Benedikt Sveinsson
Aðili
Faðir Bjarna Benediktssonar greiddi upp skuldir hans vegna áhættuviðskipta

Faðir Bjarna Benediktssonar greiddi upp skuldir hans vegna áhættuviðskipta

Bjarni Benediktsson gerði framvirka hlutabréfasamninga við Glitni sem hann tapaði miklu á. Lehman Brothers, Morgan Stanley og Danske Bank voru bankarnir sem hann valdi í von um skammtímahagnað af hlutabréfaverði þeirra. Á endanum tók faðir Bjarna yfir rúmlega 100 milljónir af persónulegum skuldum vegna viðskipta hans.

Engeyingarnir fengu tveggja milljarða kúlulán til að eignast N1

Engeyingarnir fengu tveggja milljarða kúlulán til að eignast N1

Gögnin úr Glitni sýna það aðgengi sem Bjarni Benediktsson og fjölskylda hans hafði að lánsfé hjá Glitni. Yfirtaka þeirra á Olíufélaginu var nær alfarið fjármögnuð af Glitni. Bjarni sjálfur fékk 50 milljóna kúlulán.

Benedikt var leystur undan sjálfskuldarábyrgð skömmu fyrir þjóðnýtingu Glitnis

Benedikt var leystur undan sjálfskuldarábyrgð skömmu fyrir þjóðnýtingu Glitnis

Slitastjórn Glitnis tók tvö mál tengd Benedikt Sveinssyni til skoðunar eftir hrun. Hann seldi hlutabréf sín í Glitni fyrir um 850 milljónir króna rétt eftir aðkomu að Vafningsfléttunni sem talin var auka áhættu bankans. Hann innleysti svo 500 milljónir úr Sjóði 9 þremur dögum fyrir þjóðnýtingu Glitnis og millifærði til Flórída.

Seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett

Seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett

Bjarni Benediktsson, þáverandi þingmaður og núverandi forsætisráðherra, seldi allar eignir sínar í Sjóði 9 hjá Glitni dagana 2. til 6. október árið 2008. Þann 6. október miðlaði hann upplýsingum um störf FME til framkvæmdastjóra hjá Glitni. Ný gögn varpa ljósi á hlutabréfasölu Bjarna í Glitni í febrúar 2008 en hann fundaði með bankastjóra Glitnis tveimur dögum áður en hann byrjaði að selja bréfin.

Sveinn segir söguna alla: „Okkur fannst þessi tengsl mjög skrítin“

Sveinn segir söguna alla: „Okkur fannst þessi tengsl mjög skrítin“

Vinatengsl Hjalta Sigurjóns Haukssonar og Benedikts Sveinssonar vöktu undrun yfirmanna hjá Kynnisferðum. Sama dag og þeir sögðu Hjalta Sigurjóni upp störfum, vegna þess að hann hafði verið dæmdur barnaníðingur, kom fyrirskipun um að endurráða hann.

Segist hafa verið beittur þrýstingi af stjórnendum Kynnisferða vegna Hjalta

Segist hafa verið beittur þrýstingi af stjórnendum Kynnisferða vegna Hjalta

Sveinn Eyjólfur Matthíasson, sem starfaði sem verkefnastjóri hjá Kynnisferðum um árabil, segir að fyrrverandi stjórnarformaður og framkvæmdastjóri fyrirtækisins hafi beitt sig þrýstingi í máli Hjalta Sigurjóns Haukssonar, dæmds kynferðisbrotamanns sem fékk uppreist æru í fyrra.

Lögbrot til verndar forsætisráðherra — á kostnað brotaþola kynferðisofbeldis

Gunnar Jörgen Viggósson

Lögbrot til verndar forsætisráðherra — á kostnað brotaþola kynferðisofbeldis

Gunnar Jörgen Viggósson

Gunnar Jörgen Viggósson spyr Sjálfstæðismenn um velsæmismörk þeirra.

Bréf Benedikts um Hjalta: „Öll hans framganga er til fyrirmyndar“

Bréf Benedikts um Hjalta: „Öll hans framganga er til fyrirmyndar“

Stundin kallaði ítrekað eftir upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu um umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Haukssonar en fékk ekki. Nú liggur fyrir að Benedikt Sveinsson, faðir forsætisráðherra, undirritaði meðmæli. Stundin birtir bréfið.

Benedikt forðaði 500 milljónum úr Glitni fyrir þjóðnýtingu og sendi til Flórída

Benedikt forðaði 500 milljónum úr Glitni fyrir þjóðnýtingu og sendi til Flórída

Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og bróðir fyrrverandi stjórnarformanns Glitnis, tók 500 milljónir króna út úr Sjóði 9 hjá Glitni þremur dögum fyrir þjóðnýtingu bankans. Feðgarnir forðuðu báðir miklum fjármunum úr Glitni fyrir hrun. Bjarni Benediktsson var á fundi með Glitnismönnum nóttina fyrir yfirtöku.

Framkvæmdastjóri Kynnisferða varar við stefnumáli Samfylkingarinnar

Framkvæmdastjóri Kynnisferða varar við stefnumáli Samfylkingarinnar

Kynnisferðir eru í eigu foreldra og frændsystkina Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, varar við hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu en fyrsta ráðherrafrumvarp Bjarna snerist um afturköllun slíkrar hækkunar.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins íhugar að fjárfesta í fjölskyldufyrirtæki fjármálaráðherra

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins íhugar að fjárfesta í fjölskyldufyrirtæki fjármálaráðherra

Kísilverksmiðjan Thorsil, sem er meðal annars í eigu fjölskyldumeðlima Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, á í vanda með fjármögnun. Stuðningur stjórnarmanna Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, sem skipaðir eru af Bjarna Benediktssyni getur orðið lykillinn að lausn á vanda verksmiðjunnar. Meðal annarra hluthafa Thorsil er Eyþór Arnalds og Guðmundur Ásgeirsson sem hefur verið viðskiptafélagi föður Bjarna í áratugi.

Hæg heimatök: Um aðgengi fjölskyldu Bjarna Benediktssonar að fjármunum ríkisins

Hæg heimatök: Um aðgengi fjölskyldu Bjarna Benediktssonar að fjármunum ríkisins

Fyrirtæki tengd fjölskyldu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra hafa frá því Bjarni hóf afskipti af stjórnmálum verið stórtæk í samningum og viðskiptum við ríkið. Hafa þau gert einstaka ívilnanasamninga við yfirvöld, keypt eignarhlut fyrirtækja í eigu ríkisins án formlegra söluferla og notið góðs af lagasetningum Bjarna. Eyjan fjallaði um viðskipti ráðherrans í fyrra.