Þorsteinn V. Einarsson

„Réttlæti fyrir brotaþola er að geta haldið áfram að lifa í sínu samfélagi“ - Steinunn Gyðu og Guðjónsdóttir og Elín Björk Jóhannsdóttir
Karlmennskan#113

„Rétt­læti fyr­ir brota­þola er að geta hald­ið áfram að lifa í sínu sam­fé­lagi“ - Stein­unn Gyðu og Guð­jóns­dótt­ir og El­ín Björk Jó­hanns­dótt­ir

Recogn­is­ing Sex­ual Vi­o­lence: Develop­ing Pat­hways to Survi­vor-Centred Justice hét ráð­stefna sem hald­in var í lok októ­ber sl. af RIKK (rann­sókn­ar­stofn­un í jafn­rétt­is­fræð­um við Há­skóla Ís­lands) í sam­starfi við há­skól­ana í Lundi og Osló. Rann­sókn­ir á reynslu og hug­mynd­um þo­lenda kyn­ferð­is­brota sýna að rétt­læti er mun flókn­ara en svo að ein­göngu sé hægt að styðj­ast við rétt­ar­kerf­ið; hegn­ing­ar­lög og refsirétt. Auk þess má rétti­lega segja að rétt­ar­kerf­ið nái af­ar illa ut­an um kyn­ferð­is­brot eins og reynsla þo­lenda hef­ur sýnt fram á. Markmið ráð­stefn­unn­ar var að draga fram hvernig þo­lenda­mið­að rétt­læti get­ur lit­ið út, sem krefst þess að við end­ur­hugs­um ólík rétt­lætis­kerfi og þró­um póli­tísk­ar, fé­lags­leg­ar og laga­leg­ar leið­ir að rétt­læti. Til þess að ræða þetta nán­ar spjall­aði ég við El­ínu Björk Jó­hanns­dótt­ur verk­efn­is­stjóra hjá RIKK, skipu­leggj­anda ráð­stefn­unn­ar og Stein­unni Gyðu og Guð­jóns­dótt­ur talskonu Stíga­móta sem sat ráð­stefn­una og hef­ur starf­að með þo­lend­um í rúm­an ára­tug. Á með­al spurn­inga sem við leit­um svara við eru: Hvers vegna geng­ur ekki að vera með við­bragðs­áætl­un í skól­um sem grípa má til þeg­ar upp koma kyn­ferð­is­brot? Hvað er fé­lags­legt rétt­læti, upp­byggi­leg rétt­vísi og umbreyt­andi rétt­læti? Hvernig geta skól­ar og vinnu­stað­ir brugð­ist við þeg­ar upp koma kyn­ferð­is­brot? Hvers vegna ættu gerend­ur að taka þátt í ábyrgð­ar­ferli og gang­ast við brot­um sín­um? Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Veg­an­búð­in, ÖR­LÖ, BM Vallá ásamt bak­hjörl­um Karl­mennsk­unn­ar (karl­mennsk­an.is/styrkja) bjóða upp á þenn­an þátt.
„Tilfinningar karla, er það ekki hot topic?“ - Ari Ísfeld Óskarsson
Karlmennskan#112

„Til­finn­ing­ar karla, er það ekki hot topic?“ - Ari Ís­feld Ósk­ars­son

„Ég von­ast til þess að karl­ar, ung­ir sem aldn­ir, byrji að tala sam­an meira um til­finn­ing­ar sín­ar og hvernig þeim líð­ur.“ seg­ir Ari Ís­feld Ósk­ars­son leik­ari sem samdi og lék í How to make love to a man í til­rauna­verk­efn­inu Um­búða­laust í Borg­ar­leik­hús­inu sl. vor. Leik­rit­ið fjall­aði á kó­mísk­an en raun­sæ­an hátt um karl­mennsku og karla, hvernig þeir eiga sam­skipti sín á milli og tak­ast á við líf­ið. Ari var ein­mitt að gefa út lag sem sam­ið var fyr­ir sýn­ing­una sem er spil­að í þætt­in­um. Við spjöll­um um ástæð­ur þess að fjór­ir vin­ir ákveða að gera leik­rit um karl­mennsku, hvernig það er að vera karl­mað­ur í dag og sér­stak­lega hvernig er að vera mjúk­ur mað­ur. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) ÖR­LÖ, Veg­an­búð­in og bak­hjarl­ar Karl­mennsk­unn­ar bjóða upp á þenn­an þátt. ->Núna get­urðu einnig horft á við­tal­ið á karl­mennsk­an.is og þar get­urðu einnig gerst bak­hjarl<-
„Það er alltaf einhver afstaða í gríni“ - Dóra Jóhannsdóttir
Karlmennskan#111

„Það er alltaf ein­hver af­staða í gríni“ - Dóra Jó­hanns­dótt­ir

Ára­móta­s­kaup­ið hef­ur senni­lega aldrei feng­ið jafn al­mennt sterk já­kvæð við­brögð frá flest­um, nema kannski „nokkr­um fót­bolta­grúbb­um” eins og Saga Garð­ars orð­aði í við­tali á dög­un­um og svo er spurn­ing hvernig sum­um meint­um og vin­um þeirra fannst skaup­ið. Dóra Jó­hanns­dótt­ir leik­kona og leik­stjóri Ára­móta­s­kaups­ins kryf­ur nokkra skets­ana og gef­ur okk­ur inn­sýn í ferl­ið við skaup­ið. Hvernig kem­ur hún auga á fyndn­ina í grá­um hvers­dags­leik­an­um og sár­um kyn­ferð­isof­beld­is og út­lend­inga­and­úð­ar? För­um inn í af­stöðu gríns­ins og þerapjú­tík­ina sem grín­ið get­ur gef­ið, velt­um upp hvort gera megi grín að hverju sem er og hvernig sem er og hvað fær fólk til að hlæja. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nartuo (án söngs) Veg­an­búð­in, ÖR­LÖ og bak­hjarl­ar Karl­mennsk­unn­ar bjóða uppá þenn­an þátt.
„Gott að spá einhverju og geta svo látið það rætast“ - Miriam Petra og Sóley Tómasdóttir
Karlmennskan#110

„Gott að spá ein­hverju og geta svo lát­ið það ræt­ast“ - Miriam Petra og Sól­ey Tóm­as­dótt­ir

Við lít­um yf­ir ár­ið, bæði per­sónu­lega og póli­tískt. Leit­um að hápunkt­um og lág­punkt­um og setj­umst í Völvu­sæt­ið fyr­ir ár­ið 2023. Velt­um fyr­ir okk­ur áhrif­um bar­áttu á ár­inu og mögu­leg­um af­leið­ing­um ým­issa at­vika sem áttu sér stað á ár­inu. Hef­ur bar­átt­an fyr­ir jafn­rétti og mann­rétt­ind­um skil­að ein­hverju eða er­um við bara á leið­inni aft­ur á bak með þungu bak­slagi? Miriam Petra sér­fræð­ing­ur hjá Rannís og inn­gild­ing­ar­full­trúi lands­skrif­stofu Era­smus plus og fyr­ir­les­ari um ras­isma og menn­ing­ar­for­dóma og Sól­ey Tóm­as­dótt­ir jafn­rétt­is- og fjöl­breyti­leika­fræð­ing­ur horfa í bak­sýn­is­speg­il­inn og setj­ast í femín­ískt Völvu­sæti fyr­ir ár­ið 2023. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Veg­an­búð­in, ÖR­LÖ fyrsta Omega-3 bæti­efn­ið í heim­in­um með já­kvætt kol­efn­is­fót­spor og bak­hjarl­ar Karl­mennsk­unn­ar bjóða upp á þenn­an þátt.
„Fólk verður bara að fyrirgefa hvað ég er lengi að fatta“ - Gísli Marteinn Baldursson
Karlmennskan#109

„Fólk verð­ur bara að fyr­ir­gefa hvað ég er lengi að fatta“ - Gísli Marteinn Bald­urs­son

