Hættu að vera dólgur í umferðinni
FréttirAndleg málefni

Hættu að vera dólg­ur í um­ferð­inni

Ás­dís Ol­sen kenn­ir fólki nú­vit­und eða mind­ful­ness. Sjálf til­eink­aði hún sér þessa tækni eft­ir að hafa feng­ið kvíðakast og leit­að á bráða­mót­töku. Nú­vit­und skap­ar hug­ar­ró og ger­ir fólk fært að njóta augna­bliks­ins. Að­ferð­in hef­ur bjarg­að fólki úr sál­ar­háska og gert fólk að um­burð­ar­lynd­ari öku­mönn­um.