Arion banki
Aðili
Lífeyrissjóðirnir tapa á dýrum fjárfestingum í rútufyrirtækjum

Lífeyrissjóðirnir tapa á dýrum fjárfestingum í rútufyrirtækjum

·

Stóru íslensku rútufyrirtækin voru gróðavélar á árunum fyrir 2016 en nú er öldin önnur. Fjárfestingarfélög lífeyrisjóðanna keyptu sig inn í Kynnisferðir, Gray Line og Hópbíla á árunum 2015 og 2016 og nú hefur reksturinn snúist við. Eign sjóðanna í Gray Line hefur verið færð niður um 500 milljónir og hlutur þeirra í Kynnisferðum hefur rýrnað um nokkur hundruð milljónir.

Kópavogsbær lánar félagi tengdu WOW air 188 milljónir

Kópavogsbær lánar félagi tengdu WOW air 188 milljónir

·

Félag í samstæðu flugfélagsins WOW air fékk lán frá Kópavogsbæ fyrir lóðagjöldum út af byggingu höfuðstöðva og hótels í bænum. Arion banki veitti samstæðu WOW air 650 milljóna króna lán fyrir hótelbyggingum á varnarliðssvæðinu gamla. WOW air svarar spurningum um fjármögnun félagsins en í stjórnkerfinu fer nú fram vinna við hvernig bregðast eigi við mögulegum rekstrarerfiðleikum fyrirtækja í ferðaþjónustu, stærstu og mikilvægustu atvinnugrein íslensku þjóðarinnar.

Húsnæðis- og leiguverð hækka áfram næstu árin

Húsnæðis- og leiguverð hækka áfram næstu árin

·

Ólíklegt er að byggt verði nóg til að mæta eftirspurn, að mati greiningardeildar Arion banka. Gríðarleg fólksfjölgun er í vændum sem byggingageirinn þarf að mæta.

Metoo og hálfkák hagsmunaaðila

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Metoo og hálfkák hagsmunaaðila

·

Stofnanir samfélagsins geta lært ýmislegt af Metoo-byltingunni um viðbrögð við tilfellum um kynferðislega áreitni sem kunna að koma upp innan þeirra.

Stjórn Íbúðalánasjóðs réði forstjórann óupplýst um vitnisburði um kynferðislega áreitni

Stjórn Íbúðalánasjóðs réði forstjórann óupplýst um vitnisburði um kynferðislega áreitni

·

Nýjar ásakanir um kynferðislega áreitni bárust til rannsóknarfyrirtækis sem skoðaði mál Hermanns Jónassonar, núverandi forstjóra Íbúðalánasjóðs, fyrir hönd Arion banka árið 2011. Kona sem starfaði með Hermanni hjá Tali segir sögu sína í fyrsta sinn. Hermann segist hafa tekið líf sitt í gegn, að hann sé breyttur maður og harmar hann að hafa valdið annarri manneskju sársauka.

Byggingargeirinn ýtir undir hækkandi fasteignaverð

Byggingargeirinn ýtir undir hækkandi fasteignaverð

·

Byggingargeirinn er ekki í stakk búinn til að mæta þeim skorti sem myndast hefur á húsnæðismarkaði frá hruni. Þrátt fyrir aukin umsvif í geiranum er ekki nægilega mikið fjárfest í nýbyggingum og mikil vöntun á iðmenntuðu fólki. Áætlað er að til þess að koma jafnvægi á fasteignaverð þurfi í minnsta lagi að byggja 2 þúsund nýjar íbúðir á ári, fram til ársloka 2019.

Einn af vogunarsjóðunum sem keyptu hlut í Arionbanka lenti í ruslflokki í gær

Einn af vogunarsjóðunum sem keyptu hlut í Arionbanka lenti í ruslflokki í gær

·

Rekstrarhorfur Och-Ziff Capi­tal eru óvissu undirorpnar að mati S&P. Sama fyrirtæki varð uppvíst að mútugreiðslum til opinberra starfsmanna í Líbíu og Kongó og er nú hluthafi í Arionbanka í gegnum sjóðinn Sculptor Investments.

Bjarni Benediktsson ánægður með kaup Goldman Sachs og vogunarsjóða á Arion banka

Bjarni Benediktsson ánægður með kaup Goldman Sachs og vogunarsjóða á Arion banka

·

Bjarni Benediktsson segir það til marks um styrkleika íslensks efnahagslífs að bandaríski stórbankinn Goldman Sachs og vogunarsjóðir kaupi 30 prósenta hlut í Arion banka. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Frosti Sigurjónsson hafa gagnrýnt söluna. Frosti varar við því að arður af háum vaxtagreiðslum almennings renni úr landi.

Allt þetta er hægt að gera fyrir hagnað bankanna

Allt þetta er hægt að gera fyrir hagnað bankanna

·

Fyrir 106 milljarða króna er hæglega hægt að afgreiða kröfu Kára Stefánssonar um endurreisn heilbrigðiskerfisins. Hægt er að borga listamannalaun næstu 213 ár eða halda uppi 26.500 flóttakonum í ár. Gylfi Magnússon segir hagnaðinn skýrast að hluta vegna skorts á samkeppni banka.

Þegar ræna á þjóð

Lára Hanna Einarsdóttir

Þegar ræna á þjóð

·

Formaður Sjálfstæðisflokksins fyrirhugar að einkavæða bankana á ný, á sama tíma og flokkurinn stendur í vegi fyrir rannsókn á síðustu einkavæðingu. Lára Hanna Einarsdóttir skrifar um bankana og þjóðina.

Lífeyrissjóðurinn varð af um tveimur milljörðum í viðskiptunum við Bakkavararbræður

Lífeyrissjóðurinn varð af um tveimur milljörðum í viðskiptunum við Bakkavararbræður

·

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins seldi nærri 6 prósenta hlut sinn í matvælafyrirtækinu Bakkavör á lágu verði árið 2012. Bræðurnir og fjárfestingasjóðurinn Baupost kaupa aðra hluthafa út á sex sinnum hærra verði. Bræðurnir leggja ekki til reiðufé í kaupunum heldur búa til sérstakt eignarhaldsfélag með Baupost utan um Bakkavör og leggja sinn 38 prósenta hlut inn í þetta félag.

Hvað gera „bláu“ og „grænu kallarnir“ nú?

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Hvað gera „bláu“ og „grænu kallarnir“ nú?

·

Tíðindin um að íslenska ríkið muni eignast Íslandsbanka hafa eðlilega vakið mikla athygli. Íslenska ríkið verður þá aftur eigandi tveggja stórra banka á Íslandi líkt og um aldamótin og er ljóst að þessir bankar verða seldir.