Bretland
Svæði
Niðurlægjandi ferli að giftast á Íslandi

Niðurlægjandi ferli að giftast á Íslandi

·

Nalin Chaturvedi segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum við sýslumannsembættið og Útlendingastofnun. Fólk utan EES-svæðisins sem giftist Íslendingum sé án réttinda og upp á náð og miskunn maka komið á meðan beðið sé eftir dvalarleyfi. Kerfið ýti undir misnotkun á fólki í viðkvæmri stöðu.

Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu

Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu

·

Aðilar á bak við þjóðernishyggjusamtökin Vakur standa að fyrirlestri ný-íhaldsmannsins Douglas Murray í Hörpu á fimmtudag. „Við ætlum ekki að taka okkur dagskrárgerðar- eða ritskoðunarvald þegar kemur að viðburðum þriðja aðila,“ segir forstjóri Hörpu.

Neyðarástandi lýst yfir í Bretlandi: „Íslensk stjórnvöld ættu hiklaust að lýsa yfir neyðarástandi“

Neyðarástandi lýst yfir í Bretlandi: „Íslensk stjórnvöld ættu hiklaust að lýsa yfir neyðarástandi“

·

Umhverfisstjórnunarfræðingur segir stjórnvöld eiga að lýsa yfir neyðarástandi. Borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn á Akureyri útiloka ekki slíkar aðgerðir.

Lánabækur, lekar og leynikisur

Lánabækur, lekar og leynikisur

·

Julian Assange og Wikileaks eru aftur í heimsfréttunum en á dögunum var stofnandi lekasíðunnar handtekinn í sendiráði Ekvador í Lundúnum eftir sjö ára langt umsátur lögreglu. Gefin hefur verið út ákæra á hendur honum í Bandaríkjunum fyrir að birta leyniskjöl og framtíð hans er óráðin. Assange og Wikileaks hafa haft sterkar tengingar við Ísland frá því áður en flestir heyrðu þeirra getið á heimsvísu.

Framsalskrafan einungis toppurinn á ísjakanum

Framsalskrafan einungis toppurinn á ísjakanum

·

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir framsalskröfu bandarískra stjórnvalda hluta af mun viðameiri málaferlum sem standi til gegn Julian Assange stofnanda samtakanna. Hætt sé við því að Assange eigi yfir höfði sér áratugalanga fangelsisrefsingu verði hann framseldur.

Reiðiherbergið Bretland

Valur Gunnarsson

Reiðiherbergið Bretland

Valur Gunnarsson
·

Rýnt í Brexit með aðstoð glímufjölskyldu og djúpsteikts kjúklings.

Sovétríkin seljast

Sovétríkin seljast

·

Rísandi stjörnur á bókamessu í London. Konur beggja vegna járntjaldsins fjalla um kalda stríðið.

Fórnarlömb eða skrímsli?

Fórnarlömb eða skrímsli?

·

Hart er deilt um örlög ungra stúlkna sem yfirgáfu heimili sín á Vesturlöndum til að ganga til liðs við íslamska hryðjuverkamenn í Sýrlandi. Tugir slíkra stúlkna hafa óskað eftir því að snúa heim til Bretlands með börn sín en margar þeirra hafa ekki sýnt iðrun. Óttast er að þær séu enn heilaþvegnar og því ógn við öryggi Bretlands.

James Ratcliffe flytur til Mónakó til að sleppa við skatta

James Ratcliffe flytur til Mónakó til að sleppa við skatta

·

Ríkasti maður Bretlands, James Ratcliffe, vill losna við allt að 4 milljarða punda í skatta. Hann hefur verið umsvifamikill í jarðakaupum á Norðausturlandi.

Lýður í Bakkavör gerði upp  250 milljóna lán við Kviku

Lýður í Bakkavör gerði upp 250 milljóna lán við Kviku

·

Bakkavararbróðirinn færði fasteignir sínar á Íslandi inn í nýtt félag árið 2017. Eignarhaldið er í gegnum óþekktan erlendan sjóð.

Stanford segir Kaupþing reyna „að innheimta hagnað af fjársvikum“

Stanford segir Kaupþing reyna „að innheimta hagnað af fjársvikum“

·

Enski fjárfestirinn Kevin Stanford, annar stofnenda tískuvöruverslunarinnar Karen Millen, hefur átt í 10 ára deilum við slitabú Kaupþings um skuldauppgjör sitt. Kaupþing hefur nú stefnt honum út af 12 milljarða láni til hlutabréfakaupa í bankanum í aðdraganda hrunsins 2008.

Churchill og Brexit og saga Bretlands

Churchill og Brexit og saga Bretlands

·

Níu ára börn vorkenna Theresu May forsætisráðherra svo mjög vegna Brexit að þau baka formkökur handa henni. Engin sátt er í sjónmáli í málinu.