Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað
Átta einstaklingar voru handteknir í morgun að vinnu við byggingu hótels í Vesturbænum grunaðir um skjalafals. Níu aðrir starfsmenn gátu ekki gert grein fyrir sér og voru leiddir af vinnustað til að hafa uppi á persónuskilríkjum.
Úttekt
Sjálfsafgreiðslukassar gætu fækkað störfum um 3.500
Innleiðing sjálfsafgreiðslukassa leiðir að líkindum til þess að fjöldi starfa hverfi. „Ekkert til fyrirstöðu“ að róbótar taki að sér hótelstörf, segir verkefnastjóri Ferðamálastofu.
Fréttir
Sjötíu tonn af laxi fórust vegna óveðurs í Berufirði
Fiskeldi Austfjarða varð fyrir skakkaföllum í í óveðri í lok febrúar.
Pistill
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
Við viljum samfélagið okkar til baka
Hin nýja verkalýðsforysta, sem var einhver stærsta ógn við lýðræðið og efnahag þjóðarinnar sem margir álitsgjafar höfðu séð í lifanda lífi og var helst líkt við Jósep Stalín, hefur nú unnið stórsigur með undirritun nýrra og sögulegra kjarasamninga. Hvað er það?
Fréttir
Íslendingar vinni ekki lengur eftir hádegi á föstudögum
Nýir kjarasamningar kveða á um að starfsmenn geti greitt atvkæði um styttingu vinnutíma.
FréttirFall WOW air
Suðurnes búa sig undir samdrátt og atvinnuleysi
Stjórnvöld í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ harma gjaldþrot WOW air. Fall flugfélagsins mun hafa töluverð áhrif á tengda starfsemi á svæðinu.
Fréttir
Orkunotkun gagnavera meiri en heimila
Allar líkur eru á því að íslensk gagnaver noti nú meiri orku en heimilin í landinu, að mati forstöðumanns hjá HS Orku. Aðstæður á Íslandi henta vel undir orkufrekan tölvubúnað, en þingmaður gagnrýnir að lítið verði eftir af verðmætum í landinu.
Fréttir
Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun
Fimm starfsmenn af sjö sem vinna í afgreiðslu í kynlífstækjaversluninni Blush.is sögðu upp störfum fyrr í mánuðinum vegna samskiptaerfiðleika og kjaramála. Eigandi verslunarinnar, Gerður Hulda Arinbjarnardóttir, viðurkennir að hafa borgað svört laun og segist gera mannleg mistök.
AfhjúpunRéttindabrot á vinnumarkaði
Starfsmanni vikið úr starfi eftir að hann leitaði til stéttarfélagsins
Fyrrverandi starfsfólk veitingahúss og hótels á Snæfellsnesi kvartar undan kjarabrotum rekstrarstjóra sem borgaði þeim ekki fyrir yfirvinnu. Tveir fyrrverandi starfsmenn segja rekstrarstjórann hafa hótað því að kona hans myndi keyra yfir þá. Rekstrarstjórinn segir að málið sé rógburður en játar að hann haldi eftir síðasta launaseðli annars starfsmannsins.
FréttirRéttindabrot á vinnumarkaði
Starfshópur náði ekki samstöðu um að gera kjarasamningsbrot refsiverð
Samstarfshópur félags- og barnamálaráðherra leggur til víðtækar aðgerðir gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði, meðal annars gegn kennitöluflakki og launaþjófnaði og vill að hægt sé að svipta fólk heimild til að stjórna fyrirtækjum.
Fréttir
Bandarískur blaðamaður sleppur við brottflutning úr landi
Meg Matich var rekin úr starfi sínu hjá Guide to Iceland og sá fram á að þurfa að yfirgefa Ísland. Eftir að hún sagði Stundinni sögu sína höfðu nýir vinnuveitendur hennar samband og buðu henni starf.
Fréttir
Þrælahald á 21. öldinni
Erlent verkafólk er margfalt fjölmennara en innfæddir íbúar í sumum Persaflóaríkjum. Í Sádi-Arabíu var indónesísk kona, sem gegndi stöðu eins konar ambáttar, tekin af lífi fyrir morð á húsbóndanum, sem hún segir hafa beitt sig kynferðisofbeldi.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.