Aðili

Arctic Fish

Greinar

Sagan af slæmum hliðum laxeldis og hvernig hægt er að bæta það
MenningLaxeldi

Sag­an af slæm­um hlið­um lax­eld­is og hvernig hægt er að bæta það

Tveir banda­rísk­ir blaða­menn, Douglas Frantz og Cat­her­ine Coll­ins, hafa gef­ið út bók um sjókvía­eldi á laxi. Bók­in fjall­ar fyrst og fremst um lax­eldi í Banda­ríkj­un­um og Kan­ada en svo er einnig rætt um eld­ið í Evr­ópu, með­al ann­ars í Nor­egi og á Ís­landi. Kjarni bók­ar­inn­ar snýst um að draga upp stóru mynd­ina af lax­eldi í heim­in­um, bæði kost­um þess og göll­um.
Matvælaráðherra lítur slysasleppingar í laxeldi alvarlegum augum
FréttirLaxeldi

Mat­væla­ráð­herra lít­ur slysaslepp­ing­ar í lax­eldi al­var­leg­um aug­um

Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra seg­ir að nú standi yf­ir vinna sem geng­ur út á að end­ur­skoða laga- og reglu­verk með lax­eldi í sjókví­um á Ís­landi. Hún seg­ir að einnig sé til skoð­un­ar hvort heppi­legt sé að mik­ill meiri­hluti hluta­bréfa í ís­lensk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um sé í eigu er­lendra að­ila. Svandís seg­ir að lax­eldi hafi haft já­kvæð áhrif á byggða­þró­un á Ís­landi en að vanda þurfi til verka.
Sveitarstjórnarmenn og hættan á hagsmunaárekstrum í íslensku laxeldi
Úttekt

Sveit­ar­stjórn­ar­menn og hætt­an á hags­muna­árekstr­um í ís­lensku lax­eldi

Fjög­ur dæmi eru um það að ís­lensk­ir sveit­ar­stjórn­ar­menn hafi ver­ið starf­andi hjá lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um á Vest­fjörð­um og Aust­ur­landi á sama tíma og þeir voru kjörn­ir full­trú­ar. Fjög­ur slík dæmi er hægt að finna frá síð­asta kjör­tíma­bili sveit­ar­stjórna en í dag er að­eins einn starfs­mað­ur lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is starf­andi í sveit­ar­stjórn. Þetta fólk seg­ir að ekki sé rétt­læt­an­legt að skerða at­vinnu­mögu­leika fólks í litl­um bæj­um þar sem ekki sé mik­ið um fjöl­breytta at­vinnu.
11,5 milljarðar fara til Kýpur eftir sölu á auðlindafyrirtækinu
GreiningLaxeldi

11,5 millj­arð­ar fara til Kýp­ur eft­ir sölu á auð­linda­fyr­ir­tæk­inu

Ís­lenska stór­út­gerð­in Síld­ar­vinnsl­an er orð­in stór fjár­fest­ir í lax­eld­is­fyr­ir­tæk­inu Arctic Fish á Ísa­firði eft­ir að hafa keypt sig inn fyr­ir 13,7 millj­arða króna. Hluta­bréf­in voru að lang­mestu leyti í eigu fyr­ir­tæk­is á Kýp­ur sem pólski fjár­fest­ir­inn Jerzy Malek. Í kjöl­far­ið er út­gerð­ar­fé­lag­ið Sam­herji beint og óbeint orð­in einn stærsti hags­mun­að­il­inn í ís­lensku land­eldi og sjókvía­eldi á eld­islaxi.
Starfsmönnum Arctic Fish sagt frá samruna við Arnarlax: „No comment“
FréttirLaxeldi

Starfs­mönn­um Arctic Fish sagt frá samruna við Arn­ar­lax: „No comm­ent“

Stjórn­end­um lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arctic Fish á Ísa­firði var sagt frá því fyr­ir helgi að til standi að sam­eina fyr­ir­tæk­ið og Arn­ar­lax á Bíldu­dal. Á mánu­dag­inn var greint frá kaup­um norsks móð­ur­fé­lags Arn­ar­lax, Salm­ar, á eig­anda Arctic Fish, Norway Royal Salmon. Tal­að var um mögu­leik­ann á sam­legðaráhrif­um í rekstri fyr­ir­tækj­anna tveggja og er ljóst að þessi fyr­ir­tæki verða í fram­tíð­inni rek­in und­ir ein­um hatti.
Einn laxeldisrisi verður til á Vestfjörðum: Eigendur Arnarlax og Arctic Fish sameinast
FréttirLaxeldi

Einn lax­eld­isrisi verð­ur til á Vest­fjörð­um: Eig­end­ur Arn­ar­lax og Arctic Fish sam­ein­ast