Gísli Marteinn Bald­urs­son fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi og þátta­stjórn­andi vin­sæl­asta skemmti­þátt­ar lands­ins, Vik­an með Gísla Marteini, var kall­að­ur til við­tals til að létta að­eins á efnis­tök­um hlað­varps­ins í að­drag­anda jól­anna. Reynd­ar slys­að­ist ég að­eins til að kveikja á borg­ar- og skipu­lags­mála Marteini en það­an leið­umst við í um­ræðu um veg­an­isma, femín­isma, bylt­ing­ar, meint hlut­leysi í þögn­inni, vináttu og hvernig for­rétt­inda­full­ur kalla­vina­hóp­ur á sex­tugs­aldri vinn­ur úr kröf­um sam­tím­ans. Kannski ekk­ert brjál­æð­is­legt létt­meti, en Gísli Marteinn var alla­vega í jóla­skapi. Það er eitt­hvað. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Veg­an­búð­in og bak­hjarl­ar Karl­mennsk­unn­ar bjóða upp á þenn­an þátt.
„Hinseginleikinn minn trompar það ekki að ég sé barn“ Hinsegin félagsmiðstöðin - Hrefna, Nóam og Tinni
Karlmennskan#107

„Hinseg­in­leik­inn minn tromp­ar það ekki að ég sé barn“ Hinseg­in fé­lags­mið­stöð­in - Hrefna, Nóam og Tinni

Hinseg­in fé­lags­mið­stöð Sam­tak­anna 78 og frí­stunda­mið­stöðv­ar­inn­ar Tjarn­ar­inn­ar er fyr­ir öll ung­menni á aldr­in­um 10-17 ára sem eru hinseg­in eða tengja við hinseg­in mál­efni á einn eða ann­an hátt. Markmið starf­sem­inn­ar er að vinna mark­visst að því að bæta lýð­heilsu hinseg­in barna, ung­linga og ung­menna og vinna gegn for­dóm­um, mis­mun­un og ein­elti sem bein­ist gegn hinseg­in börn­um í skóla og frí­stunda­starf­i. Hrefna Þór­ar­ins­dótt­ir for­stöðu­kona fé­lags­mið­stöðv­ar­inn­ar og Andreas Tinni og Nóam Óli sem eru 17 ára og hafa tek­ið virk­an þátt í starf­inu frá 13 ára aldri segja okk­ur frá reynslu sinni og upp­lif­un, veita inn­sýn í reynslu­heim hinseg­in barna og ung­menna og hvaða þýð­ingu hinseg­in fé­lags­mið­stöð­in hef­ur fyr­ir þá. Hrefna lýs­ir sín­um innri átök­um við að taka að sér starf for­stöðu­konu fé­lags­mið­stöðv­ar­inn­ar og hvernig mæt­ing­in fór úr 10-15 börn­um í 120 á hverja opn­un. Þrátt fyr­ir blóm­legt starf þá telja Tinni og Nóam að ung­ling­ar í dag séu jafn­vel for­dóma­fyllri en ung­menni og rekja það til áhrifa sam­fé­lags­miðla og bak­slags í bar­áttu hinseg­in fólks. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Veg­an­búð­in, Anamma og bak­hjarl­ar Karl­mennsk­unn­ar bjóða upp á þenn­an þátt.
Þegar þagnaði í víkingaklappinu - Valur Páll Eiríksson M.A. í íþróttasiðfræði
Karlmennskan#106

Þeg­ar þagn­aði í vík­ingaklapp­inu - Val­ur Páll Ei­ríks­son M.A. í íþróttasið­fræði

