Guðbjörg í Ísfélaginu orðin einn stærsti hluthafi og lánveitandi einkarekins heilbrigðisfyrirtækis
Guðbjörg Matthíasdóttir, útgerðarkona í Eyjum, er orðin eigandi tæplega þriðjungs hlutafjár í einkarekna heilbrigðisfyrirtækinu Evu Consortium. Félag Guðbjargar er auk þess einn stærsti lánveitandi Evu og veitti því 100 milljóna króna lán í fyrra.
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu
Lífeyrissjóðirnir seldu hlut sinn í Klíníkinni
Lífeyrissjóðirnir högnuðust á fjárfestingunni í fyrirtæki, Evu Consortium, sem sérhæfir sig í einkarekinni heilbrigðisþjónustu. Viðskipti með fasteignina í Ármúla 9 bjuggu til 150 milljóna arð fyrir sjóðina.
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu
Kári um brjóstaskurðaðgerðirnar: „Það er verið að galopna á einkavæðingu íslensks heilbrigðiskerfis“
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hafnaði samvinnu við Klíníkina vegna kvenna með BRAC-stökkbreytinguna árið 2014. Kára hugnaðist ekki að einkafyrirtæki myndi ætla að framkvæma fyrirbyrggjandi skurðaðgerðir á konum sem eru arfberar fyrir stökkbreytinguna sem valdið getur krabbameini. Nú hefur Klíníkin hins vegar fengið leyfi til að gera fyrirbyggjandi aðgerðir á konum með BRAC-stökkbreytinguna.
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu
Klíníkin auglýsir offituaðgerðir á Facebook: „Breytt mataræði og aukin hreyfing skila sjaldan langtímaárangri“
Fyrirtækið býður upp á umdeilda magaslönguaðgerð sem þrenn íslensk samtök gjalda varhug við. Ekkert bólar á reglugerð um auglýsingar læknisþjónustu.
Ýmislegt virðist stangast á eða ganga ekki upp í hugmyndinni um risastóra einkasjúkrahúsið í Mosfellssveitinni.
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu
Einkarekinn spítali með óljóst eignarhald nálgist hundruð milljarða sem renna í heilbrigðisþjónustu á Íslandi
Ríkisstjórnin innleiðir aukinn einkarekstur í heilsugæslu og erlendir aðilar hafa fengið lóð fyrir risasjúkrahús í Mosfellsbæ. Kári Stefánsson varar við hættunni af fyrirhuguðum einkareknum spítala og telur aðstandendur hans vilja hagnast á útgjöldum Íslendinga til heilbrigðismála.
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu
Verðmæti Hótels Íslands fjórfaldaðist
Eigandi Hótels Íslands í Ármúla skilaði hagnaði upp á milljarð í fyrra. Hagnaðurinn er tilkominn vegna virðisbreytingar á fasteigninni eftir að hún var keypt af fyrirtæki Ásdísar Höllu Bragadóttur.
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu
Þrjú einkarekin heilbrigðisfyrirtæki meðal þeirra arðsömustu á Íslandi
Þrjár nýjar einkareknar heilsugæslustöðvar taka til starfa á höfuðborgarsvæðinu. Einkarekin heilbrigðisþjónusta getur verið afar ábatasöm og eru þrjú slík fyrirtæki á lista Lánstrausts yfir arðbærustu fyrirtæki landsins miðað við hagnað í hlutfalli við eigin fé. Mörg hundruð milljóna arðgreiðslur út úr tveimur fyrirtækjum sem eru fjármögnuð að hluta af Sjúkratryggingum Íslands.
Pistill
Ingi Freyr Vilhjálmsson
Af hverju reyna Sjúkratryggingar Íslands að grafa undan Landspítalanum?
Sjúkratryggingar Íslands voru milliliður í tilraunum einkafyrirtækisins Klíníkurinnar og heilbrigðisráðuneytisins. Kristján Þór Júlíusson var búinn að hafna beiðni Klíníkurinnar um að fyrirtækið fengi að gera brjóstaskurðaðgerðir. Af hverju beitir ríkisstofnun ráðuneyti pólitískum þrýstingi?
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu
Sjúkratryggingar reyna að fá Kristján Þór til að samþykkja einkavæðingu á brjóstaskurðaðgerðum
Klíníkin gerir brjóstaskurðaðgerðir á færeyskum konum í aðstæðum sem heilbrigðisráðuneytið vildi ekki samþykkja fyrir konur sem eru sjúkratryggðar á Íslandi. Steingrímur Ari Arason segir að forsendur hafi breyst frá því að heilbrigðisráðuneytið hafnaði beiðni Klíníkurinnar 2014. Landlæknisembættið segist ekki hafa vald til þess að hlutast til um á hvaða sjúklingum Klíníkin gerir brjóstaskurðaðgerðir. Heilbrigðisráuneytið hafnaði beiðninni í desember.
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu
Líkir Áslaugu Friðriksdóttur við Ásdísi Höllu
Dagur B. Eggertson gagnrýnir harðlega hugmyndir Áslaugar Friðriksdóttur um aukna einkavæðingu í velferðarkerfinu.
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu
Hjúkrunarfyrirtæki Ásdísar Höllu græddi tæpan milljarð á húsinu
Ásdís Halla Bragadóttir keypti sér 250 milljóna króna hús í sama mánuði og hjúkrunarfélag hennar seldi Hótel Ísland-húsið til Reita. Fyrirtækið gerði leigusamninga við tvö dótturfélög sín áður en húsið var selt.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.