Vann launakröfu í héraðsdómi en er óviss um að fá borgað
Sara Qujakitsoq vann nýverið launamál í Héraðsdómi Vestfjarða. Hún kom til Íslands frá Grænlandi árið 2017 og vann á gistiheimili um sumarið en fékk aðeins hluta launa sinna útborguð. Eigandi gistiheimilisins mætti ekki fyrir dómi og hefur gefið út að hann ætli aldrei að borga henni.
Viðtal
„Íhaldsöfl hafa alltaf sagt að róttækar breytingar séu ekki mögulegar“
Drífa Snædal hefur gefið kost á sér sem forseti Alþýðusambands Íslands, en hún hefur víðtæka reynslu af því að leiða félagasamtök. Hún segist vilja sameina ólíkar raddir og beina þessari stærstu fjöldahreyfingu landsins til að bæta lífsgæði með samtakamætti hennar.
AfhjúpunRéttindabrot á vinnumarkaði
Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
Eigandi Hótels Adam var dæmdur til að greiða tékkneskri konu, Kristýnu Králová, tæpar þrjár milljónir vegna vangoldinna launa. Hún segir frá starfsaðstæðum sínum í viðtali við Stundina.
Hún segist hafa verið látin sofa í sama rúmi og eigandinn þar sem hann hafi ítrekað reynt að stunda með henni kynlíf. Hún segir að hann hafi líka sannfært sig um að lögreglan myndi handtaka hana því hún væri ólöglegur innflytjandi. Eigandinn neitar ásökunum hennar og segir að það sé „ekkert að frétta“.
FréttirRéttindabrot á vinnumarkaði
Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“
Formaður Eflingar bregst við forsíðuumfjöllun Stundarinnar og þakkar kjarafulltrúum fyrir vel unnin störf. Segir Kristýnu Králová hafa orðið fyrir misnotkun, svikum og ofbeldi.
ViðtalRéttindabrot á vinnumarkaði
„Ég treysti Íslendingum ekki lengur“
Sara Qujakitsoq kom til Íslands frá Grænlandi í sumar til að safna peningum fyrir námi en segist hafa verið svikin af íslenskum yfirmanni sínum. Málið er meðhöndlað sem mansalsmál af verkalýðsfélögunum, en lögreglan hætti rannsókn.
ViðtalRéttindabrot á vinnumarkaði
Þung sönnunarbyrði í mansalsmálum kallar á nýja nálgun
Erfitt er að treysta á vitnisburð fórnarlamba mansals og þung sönnunarbyrði er í þessum málum. Yfirmaður mansalsrannsókna í Danmörku leggur áherslu á að aðrar leiðir séu notaðar til að ná fram sakfellingu yfir þeim sem brjóta gegn mansalsfórnarlömbum. Yfirmaður mansalsmála hjá Europol leggur áherslu á að rekja slóð peninganna.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.