Sjö leik­menn ís­lenska karla­lands­liðs­ins í fót­bolta voru sagð­ir hafa beitt eða kærð­ir fyr­ir heim­il­isof­beldi eða kyn­ferð­isof­beldi haust­ið 2021. Öll sem stigu fram voru kon­ur og sögð­ust gera það inn­blásn­ar af met­oo bylt­ing­un­um. Mál sem hreyfði við ís­lensku sam­fé­lagi og leiddi m.a. til þess að formað­ur KSÍ og öll stjórn sagði af sér. Val­ur Páll Ei­ríks­son, íþróttafretta­mað­ur, skrif­aði meist­ara­rit­gerð í íþróttasið­fræði frá há­skól­an­um í Lu­even í Belg­íu, um mál­efni KSÍ í rit­gerð sem heit­ir „The Vik­ing-clap si­lenced - An et­hical evaluati­on of the Icelandic foot­ball scan­dal” þar sem mark­mið­ið var, í gegn­um heim­ilda- og gagna­rann­sókn, að greina mál­ið sið­ferð­is­lega. Rek­ur hann þar áhættu­þætti í um­hverfi at­vinnu­fót­bolta­manna, hvernig ár­ang­ur inn­an vall­ar get­ur tromp­að al­mennt sið­ferði, karllægni og kven­fjand­sam­leg við­horf inn­an fót­bolt­ans, skort á við­bragðs­áætl­un­um inn­an KSÍ og slakra stjórn­un­ar­hátta sem mik­il­vægt sé að draga lær­dóm af. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Veg­an­búð­in, Anamma og bak­hjarl­ar Karl­mennsk­unn­ar bjóða upp á þenn­an þátt.
„Öfgahyggja er kynjaður vandi“ - Sema Erla Serdaroglu
Karlmennskan#105

„Öfga­hyggja er kynj­að­ur vandi“ - Sema Erla Ser­d­aroglu

Sema Erla Ser­d­aroglu er stjórn­mála­fræð­ing­ur, tóm­stunda- og fé­lags­mála­fræð­ing­ur og evr­ópu­fræð­ing­ur, að­júnkt á menntavís­inda­sviði við Há­skóla Ís­lands og aktív­isti gegn út­lend­inga­and­úð og þjóð­ern­is- og öfga­hyggju. Sema hef­ur rann­sak­að öfga­hyggju með­al ungs fólks en meist­ar­a­rann­sókn henn­ar ber heit­ið „Of­beld­is­full öfga­hyggja og ungt fólk : staða þekk­ing­ar og mik­il­vægi for­varna”. Sema set­ur meinta hryðju­verka­ógn í sam­hengi við hat­ursorð­ræðu og aukna and­úð gegn sum­um hóp­um sam­fé­lags­ins, bend­ir á hvernig öfga­hyggja er kynj­að­ur vandi, lýs­ir ferl­inu sem get­ur átt sér stað til þess að ein­stak­ling­ar geti ver­ið til­bún­ir til að beita hryðju­verk­um eða fremja hat­urs­glæp og hvað þarf að eiga sér stað til að vinna gegn slíkri þró­un. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Veg­an­búð­in, Anamma og bak­hjarl­ar Karl­mennsk­unn­ar bjóða upp á þenn­an þátt.
„Eitt glas af enska boltanum og þrjár teskeiðar af karlrembu“ - Dagur Hjartarson rithöfundur
Karlmennskan#104

„Eitt glas af enska bolt­an­um og þrjár te­skeið­ar af karlrembu“ - Dag­ur Hjart­ar­son rit­höf­und­ur

Dag­ur Hjart­ar­son er kenn­ari og rit­höf­und­ur sem hef­ur með­al ann­ars feng­ið hin virtu bók­mennta­verð­laun Tóm­as­ar Guð­munds­son­ar og Ljóð­staf Jóns úr Vör. Þá hef­ur Dag­ur einnig ver­ið til­nefnd­ur til bók­mennta­verð­launa Evr­ópu­sam­bands­ins og er einn af þeim út­völdu sem hafa feng­ið lista­manna­laun til að sinna ritstörf­un­um. Við Dag­ur rædd­um um fyr­ir­mynd­ir ungra drengja, hvað þurfi til svo skáld og rit­höf­und­ar taki við af fót­bolta- og popp­stjörn­um sem fyr­ir­mynd­ir, fjar­veru drengja og karla í um­ræðu um sam­fé­lags­lega knýj­andi mál­efni, karl­mennsku, karlrembu, prumpu­lykt og list­ina. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Þátt­ur tek­inn upp 6. sept­em­ber 2022. Þátt­ur­inn er í boði: Veg­an­búð­in Anamma Bak­hjarl­ar Karl­mennsk­unn­ar
„Hljómar eins og ég sé the bad guy“ - Kaupandi vændis
Karlmennskan#103

