Enn er leynd yfir hluta kaupenda bréfa í Íslandsbanka
Nöfn allra þeirra aðila sem keyptu hlutabréf í Íslandsbanka í útboði íslenska ríkisins á bréfunum í lok mars hafa ekki enn komið fram. Í einhverjum tilfellum voru þeir aðilar sem seldu hlutabréfin í forsvari fyrir kaupin en á bak við þau eru aðrir aðilar.
Úttekt
Bankarnir græddu 1,4 milljónir á hvern Íslending
Hagnaður íslensku viðskiptabankanna þriggja á hvern landsmann er talsvert meiri en hagnaður stóru bankanna á Norðurlöndunum. Tveir þeirra græddu um 90 þúsund á hvern Íslending hvor um sig. Samanlagður hagnaður íslensku bankanna var rúm 4 prósent af landsframleiðslu í fyrra en 8 prósent í Bandaríkjunum. Stundin skoðaði hagnað bankanna á liðnum árum í norrænu samhengi og fékk fulltrúa þeirra til að tjá sig um hagnaðartölurnar.
FréttirBónusar bankamanna
Bankamenn vilja meira en hundrað milljónir á mann - Friðrik kemur af fjöllum
Stjórnendur Íslandsbanka vilja eignast 1 prósenta hlut í bankanum, eða andvirði 2 milljarða, segir í frétt Morgunblaðsins. Stjórnarformaður Íslandsbanka kannast ekki við að farið hafi verið fram á þetta.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.