Norsk­ur eig­andi lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arn­ar­lax á Bílu­dal ætl­ar að kaupa eig­anda Arctic Fish á Ísa­firði. Fyr­ir vik­ið verða tvö stærstu lax­eld­is­fyr­ir­tæki Ís­lands í eigu sama norska fyr­ir­tæk­is­ins. Í til­kynn­ingu um samrun­ann kem­ur fram að sam­legðaráhrif í rekstri fyr­ir­tækj­anna ná­ist með þessu. Sam­an­lagt fram­leiða þessi fyr­ir­tæki rúm­an helm­ing af öll­um eld­islaxi í sjó á Ís­landi.
Umhverfisstofnun fundaði með Arctic Fish eftir birtingu myndbandsins en telur ekki tilefni til aðgerða
FréttirLaxeldi

Um­hverf­is­stofn­un fund­aði með Arctic Fish eft­ir birt­ingu mynd­bands­ins en tel­ur ekki til­efni til að­gerða

Mynd­band­ið sem Veiga Grét­ars­dótt­ir kaj­akræð­ari tók af bakt­eríu­lagi und­ir sjókví­um lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arctic Fish í Dýra­firði gef­ur ekki til­efni til sér­stakra að­gerða af hálfu Um­hverf­is­stofn­un­ar. Stofn­un­in fund­aði með Arctic Fish eft­ir birt­ingu mynd­bands­ins. Lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið fær hins veg­ar ekki heim­ild til að setja út meiri eld­is­fisk í kví­arn­ar að svo stöddu.
Veiga afþakkaði fjórar milljónir: „Ég ætla að standa með náttúrunni“
ViðtalLaxeldi

Veiga af­þakk­aði fjór­ar millj­ón­ir: „Ég ætla að standa með nátt­úr­unni“

Veiga Grét­ars­dótt­ir kaj­akræð­ari varð lands­þekkt þeg­ar hún leið­rétti kyn sitt og réri rang­sæl­is í kring­um Ís­land. Hún er einn af há­vær­ari gagn­rýn­end­um lax­eld­is á Vest­fjörð­um og hef­ur birt mynd­ir af af­skræmd­um eld­islöx­um. Í við­tali við Stund­ina ræð­ir hún um nýtt mynd­band sem hún tók und­ir eldisk­ví­um í Dýra­firði, bar­áttu sína gegn lax­eld­inu og hvernig það er að vera gagn­rýn­in rödd í litlu sam­fé­lagi fyr­ir vest­an.
Myndband af botni Dýrafjarðar sýnir líklega „bakteríumottu“ vegna laxeldis
FréttirLaxeldi

Mynd­band af botni Dýra­fjarð­ar sýn­ir lík­lega „bakt­eríu­mottu“ vegna lax­eld­is

Mynd­band sem tek­ið var á 30 metra dýpi und­ir sjóvkví­um í Dýra­firði sýn­ir það sem lík­ast til er hvítt lag af bakt­erí­um. Ein­ung­is er um að ræða ann­að slíka mynd­band­ið sem tek­ið hef­ur ver­ið, svo vit­að sé, segja sér­fræð­ing­ar hjá Hafró. Bakt­erí­urn­ar eru ekki hættu­leg­ar mönn­um en geta haft áhrif á líf­ríki sjáv­ar og sýna lík­lega að of mik­ið sé af lax­eldisk­ví­um í firð­in­um og að eld­ið sé ekki sjálf­bært þar að öllu óbreyttu.
Eigandi Arctic Fish segir 300 til 400 þúsund eldislaxa hafa drepist í Dýrafirði
FréttirLaxeldi

Eig­andi Arctic Fish seg­ir 300 til 400 þús­und eld­islaxa hafa drep­ist í Dýra­firði

Á milli 300 og 400 þús­und eld­islax­ar hafa drep­ist í sjókví­um Arctic Fish í Dýra­firði síð­ustu vik­urn­ar. Eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins, norska eld­is­fyr­ir­tæk­ið Norway Royal Salmon, sendi frá sér til­kynn­ingu vegna þessa í gær. Til­kynn­ing­in kom í kjöl­far þess að mynd­ir voru birt­ar af dauðu löx­un­um. Laxa­dauð­inn mun hafa áhrif á ársaf­komu og slát­ur­töl­ur fyr­ir­tæk­is­ins.
Ljósmyndir sýna stórfelldan laxadauða hjá Arctic Fish á Þingeyri
FréttirLaxeldi

Ljós­mynd­ir sýna stór­felld­an laxa­dauða hjá Arctic Fish á Þing­eyri

Mynd­ir sem tekn­ar voru á Þing­eyri í gær sýna laxa­dauð­ann sem fyr­ir­tæk­ið Arctic Fish glím­ir við þar í kjöl­far veð­urs­ins sem geis­að hef­ur á Vest­fjörð­um. Fjöl­mörg kör af mis­mun­andi illa förn­um og sund­ur­tætt­um eld­islaxi eru tæmd í norskt skip sem vinn­ur dýra­fóð­ur úr eld­islax­in­um. Arctic Fish hef­ur sagt að laxa­dauð­inn í sjókví­um fyr­ir­tæk­is­ins kunni að nema 3 pró­sent­um en ljóst er að hann er miklu meiri en það.

Mest lesið undanfarið ár