365 miðlar seldu alla fjölmiðla sína til Sýnar, en hafa keypt í verslunarrisanum Högum. Félagið er í eigu Ingibjargar Pálmadóttur og á helmingshlut í útgáfufélagi Fréttablaðsins.
ÚttektFjölmiðlamál
Einkareknir fjölmiðlar flestir í tapi
Ársreikningar einkarekinna fjölmiðla sýna viðkvæmt rekstrarumhverfi. Auðmenn styðja við taprekstrur sumra þeirra. Menntamálaráðherra boðar frumvarp sem styrkir einkarekstur og dregur úr umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði. Fréttablaðið hefur ekki skilað ársreikningi.
Fréttir
Stjórnarformaður 365 segir Guðmund í Brimi ekki umgangast sannleikann með réttum hætti
Sakar Guðmund Kristjánsson um að dylgja um og vega að starfsheiðri blaðamanna Fréttablaðsins.
Fréttir
Stundin fær þrjár tilnefningar til blaðamannaverðlauna Íslands
„Afhjúpandi umfjöllun um viðskipti Bjarna Benediktssonar og fjölskyldu hans“ er tilnefnd til verðlauna fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins 2017. Samþykkt var lögbann á umfjöllunina sem er enn í gildi. Stundin fær í heild þrjár tilnefningar til blaðamannaverðlauna.
FréttirDómsmál
Formaður Dómarafélagsins segir dómskerfið verða fyrir „þaulskipulögðum“ og „samstilltum“ árásum
Skúli Magnússon, héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands, telur að 365 miðlum hafi verið beitt markvisst til að grafa undan trúverðugleika íslenskra dómstóla og furðar sig á að hvorki Alþingi né ráðherra hafi „skorist í leikinn“.
Fréttir
Starfsmenn 365 ávíttir fyrir að hafa ekki þagað um framkomu forsætisráðherra
„Uppákoma sem varð hér innanhúss um helgina rataði í frétt á DV, sem er fjarri því að vera í lagi,“ segir í tölvupósti aðstoðarritstjóra til starfsmanna 365.
FréttirACD-ríkisstjórnin
Forsætisráðherra bregst harkalega við fréttaflutningi
Bjarni Benediktsson skammaði fréttakonu á 365 miðlum fyrir framan samstarfsmenn hennar á laugardag og þráspurði hvaðan hún hefði upplýsingar um fundi efnahags- og skattanefndar Alþingis. Í morgun sendi svo blaðamaður á Guardian frá sér yfirlýsingu til að leiðrétta orð forsætisráðherra um samskipti þeirra.
Úttekt
Björn Ingi fékk kúlulán meðfram lundafléttu
Björn Ingi Hrafnsson var umsvifamikill í íslensku viðskiptalífi á meðan hann starfaði sem náinn samstarfsmaður Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra, sem stjórnmálamaður í borginni og síðar blaðamaður hjá 365 miðlum. Það sem einkennir fjárhagslegar fyrirgreiðslur til Björns Inga á þessu tímabili er að alltaf eru aðilar tengdir Kaupþingi handan við hornið.
FréttirFjölmiðlamál
Logi Bergmann kallar fólk í kommentakerfinu „fávita“ vegna umræðu um ráðherra
Þáttarstjórnendurnir Logi Bergmann Eiðsson og Rúnar Freyr Gíslason segja fólk sem lætur reiði sína gagnvart stjórnmálamönnum í ljós í kommentakerfum ekki hafa sjálfsvirðingu og að það ætti ekki að mega eignast börn. Logi Bergmann kallaði fólkið „fávita“ en hann er kvæntur aðstoðarmanni forsætisráðherra.
Fréttir
Sindri hefur ekki upplifað fordóma: „Tabú ekki lengur til staðar“
Sindri Sindrasson segist ekki hafa upplifað fordóma í íslensku samfélagi þrátt fyrir að vera hluti af minnihlutahópum, meðal annars vegna þess að hann er giftur hálfdönskum manni og eiga þeir saman ættleitt barn sem er hálfmakedónskt og hálfíslenskt.
Fréttir
Persónuvernd skoðar vöktun 365 á IP-tölum
Fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækið 365 segir að sérhæfð fyrirtæki komi til með að fylgjast með IP-tölum netnotenda sem hlaða íslensku sjónvarpsefni inn á ólöglegar síður.
FréttirFjölmiðlamál
Einn ötulasti talsmaður útrásarinnar verður aftur ritstjóri Markaðarins
„Hann reyndi ítrekað að koma í veg fyrir að aðrir blaðamenn en þeir sem störfuðu á Markaðnum skrifuðu um íslensk fyrirtæki og útrásina með rökum eins og þeim að gagnrýnin og aðgangshörð skrif gætu eyðilagt tengsl viðskiptablaðsins við viðkomandi fyrirtæki og fleira í þeim dúr,“ skrifar fyrrverandi samstarfsmaður Hafliða Helgasonar.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.