Aðili

Arion banki

Greinar

Kópavogsbær lánar félagi tengdu WOW air 188 milljónir
FréttirFerðaþjónusta

Kópa­vogs­bær lán­ar fé­lagi tengdu WOW air 188 millj­ón­ir

Fé­lag í sam­stæðu flug­fé­lags­ins WOW air fékk lán frá Kópa­vogs­bæ fyr­ir lóða­gjöld­um út af bygg­ingu höf­uð­stöðva og hót­els í bæn­um. Ari­on banki veitti sam­stæðu WOW air 650 millj­óna króna lán fyr­ir hót­el­bygg­ing­um á varn­ar­liðs­svæð­inu gamla. WOW air svar­ar spurn­ing­um um fjár­mögn­un fé­lags­ins en í stjórn­kerf­inu fer nú fram vinna við hvernig bregð­ast eigi við mögu­leg­um rekstr­ar­erf­ið­leik­um fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu, stærstu og mik­il­væg­ustu at­vinnu­grein ís­lensku þjóð­ar­inn­ar.
Stjórn Íbúðalánasjóðs réði forstjórann óupplýst um vitnisburði um kynferðislega áreitni
ÚttektMetoo

Stjórn Íbúðalána­sjóðs réði for­stjór­ann óupp­lýst um vitn­is­burði um kyn­ferð­is­lega áreitni

Nýj­ar ásak­an­ir um kyn­ferð­is­lega áreitni bár­ust til rann­sókn­ar­fyr­ir­tæk­is sem skoð­aði mál Her­manns Jónas­son­ar, nú­ver­andi for­stjóra Íbúðalána­sjóðs, fyr­ir hönd Ari­on banka ár­ið 2011. Kona sem starf­aði með Her­manni hjá Tali seg­ir sögu sína í fyrsta sinn. Her­mann seg­ist hafa tek­ið líf sitt í gegn, að hann sé breytt­ur mað­ur og harm­ar hann að hafa vald­ið ann­arri mann­eskju sárs­auka.
Byggingargeirinn ýtir undir hækkandi fasteignaverð
FréttirHúsnæðismál

Bygg­ing­ar­geir­inn ýt­ir und­ir hækk­andi fast­eigna­verð

Bygg­ing­ar­geir­inn er ekki í stakk bú­inn til að mæta þeim skorti sem mynd­ast hef­ur á hús­næð­is­mark­aði frá hruni. Þrátt fyr­ir auk­in um­svif í geir­an­um er ekki nægi­lega mik­ið fjár­fest í ný­bygg­ing­um og mik­il vönt­un á ið­mennt­uðu fólki. Áætl­að er að til þess að koma jafn­vægi á fast­eigna­verð þurfi í minnsta lagi að byggja 2 þús­und nýj­ar íbúð­ir á ári, fram til árs­loka 2019.
Bjarni Benediktsson ánægður með kaup Goldman Sachs og vogunarsjóða á Arion banka
FréttirFjármálamarkaðurinn á Íslandi

Bjarni Bene­dikts­son ánægð­ur með kaup Goldm­an Sachs og vog­un­ar­sjóða á Ari­on banka

Bjarni Bene­dikts­son seg­ir það til marks um styrk­leika ís­lensks efna­hags­lífs að banda­ríski stór­bank­inn Goldm­an Sachs og vog­un­ar­sjóð­ir kaupi 30 pró­senta hlut í Ari­on banka. Lilja Dögg Al­freðs­dótt­ir, Katrín Jak­obs­dótt­ir og Frosti Sig­ur­jóns­son hafa gagn­rýnt söl­una. Frosti var­ar við því að arð­ur af há­um vaxta­greiðsl­um al­menn­ings renni úr landi.
Lífeyrissjóðurinn varð af um tveimur milljörðum í viðskiptunum við Bakkavararbræður
FréttirSala banka á fyrirtækjum

Líf­eyr­is­sjóð­ur­inn varð af um tveim­ur millj­örð­um í við­skipt­un­um við Bakka­var­ar­bræð­ur

Líf­eyr­is­sjóð­ur starfs­manna rík­is­ins seldi nærri 6 pró­senta hlut sinn í mat­væla­fyr­ir­tæk­inu Bakka­vör á lágu verði ár­ið 2012. Bræð­urn­ir og fjár­fest­inga­sjóð­ur­inn Baupost kaupa aðra hlut­hafa út á sex sinn­um hærra verði. Bræð­urn­ir leggja ekki til reiðu­fé í kaup­un­um held­ur búa til sér­stakt eign­ar­halds­fé­lag með Baupost ut­an um Bakka­vör og leggja sinn 38 pró­senta hlut inn í þetta fé­lag.

Mest lesið undanfarið ár