Svæði

Akureyri

Greinar

Lögreglan á Akureyri boðar blaðamenn í yfirheyrslu
Fréttir

Lög­regl­an á Ak­ur­eyri boð­ar blaða­menn í yf­ir­heyrslu

Rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur frá Lög­regl­unni á Ak­ur­eyri er á leið til Reykja­vík­ur til að yf­ir­heyra blaða­menn vegna um­fjöll­un­ar þeirra um að­ferð­ir svo­kall­aðr­ar „skæru­liða­deild­ar“ Sam­herja, sem rægði blaða­menn. Lög­regl­an veit­ir blaða­manni Stund­ar­inn­ar stöðu grun­aðs manns og tel­ur um­fjöll­un­ina hegn­ing­ar­laga­brot gegn frið­helgi einka­lífs­ins sem varð­ar allt að eins árs fang­elsi.
Töluðu sig saman um að taka yfir Dropbox Jóhannesar
FréttirSamherjaskjölin

Töl­uðu sig sam­an um að taka yf­ir Drop­box Jó­hann­es­ar

„Það þarf að loka net­fang­inu hans og end­urstilla lyk­il­orð­ið á drop­box reikn­ingn­um til að læsa hann úti af því,“ sagði Ingvar Júlí­us­son, fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kýp­ur, í skila­boð­um til Örnu McClure, inn­an­hús­lög­fræð­ings út­gerð­ar­inn­ar, og Að­al­steins Helga­son­ar lyk­il­starfs­manns. Jón Ótt­ar Ólafs­son rek­ur ná­kvæm­lega hvernig hann braust inn á Drop­box upp­ljóstr­ar­ans í Namib­íu­mál­inu í yf­ir­lýs­ingu sinni til dóm­stóla.
Áhrif Namibíumálsins á íbúa Akureyrar: „Fólki þykir almennt rosalega vænt um Samherja“
RannsóknHeimavígi Samherja

Áhrif Namib­íu­máls­ins á íbúa Ak­ur­eyr­ar: „Fólki þyk­ir al­mennt rosa­lega vænt um Sam­herja“

Hvaða áhrif hef­ur það á 20 þús­und manna sam­fé­lag á Ís­landi þeg­ar stærsta fyr­ir­tæk­ið í bæn­um, út­gerð sem veit­ir rúm­lega 500 manns vinnu og styrk­ir góð mál­efni um allt að 100 millj­ón­ir á ári, er mið­punkt­ur í al­þjóð­legri spill­ing­ar- og saka­mál­a­rann­sókn sem teyg­ir sig víða um heim? Stund­in spurði íbúa Ak­ur­eyr­ar að þess­ari spurn­ingu og kann­aði við­horf íbúa í Eyja­firði og á Ís­landi öllu til Sam­herja­máls­ins í Namib­íu. Rúmt ár er lið­ið frá því mál­ið kom upp og nú liggja fyr­ir ákær­ur í Namib­íu gegn með­al ann­ars Sam­herja­mönn­um og embætti hér­aðssak­sókn­ara og skatt­rann­sókn­ar­stjóri eru með mál­ið til með­ferð­ar á Ís­landi.
Áhrif Samherjamálsins í Namibíu: 92 prósent Íslendinga telja Samherja hafa greitt mútur
FréttirSamherjaskjölin

Áhrif Sam­herja­máls­ins í Namib­íu: 92 pró­sent Ís­lend­inga telja Sam­herja hafa greitt mút­ur

Mark­tæk­ur mun­ur er á af­stöðu fólks til út­gerð­ar­fé­lags­ins Sam­herja eft­ir því hvort það býr í Eyja­firði eða ann­ars stað­ar á land­inu. Í Eyja­firði starfa rúm­lega 500 manns hjá Sam­herja sem er stærsti einka­rekni at­vinnu­rek­and­inn í byggð­ar­lag­inu. Þetta kem­ur fram í út­tekt Stund­ar­inn­ar á stöðu Sam­herja á Ak­ur­eyri og á Dal­vík.
„Hann heilaþvoði mig algjörlega“
FréttirMeðhöndlari kærður

„Hann heila­þvoði mig al­gjör­lega“

Frænka Jó­hann­es­ar Tryggva Svein­björns­son­ar kærði hann ár­ið 2018 fyr­ir ít­rek­uð kyn­ferðs­brot gegn sér, frá 15 ára aldri og þar til hún var orð­in 19 ára. Í skýrslu­tök­um lýs­ir hún því hvernig Jó­hann­es hafi brot­ið margoft á henni í fé­lagi við fjölda annarra karl­manna og hvernig hann hafi átt frum­kvæði að þeim brot­um. Þá ber hún að Jó­hann­es hafi einnig brot­ið á henni þeg­ar hann veitti henni hnykk­með­ferð líkt og á ann­an tug kvenna kærði hann fyr­ir.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu