Myndskeið sýnir United Silicon losa eiturefni út í andrúmsloftið í skjóli nætur
Hættulegar vinnuaðstæður, losun eiturefna í skjóli nætur, gríðarleg mengun og mengunarvarnir sem virka ekki eru á meðal þess sem sést á myndskeiðum sem tekin voru innan í verksmiðju United Silicon á dögunum og Stundin hefur undir höndum. „Áfellisdómur yfir eftirlitsstofnunum,“ segir starfsmaður sem blöskrar ástandið.
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon
Umhverfisstofnun greip inn í hjá United Silicon
Kísilverksmiðjunni nærri byggðinni í Reykjanesbæ var bannað að ræsa ofna sína fyrr en úrbætur hefðu verið gerðar á mengunarvörnum.
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon
Íbúar í Reykjanesbæ fá að mæta talsmönnum United Silicon vegna „ófyrirséðrar mengunar“
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, hefur blásið til íbúafundar vegna „ófyrirséðrar mengunar“ frá kísilmálmverksmiðju United Silicon. Rúmlega 3.400 manns hafa skrifað undir áskorun til bæjaryfirvalda þar sem krafist er þess að frekari stóriðjuframkvæmdir í Helguvík verði settar á ís.
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon
Vinnuslys, mengun, undirboð og bágar vinnuaðstæður hjá United Silicon
Starfsmenn United Silicon kvarta undan bágum vinnuaðstæðum en einn þeirra fékk rafstuð í gær og þurfti að leita aðhlynningar á sjúkrahús. Stundin hefur undir höndum myndskeið úr verksmiðjunni sem sýnir mistök og mikla mengun.
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon
Svona leit mengunin út í gærmorgun hjá United Silicon
United Silicon segir ástandið í Reykjanesbæ ekkert verra en að mæta á áramótabrennu og segir engin „sérstaklega hættuleg efni“ í miklum reyk sem leggur frá verksmiðjunni. Rúmlega 2000 manns hafa skrifað undir áskorun til Umhverfisstofnunar og Reykjanesbæjar þar sem krafist er þess að íbúar fái að njóta vafans en ekki verksmiðjan.
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon
United Silicon skuldar enn Reykjaneshöfn 162 milljónir og neitar að borga
Kísilmálmverksmiðja United Silicon hefur enn ekki greitt eftirstöðvar af lóðagjöldum í Helguvík. Um er að ræða 162 milljónir króna auk 18 milljóna í dráttarvexti. Eigendur United Silicon neita að greiða Reykjaneshöfn sem stendur afar illa fjárhagslega. Á meðan kvarta íbúar undan mengun frá verksmiðjunni.
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon
„Þetta eru eins og náttúruhamfarir,“ segir hjúkrunarfræðingur sem býr nálægt kísilverinu og varð fyrir efnabruna í slímhúð
Hjúkrunarfræðingurinn María Magnúsdóttir þurfti að leita sér aðstoðar vegna efnabruna í slímhúð sem hún rekur sjálf til mengunar af völdum United Silicon. Fjölnir Freyr Guðmundsson, lækningaforstjóri hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja neitar að gefa upp hversu margir hafa leitað til stofnunarinnar vegna sömu einkenna.
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon
Thorsil og United Silicon deila um hver mengi meira: Miklu stærri verksmiðja í pípunum
Hvergi er minnst á „lykt“ eða „lyktarmengun“ í matsskýrslu verksmiðju Thorsil en samkvæmt upplýsingum sem þar koma fram verður hún töluvert stærri og hærri en verksmiðja United Silicon. Fjölmargir eigendur Thorsil tengjast Sjálfstæðisflokknum beint eða óbeint.
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon
Enn mikil mengun í Reykjanesbæ: Hvergi gert ráð fyrir brunalykt
Staðsetning loftgæðamæla í Helguvík var ákveðin út frá loftdreifilíkani sem enginn kannast við að hafa búið til. Enn berst mikil mengun frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík í Reykjanesbæ en mikill fjöldi bæjarbúa hefur fundið stæka brunalykt frá því verksmiðjan var gangsett.
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon
United Silicon segir mengun muni minnka í Keflavík: „Ekki skamma okkur eins og hunda“
„Við erum mengandi iðnaður, það verður ekki komist hjá því,“ segir Helgi Þórhallsson, forstjóri United Silicon í Helguvík. Stæka brunalykt hefur lagt frá verksmiðjunni frá því hún var gangsett fyrir fjórum dögum. Helgi biður fólk þó að bíða með sleggjudóma þar til reynsla fæst á ofninn í fullum afköstum.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.