og peninganna sjáum við söguþráð Verbúðarinnar. Á sama tíma fara útgerðarmenn í auglýsingaherferð.
Fréttir
1
Útgerð forstjórans kom Brim undir 12 prósent í milljarða kvótaviðskiptum
Brim segist komið undir lögbundið 12 prósenta hámarksaflahlutdeild eftir 3,4 milljarða viðskipti við Útgerðarfélag Reykjavíkur. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, er langstærsti eigandi útgerðarfélagsins. Útgerðir tengdar Brimi eru enn samtals með 17,41 prósent aflahlutdeild.
ÚttektSjávarútvegsskýrslan
Arðgreiðslur í sjávarútvegi í fyrra: Guðmundur og Guðbjörg í algjörum sérflokki
Guðmundur Kristjánsson í Brimi og Guðbjörg Matthíasdóttir í Ísfélaginu í Vestmannaeyum eru í sérflokki þegar kemur að hlutdeild þeirra í arðgreiðslum úr sjávarútvegsfyrirtækjum í fyrra. Samanlagðar arðgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja náðu sögulegu hámarki í fyrra þegar arðurinn út úr greininni rúmlega tvöfaldaðist og fór í 21,5 milljarða króna.
ÚttektSamherjaskjölin
Stórútgerðirnar segjast standa með Samherja: „Ég held að þetta mál sé tiltölulega óþekkt“
Framkvæmdastjórar íslenskra stórútgerða segja að Namibíumál Samherja hafi ekki haft nein áhrif á önnur íslensk sjávarútvegsfyrirtæki og sölu- og markaðsstarf þeirra erlendis. Stór hluti framkvæmdastjóranna velur hins vegar að tjá sig ekki um málið og hluti þeirra svarar ekki erindum um málið.
Fréttir
Aðilar í sjávarútvegi styrktu ríkisstjórnarflokkana um 11 milljónir
Samherji styrkti Sjálfstæðisflokkinn, Framsóknarflokkinn og Vinstri græna alla á síðasta ári. Kaupfélag Skagfirðinga sem á Fisk Seafood gerði slíkt hið sama. Öll helstu sjávarútvegsfyrirtækin á listum yfir styrkveitingar.
FréttirSjávarútvegur
Eigendur stærstu útgerðanna högnuðust um 23 milljarða í fyrra
Ársreikningar 20 stærstu útgerða landsins sýna eignasöfnun inni í fyrirtækjum og arðgreiðslur upp á rúmlega 23 milljarða króna. Eiginfjárstaða fyrirtækjanna hefur tífaldast á áratug.
Fréttir
Stjórnarformaður 365 segir Guðmund í Brimi ekki umgangast sannleikann með réttum hætti
Sakar Guðmund Kristjánsson um að dylgja um og vega að starfsheiðri blaðamanna Fréttablaðsins.
Fréttir
Samkeppniseftirlitið segir frummat á máli Guðmundar í Brimi geta breyst
Guðmundur Kristjánsson var genginn úr stjórn Vinnslustöðvarinnar áður en athugun Samkeppniseftirlitsins hófst.
Fréttir
Guðmundur í Brimi grunaður um alvarleg brot á samkeppnislögum
Meint brot felast í því að Guðmundur Kristjánsson settist í stól forstjóra HB Granda á sama tíma og hann var aðaleigandi Brims auk þess sem hann sat í stjórn Vinnslustöðvarinnar.
FréttirFiskveiðar
295 milljóna arður úr Brimi til félaga Guðmundar
Brim hagnaðist um tæpa 2 milljarða í fyrra. Umsvif aðaleigandans í íslenskum sjávarútvegi eru gríðarleg.
FréttirKvótinn
Kerfið sem Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki breyta: Ávinningur stærstu útgerðanna nærri tíu sinnum hærri en veiðigjöldin
Stærstu útgerðir landsins hafa á liðnum árum greitt út mikinn arð og bætt eiginfjárstöðu sína til muna. Veiðigjöldin sem útgerðin greiðir í dag eru einungis um 1/4 hluti þeirra veiðigjalda sem ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna vildi innleiða. Nefnd um framtíðarfyrirkomulag á gjaldtöku í sjávarútvegi hætti nýlega störfum vegna andstöðu Sjálfstæðisflokksins um breytingar á gjaldheimtunni.
Fréttir
Útgerðarmenn vilja að dómi Hæstaréttar verði „hnekkt“
Stjórn Brims mótmælir því að þurfa að greiða hátt í milljarð vegna gjaldmiðlaskiptasamninga sem gerðir voru í kringum bankahrunið. Segja viðskipti Landsbankans ólögmæt.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.