Saga Stundarinnar

Stundin var stofnuð í febrúar 2015 með tilstuðlan hópfjármögnunar. Verkefnið sló met á hópfjármögnunarvefnum Karolina fund og hafði aldrei áður fengist jafnhá upphæð, jafnhratt og frá jafnmörgum styrkjendum.

Stofnendahópur Stundarinnar samanstóð af fjölmiðlafólki sem hafði hætt störfum á DV eftir fjandsamlega yfirtöku á miðlinum vegna umfjallana.

Tilgangurinn með stofnun Stundarinnar var að skapa valkost um nýjan og óháðan fjölmiðil.

Ein leiðin til þess að binda saman hagsmuni miðilsins og almennings var að sækja stofnfé til dreifðs hóps. Önnur leið var að leggja höfuðáherslu á tekjur frá almenningi. Með því að treysta á áskriftartekjur er Stundin fyrst og fremst háð almenningi.

Loka auglýsingu