Faðir Bjarna Benediktssonar greiddi upp skuldir hans vegna áhættuviðskipta
FréttirViðskipti Bjarna Benediktssonar

Fað­ir Bjarna Bene­dikts­son­ar greiddi upp skuld­ir hans vegna áhættu­við­skipta

Bjarni Bene­dikts­son gerði fram­virka hluta­bréfa­samn­inga við Glitni sem hann tap­aði miklu á. Lehm­an Brot­h­ers, Morg­an Stanley og Danske Bank voru bank­arn­ir sem hann valdi í von um skamm­tíma­hagn­að af hluta­bréfa­verði þeirra. Á end­an­um tók fað­ir Bjarna yf­ir rúm­lega 100 millj­ón­ir af per­sónu­leg­um skuld­um vegna við­skipta hans.
Engeyingarnir fengu tveggja milljarða kúlulán til að eignast N1
RannsóknViðskipti Bjarna Benediktssonar

Eng­ey­ing­arn­ir fengu tveggja millj­arða kúlu­lán til að eign­ast N1

Gögn­in úr Glitni sýna það að­gengi sem Bjarni Bene­dikts­son og fjöl­skylda hans hafði að láns­fé hjá Glitni. Yf­ir­taka þeirra á Olíu­fé­lag­inu var nær al­far­ið fjár­mögn­uð af Glitni. Bjarni sjálf­ur fékk 50 millj­óna kúlu­lán.
Benedikt var leystur undan sjálfskuldarábyrgð skömmu fyrir þjóðnýtingu Glitnis
RannsóknViðskipti Bjarna Benediktssonar

Bene­dikt var leyst­ur und­an sjálf­skuld­arábyrgð skömmu fyr­ir þjóð­nýt­ingu Glitn­is

Slita­stjórn Glitn­is tók tvö mál tengd Bene­dikt Sveins­syni til skoð­un­ar eft­ir hrun. Hann seldi hluta­bréf sín í Glitni fyr­ir um 850 millj­ón­ir króna rétt eft­ir að­komu að Vafn­ings­flétt­unni sem tal­in var auka áhættu bank­ans. Hann inn­leysti svo 500 millj­ón­ir úr Sjóði 9 þrem­ur dög­um fyr­ir þjóð­nýt­ingu Glitn­is og milli­færði til Flórída.
Seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett
Rannsókn

Seldi í Sjóði 9 sama dag og neyð­ar­lög­in voru sett

Bjarni Bene­dikts­son, þá­ver­andi þing­mað­ur og nú­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, seldi all­ar eign­ir sín­ar í Sjóði 9 hjá Glitni dag­ana 2. til 6. októ­ber ár­ið 2008. Þann 6. októ­ber miðl­aði hann upp­lýs­ing­um um störf FME til fram­kvæmda­stjóra hjá Glitni. Ný gögn varpa ljósi á hluta­bréfa­sölu Bjarna í Glitni í fe­brú­ar 2008 en hann fund­aði með banka­stjóra Glitn­is tveim­ur dög­um áð­ur en hann byrj­aði að selja bréf­in.
Sveinn segir söguna alla: „Okkur fannst þessi tengsl mjög skrítin“
Fréttir

Sveinn seg­ir sög­una alla: „Okk­ur fannst þessi tengsl mjög skrít­in“

Vina­tengsl Hjalta Sig­ur­jóns Hauks­son­ar og Bene­dikts Sveins­son­ar vöktu undr­un yf­ir­manna hjá Kynn­is­ferð­um. Sama dag og þeir sögðu Hjalta Sig­ur­jóni upp störf­um, vegna þess að hann hafði ver­ið dæmd­ur barn­aníð­ing­ur, kom fyr­ir­skip­un um að end­ur­ráða hann.
Segist hafa verið beittur þrýstingi af stjórnendum Kynnisferða vegna Hjalta
FréttirACD-ríkisstjórnin

Seg­ist hafa ver­ið beitt­ur þrýst­ingi af stjórn­end­um Kynn­is­ferða vegna Hjalta

Sveinn Eyj­ólf­ur Matth­ías­son, sem starf­aði sem verk­efna­stjóri hjá Kynn­is­ferð­um um ára­bil, seg­ir að fyrr­ver­andi stjórn­ar­formað­ur og fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins hafi beitt sig þrýst­ingi í máli Hjalta Sig­ur­jóns Hauks­son­ar, dæmds kyn­ferð­is­brota­manns sem fékk upp­reist æru í fyrra.
Lögbrot til verndar forsætisráðherra — á kostnað brotaþola kynferðisofbeldis
Gunnar Jörgen Viggósson
PistillACD-ríkisstjórnin