„Hljóm­ar eins og ég sé the bad guy“ - Kaup­andi vænd­is

Kaup­end­ur vænd­is eru duld­ir og í raun fjar­ver­andi í um­ræðu um vændi og kyn­lífs­vinnu. Átök­in í orð­ræðu hafa að mestu hverfst um hug­tök og nálgan­ir er snýr að lög­gjöf í kring­um vændi eða kyn­lífs­vinnu og þá bor­in uppi af fólki sem al­mennt er sam­mála um að sam­fé­lags­gerð lit­uð af feðra­veldi, karllægni, mis­skipt­ingu og fá­tækt geti ekki tal­ist gott sam­fé­lag. Í þess­um þætti leit­ast ég hins­veg­ar við að varpa ljósi á við­horf kaup­enda vænd­is eða kyn­lífs­þjón­ustu og þá sér­stak­lega hvernig virð­ing kaup­enda fyr­ir þeim sem þeir kaupa „þjón­ust­una“ af birt­ist í orð­ræðu þeirra. Leit­ast ég við að teikna upp á við­tal við einn kaup­anda vænd­is og set hans frá­sögn í stærra sam­hengi, ým­ist við aðra kaup­end­ur vænd­is og sam­fé­lags­gerð­ina. Nið­ur­stað­an í stuttu máli er sú að lög­gjöf­in er ekki frá­hrind­andi fyr­ir kaup­end­ur vænd­is held­ur gera kaup­in jafn­vel meira spenn­andi. Kaup­end­ur telja að­stæð­ur, vilja og til­finn­ing­ar kvenna, jafn­vel þótt þær virð­ast þo­lend­ur man­sals, ekki koma sér við og í orð­ræðu þeirra má finna stæka kven­fyr­ir­litn­ingu og hlut­gerv­ingu. Þeir telja vændi vera þjón­ustu sem þeir gera til­kall til, al­gjör­lega óháð að­stæð­um eða af­leið­ing­um á selj­end­ur. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ar­son Veg­an­búð­in, Anamma og bak­hjarl­ar Karl­mennsk­unn­ar bjóða upp á þenn­an þátt.
Dulinn sexismi, incel og narsissismi í hópum - Bjarki Þór Grönfeldt
Karlmennskan#102

Dul­inn sex­ismi, incel og nars­issismi í hóp­um - Bjarki Þór Grön­feldt

Bjarki Þór Grön­feldt er doktorsnemi í stjórn­mála­sál­fræði við Há­skól­ann í Kent á Englandi en hann mun í haust skila doktors­rit­gerð sinni um sjálf­hverfu, eða nars­iss­isma, í hóp­um. Bjarki hlaut á dög­un­um Roberta Sig­el verð­laun Al­þjóða­sam­taka stjórn­mála­sál­fræð­inga fyr­ir bestu vís­inda­grein­ina skrif­aða af ung­um fræði­manni. Grein­in bar nafn­ið „A Small Price to Pay: Nati­onal Narcissism Predicts Rea­diness to Sacrifice In-Group Mem­bers to Def­end the In-Group’s Ima­ge”. Þar kom með­al ann­ars í ljós að þeir Banda­ríkja­menn sem eru nars­iss­ísk­ir um sína þjóða­rí­mynd voru til­bún­ir til þess að fórna sam­borg­ur­um sín­um í COVID far­aldr­in­um til þess að láta þjóð­ina líta bet­ur út í sam­an­burði við aðra, til dæm­is með því að hætta að skima fyr­ir COVID. Við Bjarki rædd­um doktors­rann­sókn­ina hans um fé­lags­leg­an nars­is­isma og incel, Jor­d­an Peter­son, sex­isma, dul­inn sex­isma, þjóð­ern­is­hyggju og föð­ur­lands­ást, svo fátt eitt sé nefnt. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Veg­an­búð­in, Anamma og bak­hjarl­ar Karl­mennsk­unn­ar bjóða upp á þenn­an þátt.
„Eitruð karlmennska er stærsti óvinur veganismans“ - Sæunn Ingibjörg Marínósdóttir
Karlmennskan#101

