
Íbúi á Seyðisfirði gagnrýnir verkferla við rýmingu vegna hættustigsins
Hanna Christel Sigurkarlsdóttir, íbúi á Seyðisfirði sem hefur þurft að rýma húsið sitt vegna hættustigs og dvelja í félagsheimilinu á staðnum, segist upplifa skort á upplýsingaflæði til íbúa varðandi stöðuna sem geri það að verkum að hún upplifir enn meiri óvissu og ótta en þann sem stafi af náttúrunni.