Gunnar Jörgen Viggósson

Lög­brot til vernd­ar for­sæt­is­ráð­herra — á kostn­að brota­þola kyn­ferð­isof­beld­is

Gunn­ar Jörgen Viggós­son spyr Sjálf­stæð­is­menn um vel­sæm­is­mörk þeirra.
Bréf Benedikts um Hjalta: „Öll hans framganga er til fyrirmyndar“
FréttirACD-ríkisstjórnin

Bréf Bene­dikts um Hjalta: „Öll hans fram­ganga er til fyr­ir­mynd­ar“

Stund­in kall­aði ít­rek­að eft­ir upp­lýs­ing­um frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu um um­sagnar­að­ila Hjalta Sig­ur­jóns Hauks­son­ar en fékk ekki. Nú ligg­ur fyr­ir að Bene­dikt Sveins­son, fað­ir for­sæt­is­ráð­herra, und­ir­rit­aði með­mæli. Stund­in birt­ir bréf­ið.
Benedikt forðaði 500 milljónum úr Glitni fyrir þjóðnýtingu og sendi til Flórída
Fréttir

Bene­dikt forð­aði 500 millj­ón­um úr Glitni fyr­ir þjóð­nýt­ingu og sendi til Flórída

Bene­dikt Sveins­son, fað­ir Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, og bróð­ir fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­manns Glitn­is, tók 500 millj­ón­ir króna út úr Sjóði 9 hjá Glitni þrem­ur dög­um fyr­ir þjóð­nýt­ingu bank­ans. Feðg­arn­ir forð­uðu báð­ir mikl­um fjár­mun­um úr Glitni fyr­ir hrun. Bjarni Bene­dikts­son var á fundi með Glitn­ismönn­um nótt­ina fyr­ir yf­ir­töku.
Framkvæmdastjóri Kynnisferða varar við stefnumáli Samfylkingarinnar
FréttirAlþingiskosningar 2016

Fram­kvæmda­stjóri Kynn­is­ferða var­ar við stefnu­máli Sam­fylk­ing­ar­inn­ar

Kynn­is­ferð­ir eru í eigu for­eldra og frænd­systkina Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. Kristján Daní­els­son, fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, var­ar við hækk­un virð­is­auka­skatts á ferða­þjón­ustu en fyrsta ráð­herra­frum­varp Bjarna sner­ist um aft­ur­köll­un slíkr­ar hækk­un­ar.
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins íhugar að fjárfesta í fjölskyldufyrirtæki fjármálaráðherra
FréttirThorsil-málið

Líf­eyr­is­sjóð­ur starfs­manna rík­is­ins íhug­ar að fjár­festa í fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki fjár­mála­ráð­herra

Kís­il­verk­smiðj­an Thorsil, sem er með­al ann­ars í eigu fjöl­skyldu­með­lima Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra, á í vanda með fjár­mögn­un. Stuðn­ing­ur stjórn­ar­manna Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins, sem skip­að­ir eru af Bjarna Bene­dikts­syni get­ur orð­ið lyk­ill­inn að lausn á vanda verk­smiðj­unn­ar. Með­al annarra hlut­hafa Thorsil er Ey­þór Arn­alds og Guð­mund­ur Ás­geirs­son sem hef­ur ver­ið við­skipta­fé­lagi föð­ur Bjarna í ára­tugi.
Hæg heimatök: Um aðgengi fjölskyldu Bjarna Benediktssonar að fjármunum ríkisins
Úttekt

Hæg heima­tök: Um að­gengi fjöl­skyldu Bjarna Bene­dikts­son­ar að fjár­mun­um rík­is­ins

Fyr­ir­tæki tengd fjöl­skyldu Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra hafa frá því Bjarni hóf af­skipti af stjórn­mál­um ver­ið stór­tæk í samn­ing­um og við­skipt­um við rík­ið. Hafa þau gert ein­staka íviln­ana­samn­inga við yf­ir­völd, keypt eign­ar­hlut fyr­ir­tækja í eigu rík­is­ins án form­legra sölu­ferla og not­ið góðs af laga­setn­ing­um Bjarna. Eyj­an fjall­aði um við­skipti ráð­herr­ans í fyrra.