Hlutverk Baldvins Þorsteinssonar, sonar Þorsteins Más Baldvinssonar, hjá útgerðarfélaginu Samherja, hefur ekki legið alveg ljóst fyrir á liðnum árum. Hann hefur borið hina ýmsu starfstitla og jafnvel stýrt félagi sem Samherji hefur keypt en á sama tíma alltaf líka verið með puttana í útgerðinni á bak við tjöldin. Þetta sýna rannsóknargögnin í Samherjamálinu í Namibíu þar sem nafn Baldvins kemur það mikið fyrir að ætla má að hann sé eins konar aðstoðarforstjóri föður síns hjá Samherja.
AfhjúpunNý Samherjaskjöl
Jón Óttar sagðist ekki skyldugur til að „fela þetta“ fyrir Samherja í Namibíu
Eitt af því sem Jón Óttar Ólafsson, ráðgjafi Samherja, gerði ítrekað fyrir útgerðarfélagið var að reyna að stuðla að því að mútugreiðslurnar til ráðamannanna í Namibíu færu leynt. Jón Óttar sagðist ekki bera skylda til að fela þessar greiðslur en hélt samt áfram að gera það í rúm þrjú ár eftir að hann hóf störf hjá Samherja í Namibíu.
FréttirHeimavígi Samherja
Samherji notaði sex milljarða frá Kýpur og Afríku til að kaupa kvóta og fiskvinnslu á Akureyri
Stórfelldar lánveitingar Samherja frá Kýpur til félaga á Akureyri sína hvernig peningarnir komast til Íslands frá fiskmiðunum í Afríku sem Samherji hefur hagnast svo vel á.
FréttirSamherjaskjölin
Sonur Þorsteins Más kemur fram sem talsmaður Samherja
Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, kemur fram sem talsmaður fyrirtækisins í grein þar sem rætt er um markaðssetningu á íslenskum fiski. Fyrr á árinu, í kjölfar Namibíumáls Samherja, var sagt frá því að Þorsteinn Már hefði selt hlutabréf sín í Samherja til barna sinna.
FréttirSamherjaskjölin
Félag Þorsteins Más lánaði börnum hans 29 milljarða til að kaupa hlut þess í Samherja
Eignarhaldsfélagið Steinn, í eigu Þorsteins Má Baldvinssonar og Helgu S. Guðmundsdóttir, lánaði félagi í eigu barna þeirra, Baldvins og Kötlu, 29 milljarða króna til að kaupa hlutabréf í Samherja af þeim í fyrra. Félag Baldvins og Kötlu greiðir rúmar 1100 milljónir króna á ári í afborganir af láninu.
Fréttir
Gefa börnum sínum Samherja
Aðaleigendur Samherja hafa framselt hlutabréf sín í fyrirtækinu til barna sinna. Börn þeirra Þorsteins Más Baldvinssonar og Kristjáns Vilhelmssonar halda nú á 84,5 prósenta hlut í Samherja. Samherjamálinu svonefnda er enn ólokið.
GreiningSamherjaskjölin
Þorsteinn Már: „Við höfum ekki verið neitt skattfælnir“
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sagði í febrúar að Samherji væri ekki „skattfælið“ fyrirtæki. Í Samherjaskölunum koma hins vegar fram upplýsingar um stórfellda notkun útgerðarfélagsins á skattaskjólum hátt í áratug.
FréttirSamherjamálið
Samherji flutti 2,4 milljarða frá lágskattasvæðinu Kýpur í gegnum fjárfestingarleiðina
Útgerðarfélagið Samherji lét dótturfélag sitt á Kýpur, Esju Seafood, lána rúmlega 2 milljarða króna til annars félags síns á Íslandi árið 2012. Samherji nýtti sér fjáfestingarleið Seðlabanka Íslands og fékk 20 prósent afslátt af íslenskum krónum í viðskiptunum. Mánuði eftir þetta gerði Seðlabankinn húsleit hjá Samherja og við tók rannsókn á gjaldeyrisviðskiptum útgerðarinnar sem varði í fjögur ár.
FréttirSamherjamálið
Samherjasonur stuggaði við seðlabankastjóra – Kolbeinn: „Þú átt ekki að vera að ýta gestum Alþingis“
Fúkyrðum var hreytt í Má Guðmundsson að loknum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar ýtti honum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.