Útivist og hreyfing í góðum hópi eykur lífsgleði
Harpa Stefánsdóttir hefur þurft að rækta hamingjuna á nýjan hátt síðustu ár. Þar hefur spilað stærstan þátt breytingar á fjölskyldumynstri. Hún hefur auk þess um árabil búið í tveimur löndum og segir að sitt daglega líf hafi einkennst af að hafa þurft að hafa fyrir því að sækja sér félagsskap og skapa ný tengsl fjarri sínu nánasta fólki. Harpa talar um mikilvægi hópastarfs tengt útivist og hreyfingu en hún telur að hreyfing í góðum hópi stuðli að vellíðan.
Stundarskráin
Útihátíð, ljós, skuggar og tónlist
Stundarskráin næstu vikurnar.
ViðtalHamingjan
1
Hugrekki og dass af kæruleysi
Heiðdís Helgadóttir, hönnuður og teiknari, var með ómeðhöndlaðan athyglisbrest sem varð til þess að hún fékk ofsakvíðaköst. Hún fór í mikla sjálfsvinnu, leitaði til sálfræðings, fékk lyf og segir að hugrekki og traust sé grundvöllur hamingjunnar en líka dass af kæruleysi. Hún segir mikilvægt að vera í kringum jákvætt og gott fólk því gleðin sé besta næringin.
FréttirHamingjan
Lærdómurinn af því að eignast fatlað barn og skilja
Dagbjört Ásbjörnsdóttir á tvíburasyni, annar þeirra er fatlaður og upplifir hún oft hamingjuna í því sem aðrir taka sem sjálfsögðum hlut. Hún ákvað að finna hamingjuna eftir skilnað. „Ég held að ástin færi manni ekki hamingjuna; ástin bætir alltaf ofan á hamingjuna.“
Stundarskráin
Kántrí, listgjörningar og kvikmyndafestival
Stundarskráin næstu vikurnar.
Viðtal
Frumbyggjar regnskógarins og háhýsi heimsborgarinnar
Hann lét gamlan draum rætast. Ferðaðist í vetur í 11 vikur um nokkur lönd Suður-Ameríku. Heimsótti meðal annars týndu borgina, La Ciudad Perdida, í regnskógum Kólumbíu, dvaldi í nokkra daga við Amasonfljótið og svo heimsótti hann litríka bæi og borgir og virti fyrir sér háhýsin í Buenos Aires þar sem hann var á jóladag eins og Palli sem var einn í heiminum. Aðalmálið var þó eiginlega fjallgöngur. Einar Skúlason, sem rekið hefur gönguklúbbinn Vesen og vergang í áratug, talar hér meðal annars um þennan draum sem rættist, frumbyggja regnskógarins, bæina og borgirnar og auðvitað talar hann um fjöllin. Hann talar líka um gönguklúbbinn sinn og Ísland; íslenska náttúru sem á hjarta hans.
ViðtalHamingjan
Hið illa má ekki hafa yfirhöndina
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, talar um leitina að hamingjunni og segir ástina sterkasta aflið. Trúin hjálpar líka til og vissan um upprisuna. „Þannig vann ég mig til dæmis upp úr svartnætti lífsreynslu minnar ef ég má orða það þannig: Með því að hanga í ljósinu.“ Píslarsagan sé að endurtaka sig núna með fólkinu í Úkraínu. „Þetta er bara svo mikill hryllingur að maður á ekki til orð.“
Stundarskráin
Allt eðlilegt hér
Hvað er á döfinni næstu vikurnar?
ViðtalHamingjan
2
Valdi hamingjuna eftir sjálfsvígstilraun vegna ástarsorgar
Sigríður Klingenberg. Sigga Kling. Hún hefur eins og margir siglt í gegnum lífsins ólgusjó og vildi ekki lifa lengur þegar hún gekk í gegnum mikla ástarsorg á unglingsárunum. Hún fann síðan eigin leiðir til að finna hamingjuna og í dag ráðleggur hún fólki hvernig eigi að gera slíkt hið sama.
Viðtal
1
Langaði að verða frægur
„Ef ég fæ fólk til að hlæja og skemmta sér þá líður mér alveg rosalega vel. Adrenalínið flæðir um líkamann og manni líður vel eftir skemmtun,“ segir einn af gleðigjöfum þjóðarinnar, Þórhallur Sigurðsson, Laddi. Hann varð 75 ára í janúar og af því tilefni verður sýningin Laddi 75 sett upp í Háskólabíói dagana 18. og 19. mars, auk þess sem sýnt verður í streymi.
Menning
Lykillinn að góðri glæpasögu að mati Lilju
Lilja Sigurðardóttir hefur verið að prófa sig áfram með frásagnaraðferðir í bókum sínum en hún leggur áherslu á knappan stíl og frásagnartakt.
ViðtalHamingjan
Þurfti að sigrast á sorginni eftir skilnað
Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir upplifði mikla sorg og vanlíðan í kjölfar skilnaðar árið 2005. Hún segist hafa gengið í gegnum djúpa vanlíðan í heilt ár en síðan fór hún að byggja sig upp andlega og líkamlega og fór markvisst í að finna hamingjuna á nýjan leik.
Fréttir
5
Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur
Ljósmyndir af svæðum sem ýmist er búið að raska eða eyðileggja, með virkjunum eins og áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar eða eru í bið- eða orkunýtingarflokki Rammaáætlunar og því í hættu hvað mögulegar virkjanaframkvæmdir varðar eru settar fram á nýrri sýningu.
Menning
Nælonsokkabuxnaþrykk og Seigla Gjörningaklúbbsins
„Nælonsokkabuxur eru í rauninni okkar olíulitir,“ segja meðlimir Gjörningaklúbbsins.
ViðtalHamingjan
Sippar í roki og rigningu
Erna Ómarsdóttir, dansari, danshöfundur og listdansstjóri Íslenska dansflokksins, hefur gengið í gegnum andlega vanlíðan sem ágerðist fyrir nokkrum árum og endaði með áfallastreituröskun sem tengdist meðal annars MeToo-máli sem átti sér stað fyrir meira en 20 árum síðan en þá var hún nýútskrifuð úr dansskóla erlendis og var að hefja feril sinn í sviðslistabransanum þar. Hún þurfti að lokum aðstoð til að finna aftur andlegt jafnvægi og hamingjuna.
Stundarskráin
Hjólað og hermt eftir
Stundarskrá dagana 14. janúar til 4. febrúar.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.