„Eitr­uð karl­mennska er stærsti óvin­ur veg­an­ism­ans“ - Sæ­unn Ingi­björg Marínós­dótt­ir

Sæ­unn Ingi­björg Marínós­dótt­ir er fram­kvæmda­stjóri, með­eig­andi og með­stofn­andi Veg­an­mat­ar sem rek­ur Veg­an­búð­ina og Jömm. Hún er braut­ryðj­andi í veg­an­isma á Ís­landi og reynd­ar á heimsvísu því Veg­an­búð­in í Skeif­unni er stærsta veg­an­búð í heim­in­um. En Sæ­unn hef­ur auk þess kom­ið að stofn­un Sam­taka græn­met­isæta á Ís­landi, ver­ið veg­an í 10 ár og er við­skipta­fræð­ing­ur með meist­ara­gráðu í al­þjóða­við­skipt­um og lög­gilt­ur verð­bréfamiðl­ari. Sæ­unn hef­ur þó lýst því að hún stundi and­kapítalísk­an og femíniskan rekst­ur og með það markmið að gera heim­inn betri (og meira veg­an) og kall­ar sig biss­nessaktív­ista. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Veg­an­búð­in, ANAMMA veg­an val­kost­ur fyr­ir þau sem vilja minnka kjöt­neyslu og bak­hjarl­ar Karl­mennsk­unn­ar bjóða þér upp á þenn­an þátt.
Páll Óskar Hjálmtýsson
Karlmennskan#100

Páll Ósk­ar Hjálm­týs­son

Braut­ryðj­and­inn, popp­goð­ið, homm­inn og hin ögr­andi þjóð­ar­ger­semi Páll Ósk­ar Hjálm­týs­son er heið­urs­gest­ur 100. hlað­varps­þátt­ar Karl­mennsk­unn­ar. Við kryfj­um karl­mennsk­una og kven­leik­ann, leik­rit­ið sem kyn­hlut­verk­in og karl­mennsk­an er, skápa­sög­una og kol­röngu við­brögð for­eldra Palla, karlremb­ur, and­spyrn­una og bak­slag í bar­áttu hinseg­in fólks. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Veg­an­búð­in, Dom­in­os og bak­hjarl­ar Karl­mennsk­unn­ar bjóð­ar upp á þenn­an þátt.
„Mig langaði ekkert að lifa“ - Lárus Logi Elentínusson (Eldgosi)
Karlmennskan#99

„Mig lang­aði ekk­ert að lifa“ - Lár­us Logi Elentín­us­son (Eld­gosi)

Lár­us Logi Elentín­us­son hef­ur ver­ið að glíma við þung­lyndi og sjálfs­vígs­hugs­an­ir frá því hann var ung­ling­ur. Lár­us sem er 19 ára gam­all, og þekkt­ur sem Eld­gosi á TikT­ok, deildi því með fylgj­end­um sín­um að hann hefði gert sjálfs­vígstilraun fyr­ir tæp­um tveim­ur ár­um. Í ein­hverja mán­uði voru við­brögð fólks á TikT­ok, comm­ent­in og rauðu búbblurn­ar það sem hélt í hon­um líf­inu. Lár­us er ekki laus við van­líð­an­ina en með hjálp sál­fræð­ings, þung­lynd­is­lyfja og því að tala op­in­skátt um líð­an sína seg­ist hann geta tek­ist bet­ur á við erf­ið­ar til­finn­ing­ar og hugs­an­ir. Lár­us lýs­ir reynslu sinni að hafa glímt við þung­lyndi, án þess að vita það, frá því í 6. bekk og hvernig það er að burð­ast með til­gangs­leysi og von­leysi og upp­lifa sig sem „ónýta vöru sem mætti farga“. Hann seg­ist hafa lært að hann þurfi ekki og það sé alls ekki snið­ugt að burð­ast einn með van­líð­an, það sé alltaf ein­hver til­bú­inn til að hjálpa. Í þess­um þætti er tal­að um þung­lyndi, sjálfsskaða og sjálf­vígs­hugs­an­ir. Ef þú þekk­ir slíkt af eig­in raun bendi ég á sím­anu­mer­ið 1717 og 1717.is sem er op­ið all­an sól­ar­hring­inn, Píeta sam­tök­in, Berg­ið (fyr­ir ungt fólk til 25 ára) og sál­fræð­inga víða um land. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Veg­an­búð­in, Dom­in­os og bak­hjarl­ar Karl­mennsk­unn­ar bjóða upp á þenn­an þátt.
Kynlífsverkafólk og Rauða regnhlífin - Logn og Renata
Karlmennskan#98

