Svava Jónsdóttir

Sigraðist á stjórnlausum ótta við dauðann

Sigraðist á stjórnlausum ótta við dauðann

Ester Ósk Steinarsdóttir hefur glímt við heilsukvíða frá því hún var barn og óttaðist að vakna aldrei aftur ef hún færi að sofa. Eftir alla andlegu baráttuna varð hún fyrir áfalli þegar hún reyndi að eignast barn.

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

Dagmar Ósk Héðinsdóttir segir að það hafi hjálpað sér mikið að fá dúkku, eða dúkkubarn, í fyrra. „Ég er ekki eins kvíðin eins og ég var,“ segir hún.

Draumur að eiga dúkkubarn

Draumur að eiga dúkkubarn

Nokkrar seinfærar ungar konur hafa að undanförnu fengið sér dúkkur sem þær kalla „dúkkubörn“. Meðal annars er um að ræða dúkkur sem framleiddar eru erlendis með fólk í huga sem misst hefur barn og vega minnstu dúkkurnar álíka mikið og fyrirburar en einnig eins og nýfætt barn. Dúkkurnar eru handgerðar og á sumum þeirra eru mannshár. Lena Ósk Sigurðardóttir og Dagmar Ósk Héðinsdóttir eru í hópi fyrrnefndra kvenna og finna þær fyrir mikilli verndartilfinningu gagnvart dúkkunum, þær láta dúkkurnar liggja í vöggum og barnakerrum, þær kaupa á þær barnaföt og hugsa í raun um þær að sumu leyti eins og um börnin þeirra væri að ræða.

Hugarfarið skiptir miklu máli í fátækt

Hugarfarið skiptir miklu máli í fátækt

Ásta Dís lýsir lífinu í fátæktargildrunni, hvernig það er að vera með barn og hafa klárað allar þurrvörur úr skápunum. „Það er ákveðið gat í kerfinu sem fólk dettur ofan í og sem er ofboðslega erfitt að koma sér upp úr,“ segir hún.

Gaf barn til ættleiðingar vegna fátæktar

Gaf barn til ættleiðingar vegna fátæktar

Geirdís Hanna Kristjánsdóttir deilir aðdraganda og afleiðingum þess að hún varð fátæk. Hún sleppti því að borða til þess að börnin fengju mat og ákvað að gefa frá sér barn af fjárhagsástæðum. Nú er hún nýflutt í bíl.

Borðar popp svo börnin fái nægan mat

Borðar popp svo börnin fái nægan mat

Hún sagðist alltaf vera blönk en viðurkenndi loks að hún væri fátæk. „Það hafa komið heilu dagarnir og jafnvel heilu vikurnar þar sem ég fæ popp í matinn,“ segir hún.

Fátækt er eins og refsing fyrir glæp sem maður framdi ekki

Fátækt er eins og refsing fyrir glæp sem maður framdi ekki

Laufey Ólafsdóttir ólst upp hjá einstæðri móður, hætti í framhaldsskóla og sinnti ýmsum láglaunastörfum, ein með börn á framfæri. Hún ákvað seinna að ljúka námi en var þá að missa heilsuna vegna langvarandi álags, sem stafar meðal annars af fjárhagsáhyggjum. Þar sem hún þekkir sorgina af því að missa barn neitar hún þó að láta fátæktina koma í veg fyrir að hún lifi lífinu og beitir sér fyrir fólk í svipaðri stöðu í gegnum PEPP, samtök fólks í fátækt.

Á endanum erum við öll eins

Á endanum erum við öll eins

Candice Aþena Jónsdóttir er transkona. Hún var ættleidd frá Rúmeníu og var lögð í einelti nær alla sína skólagöngu sem braut hana niður. Hún hefur nokkrum sinnum reynt að svipta sig lífi. Candice leggur áherslu á að á endanum séum við öll eins og vill að fólk kynni sér hvað það þýðir að vera trans. „Mig langar til að hjálpa öðru fólki sem er að ganga í gegnum þetta með því að segja sögu mína.“

Manni fallast svolítið hendur

Manni fallast svolítið hendur

Álfrún Baldursdóttir stjórnmálafræðingur starfar á NATO-herstöð í Kabúl í Afganistan. Þar starfar hún sem pólitískur ráðgjafi sendiherra Atlantshafsbandalagsins gagnvart Afganistan, en viðfangsefni hennar í starfinu eru jafnréttismál og málefni ungmenna. Álfrún býr þar í litlum gámi og fer ekki út af svæðinu nema í brynvörðum bíl öryggisisns vegna.

Svívirðilega heppin

Svívirðilega heppin

Inga Dóra Pétursdóttir mannfræðingur bjó í Mósambík í tæp tvö ár þar sem hún starfaði sem jafnréttisfulltrúi hjá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna, en hún sá meðal annars um innleiðingu á jafnréttisstefnu í verkefnum þeirra þar í landi. Þar er sums staðar hungur, barnahjónabönd eru algeng, það er illa séð að konur noti getnaðarvarnir og er bæði mæðra- og ungbarnadauði mikill.

Mamma, er ég að deyja?

Mamma, er ég að deyja?

Hjörtur Elías Ágústsson, sem er níu ára, greindist í febrúar í fyrra með eitilfrumukrabbamein. Móðir hans, Íris Jónsdóttir, segir frá þessari erfiðu vegferð sem fjölskyldan fór saman. Íris, sem er einstæð þriggja barna móðir og öryrki, segir líka frá öðrum erfiðleikum í lífi sínu.

Veirusmit við samfarir getur valdið leghálskrabbameini

Veirusmit við samfarir getur valdið leghálskrabbameini

Regluleg mæting í leghálsskoðun skiptir miklu máli. Með almennri þátttöku stúlkna í bólusetningu ætti að vera unnt að útrýma veirunni.

„Það mátti aldrei tala við Heiðu um hvað hún væri veik“

„Það mátti aldrei tala við Heiðu um hvað hún væri veik“

Heiða Dís Einarsdóttir lést úr leghálskrabbameini aðeins 23 ára gömul. Veikindin drógu hana til dauða á aðeins tveimur árum. Faðir Heiðu segir hana hafa lagt allt of mikið upp úr því að hlífa aðstandendum sínum.

Hver missir var þungbær

Hver missir var þungbær

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir er tveggja barna móðir. Annar sonur hennar fæddist eftir 27 vikna meðgöngu. Í tvígang hefur hún fætt andvana börn og átta sinnum misst fóstur. Samviskubit fylgdi hverjum fósturmissi, því hún hélt hún hefði gert eitthvað rangt. Skilningsleysið var líka mikið gagnvart sorgarferli konu sem hafði misst fóstur.

Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð

Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð

Ljósmæðurnar Ella Björg Rögnvaldsdóttir og Ragna Þóra Samúelsdóttir hafa stofnað fyrirtækið Bumbuspjall sem býður upp á námskeið um meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Námskeiðin eru haldin í heimahúsum og þótt þátttakendur fái fræðsluefni er lögð áhersla á að svara þeim spurningum sem brenna á verðandi foreldrum. Áherslurnar eru þrjár – meðganga, fæðing og sængurlega.

Með húmorinn að vopni

Með húmorinn að vopni

Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar, stofnaði Facebook-síðuna Hrós dagsins og útskrifast í haust með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði. Ingrid leggur meðal annars áherslu á húmor á vinnustöðum á þeim námskeiðum sem hún heldur.