Svava Jónsdóttir

Verð ég að hætta að labba?
Viðtal

Verð ég að hætta að labba?

Guð­björg Bjarna­dótt­ir hafði reykt í ára­tugi þeg­ar hún ákvað að venda sínu kvæði í kross og fór hún að fitna í kjöl­far­ið. Hún fór að ganga með göngu­hópi og smátt og smátt fékk hún meira þol og fór í lengri göng­ur. Hún greind­ist síð­ar með krabba­mein og seg­ir að það fyrsta sem hún hafi spurt lækn­inn um hafi ver­ið hvort hún þyrfti að hætta að ganga. Hún fór í létt­ari göng­ur með­an á með­ferð­inni stóð og byrj­aði svo aft­ur í göngu­hópn­um; byrj­aði smátt og er nú far­in að fara í lengri göng­ur þótt þol­ið sé ekki orð­ið eins og það var.
Hálftími á dag kemur kerfinu í lag
Viðtal

Hálf­tími á dag kem­ur kerf­inu í lag

Það er margsann­að að reglu­leg hreyf­ing get­ur bætt heils­una og jafn­vel fækk­að dauðs­föll­um. Þá er hreyf­ing gríð­ar­lega mik­il­væg fyr­ir heil­brigða öldrun og get­ur dreg­ið úr byrði lang­vinnra sjúk­dóma. Þeg­ar fólk hef­ur ekki stund­að dag­lega hreyf­ingu en ætl­ar að gera eitt­hvað í mál­un­um er æski­leg­ast að byrja ró­lega. Göngu­ferð­ir í fimm til 15 mín­út­ur eru ákjós­an­leg­ar þar til bú­ið er að ná nægi­lega miklu þoli til að ganga eða hreyfa sig stöð­ugt á ann­an hátt í um 30 mín­út­ur á dag fimm til sjö daga vik­unn­ar. Reglu­leg hreyf­ing hef­ur áhrif á flest kerfi lík­am­ans svo sem hjarta- og æða­kerf­ið, stoð­kerf­ið sem og ónæmis­kerf­ið. Þá mynd­ast gleði­horm­ón­ið endorfín við hreyf­ingu sem get­ur haft góð áhrif á and­lega líð­an.

Mest lesið undanfarið ár