
Hættu að vera dólgur í umferðinni
Ásdís Olsen kennir fólki núvitund eða mindfulness. Sjálf tileinkaði hún sér þessa tækni eftir að hafa fengið kvíðakast og leitað á bráðamóttöku. Núvitund skapar hugarró og gerir fólk fært að njóta augnabliksins. Aðferðin hefur bjargað fólki úr sálarháska og gert fólk að umburðarlyndari ökumönnum.