Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að í endurreisn Íslands sé hættan sú að fólk örmagnist vegna þess að það stendur ekki undir pressunni. Um leið og það fær rými til að anda og tíma til þess að gera upp álag og erfiðleika þá hefur það skelfileg langtímaáhrif.
ViðtalFramtíðin sem þau vilja
„Aukin umsvif einkageirans er eina leiðin út úr kreppunni“
Halldór Benjamin Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að eina leiðin út úr efnahagslægðinni sem fylgir heimsfaraldrinum sé einkaframtakið. Nú þurfi að sporna gegn auknu atvinnuleysi.
ViðtalFramtíðin sem þau vilja
„Stærra bótakerfi tekur ekki á vandanum“
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir stærra bótakerfi ekki leysa neinn vanda heldur þurfi að fjölga störfum til að stoppa í fjárlagagatið.
Úttekt
Ísland er eftir á í aðlögun innflytjenda
Anna Wojtyńska, nýdoktor í mannfræði við Háskóla Íslands, er helsti sérfræðingur landsins þegar kemur að rannsóknum um pólska innflytjendur hér á landi. Að hennar mati hefur stefna og viðmót íslensks samfélags leitt til þess að hæfni innflytjenda nýtist ekki en þeir fá sjaldan tækifæri til að komast úr láglaunastörfum.
Fréttir
Sigmar stefnir að því að stofna hagsmunasamtök fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki
Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson hyggst stofna samtök sem eiga að leysa af hólmi Samtök atvinnulífsins þegar kemur að kjaraviðræðum á milli lítilla og meðalstórra fyrirtækja og stéttarfélaga. Hann segir hag slíkra fyrirtækja vera að hverfa frá þeirri láglaunastefnu sem SA hafa barist fyrir.
FréttirCovid-kreppan
Fullyrðingar um kaupmáttaraukningu vafasamar
Hagfræðideild Landsbankans og Samtök atvinnulífsins draga vafasamar ályktanir um aukningu kaupmáttar út frá hagtölum. Ekki er tekið tillit til tekjufalls þúsunda manns sem misst hafa atvinnu og hafa því orðið fyrir kaupmáttarskerðingu.
Fréttir
Ástin, tíminn og vinnan
Dr. Ólöf Júlíusdóttir félagsfræðingur lýsir kynjahalla í samfélaginu sem oft er sveipaður dulu ástarinnar, en hún segir kerfið eiga þátt í að viðhalda kynjuðum væntingum og kröfum um framtakssemi og jafnvægi á milli heimilis og vinnumarkaðar.
FréttirCovid-19
Útlendingar eru 40 prósent atvinnulausra
20 prósent atvinnuleysi er meðal erlendra ríkisborgara á Íslandi og fer vaxandi. Heildaratvinnuleysi á landinu var rúm 9 prósent í ágúst. Staðan verri meðal kvenna en karla. Lagt er til að hækka fjármagn til Þróunarsjóðs innflytjendamála verulega.
Fréttir
Jói Fel gjaldþrota
Bakarískeðjan Jói Fel var úrskurðuð gjaldþrota í gær. Ekki hafa verið greidd iðgjöld af launum í yfir ár hjá fyrirtækinu. Jóhannes Felixsson, Jói Fel, vinnur að því að kaupa eignir þrotabúsins til baka.
ÚttektCovid-19
Útlendingar á Íslandi öryggislausir í faraldrinum
Sex útlendingar sem hafa búið mislengi á Íslandi deila með Stundinni reynslu sinni af COVID-19 faraldurinum og þeim ótta og valdaleysi sem hefur fylgt honum og aðstæðum þeirra hérlendis.
Fréttir
Fyrrverandi skattstjóri vill að nýting skattaskjóla útiloki ríkisstuðning til fyrirtækja
Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi skattstjóri, segir ekkert koma í veg fyrir að félög eða einstaklingar sem hafa nýtt sér lágskattasvæði fái stuðning til greiðslu á hluta launakostnaður á uppsagnarfresti og leggur til leiðir til að girða fyrir það.
ÚttektCovid-19
Gjaldþrotahrinan er yfirvofandi
Um 63 þúsund manns eru ýmist atvinnulaus eða á hlutabótum. Ekki er vitað hversu margir eru að vinna uppsagnarfrest. Fyrirtæki í landinu róa lífróður en hrina gjaldþrota hefur enn ekki riðið yfir. Það er þó aðeins tímapursmál hvenær það gerist, og þá einkum í ferðaþjónustu og verslun.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.