
Auðlindafyrirtæki á markað í Noregi: Aflandsfélag á Kýpur á nær helming hlutabréfanna
Íslensk laxeldisfyrirtæki fara á hlutabréfamarkað í Noregi eitt af öðru. Norsk laxeldisfyrirtæki eiga stærstu hlutina í íslensku félögunum. Hagnaðurinn af skráningu félaganna rennur til norsku. Engin sambærileg lög gilda um eignarhlut erlendra aðila á íslensku laxeldisauðlindinni og á fiskveiðiauðlindinni.