Kyn­lífs­verka­fólk og Rauða regn­hlíf­in - Logn og Renata

Rauða Regn­hlíf­in er hags­muna­sam­tök sem berst fyr­ir ör­yggi og rétt­ind­um fólks í kyn­lífs­vinnu á Ís­landi. Þau styðja skaða­minnk­un og vilja binda enda á for­dóma gegn fólki sem sel­ur kyn­lífs­þjón­ustu. Logn starf­aði við kyn­lífs­þjón­ustu í 3 til 4 ár en Renata bryj­aði að strippa með­fram skóla­göngu sinni í Berlín áð­ur en hún fór svo að not­ast við On­lyf­ans, sem hún starfar við í dag. Logn og Renata vilja af­glæpa­væða kyn­lífs­þjón­ustu og telja að kyn­lífs­verka­fólk búi við sam­fé­lags­lega smán­un og séu ber­skjald­að­ar fyr­ir of­beldi und­ir nú­ver­andi lög­gjöf. Telja þau ekki gerð­an grein­ar­mun á kyn­lífs­þjón­ustu og síð­an kyn­ferð­isof­beldi, og telja stjórn­völd hafa meiri áhuga á að stöðva kúnna held­ur en þá sem beita kyn­lífs­verka­fólk of­beldi. Renata og Logn út­skýra sjón­ar­mið Rauðu reg­hlíf­ar­inn­ar, hver mun­ur­inn er á nú­ver­andi lög­gjöf, af­glæpa­væð­ingu og lög­leið­ingu kyn­lífs­þjón­ustu, hvers vegna þau nota hug­tök­in kyn­lífs­þjón­usta en ekki vændi og hvaða máli það skipt­ir kyn­lífs­verka­fólk að öðl­ast að­gengi að stétt­ar­fé­lög­um og al­menn­um vinnu­rétt­ind­um. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Dom­in­os og Veg­an­búð­in ásamt bak­hjörl­um Karl­mennsk­unn­ar bjóða upp á þenn­an þátt.
Vændi og Venjulegar konur - Brynhildur og Eva Dís
Karlmennskan#97

Vændi og Venju­leg­ar kon­ur - Bryn­hild­ur og Eva Dís

Venju­leg­ar kon­ur, vændi á Ís­landi heit­ir ný­lega út­kom­in bók eft­ir Bryn­hildi Björns­dótt­ur þar sem sex ís­lensk­ar kon­ur lýsa sárri reynslu sinni af því að hafa ver­ið í vændi. Í bók­inni er auk þess fjall­að um hug­mynda­fræði­leg átök í tengsl­um við laga­setn­ing­ar en kast­ljós­inu er ekki síð­ur beint að kaup­end­um, þeim sem bera uppi eft­ir­spurn­ina sem er í lang­mest­um meiri­hluta karl­menn. Frum­kvæð­ið að bók­inni á Eva Dís Þórð­ar­dótt­ir sem hef­ur áð­ur stig­ið fram og lýst reynslu sinni sem þol­andi vænd­is. Eva og Bryn­hild­ur vilja vekja at­hygli á stöðu þo­lenda vænd­is með þá von að leið­ar­ljósi að styðja þau sem vilja kom­ast út úr vændi. Þá vilja þau einnig höfða til prufar­anna, en þær segja að karl­ar sem prufa í 1-3 skipti beri uppi meg­in eft­ir­spurn­ina eft­ir vændi. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Dom­in­os og Veg­an­búð­in ásamt bak­hjörl­um Karl­mennsk­unn­ar bjóða upp á þenn­an þátt.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu