Steindór Grétar Jónsson

Blaðamaður

Andrés Ingi verður utan flokka - gagnrýnir stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum útlendinga og hamfarahlýnunar

Andrés Ingi verður utan flokka - gagnrýnir stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum útlendinga og hamfarahlýnunar

Andrés Ingi Jónsson hefur sagt sig úr þingflokki Vinstri grænna og mun starfa utan flokka. Hann segir samstarfið hafa heft sig í að starfa eftir hugsjónum sínum.

Óttast um líf sitt eftir hótanir á Seyðisfirði: „Þetta er mafíu starfsemi“

Óttast um líf sitt eftir hótanir á Seyðisfirði: „Þetta er mafíu starfsemi“

Philippe Clause segir að reynt hafi verið að keyra á sig vegna deilna um fyrirtæki sitt á Seyðisfirði. Hann hefur rekið skemmtistaðinn Sirkus og segir ófrægingarherferð gegn sér í bænum.

Segja Hvalárvirkjun munu rýra víðerni Ófeigsfjarðarheiðar um nær helming

Segja Hvalárvirkjun munu rýra víðerni Ófeigsfjarðarheiðar um nær helming

Náttúruverndarsamtökin ÓFEIG fengu vísindamenn frá háskólanum í Leeds til að meta áhrif virkjunar.

Líklegt að uppljóstrarar stígi ekki fram af ótta við ákæru

Líklegt að uppljóstrarar stígi ekki fram af ótta við ákæru

Heimila mætti að veita uppljóstrurum friðhelgi frá saksókn, að mati framkvæmdastjóra Lagastofnunar. Slíkt gæti aukið líkur á uppljóstrunum um flókin og skipulögð afbrot á borð við peningaþvætti.

Vill að ráðuneyti skoði hvernig eigi að fara eftir siðareglum

Vill að ráðuneyti skoði hvernig eigi að fara eftir siðareglum

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir engan skyldugan til að samþykkja siðareglur eða fylgja þeim.

Útblástur skemmtiferðaskipa rýkur upp

Útblástur skemmtiferðaskipa rýkur upp

Skemmtiferðaskip á suðvesturhorninu losuðu 50 prósent meira af gróðurhúsalofttegundum í fyrra en árið 2016. Losunin er meiri en hjá fiskiskipum við hafnirnar.

Segir innheimtu­fyrirtæki hagnast á skulda­vanda borgarbúa

Segir innheimtu­fyrirtæki hagnast á skulda­vanda borgarbúa

3,7 prósent allra reikninga sem Reykjavíkurborg sendi fór í innheimtu. Skuldari greiðir allan kostnaðinn vegna innheimtunnar, sem er mishár eftir upphæð skuldar.

Njóta liðsinnis norskra sérfræðinga í krísustjórnun

Njóta liðsinnis norskra sérfræðinga í krísustjórnun

Of snemmt er að segja til um hversu langan tíma innri rannsókn Samherja tekur, að mati lögfræðistofunnar Wikborg Rein. Samherji réði fyrrverandi fréttastjóra Aftenposten sem almannatengil viku áður en umfjöllun um Namibíuveiðarnar birtist. Ráðgjafarfyrirtæki hans hjálpar aðilum að komast „óskaddaðir úr krísunni“.

Samherji malaði gull við strendur Vestur-Sahara

Samherji malaði gull við strendur Vestur-Sahara

Samherjaskjölin

Samherji hagnaðist á fiskveiðum við Afríkustrendur sem kallaðar voru rányrkja. ESB hefur á ný heimilað veiðarnar í trássi við ákvörðun Dómstóls Evrópusambandsins. „Þetta er í raun síðasta nýlendan í Afríku,“ segir einn forsvarsmanna Vinafélags Vestur-Sahara.

Fjölskyldufyrirtækið sem teygir sig um allan heim

Fjölskyldufyrirtækið sem teygir sig um allan heim

Samherjaskjölin

Samherji er eitt stærsta fyrirtæki Íslands og einnig eitt af stærstu útgerðarfélögum Evrópu. Erlend starfsemi er rúm 55% af heildarstarfsemi félagsins og félagið á nær 16 prósent af öllum útgefnum kvóta á Íslandi.

Starfsmenn Hafró segja aðgerðir stjórnenda harkalegar

Starfsmenn Hafró segja aðgerðir stjórnenda harkalegar

Stjórnvöld bera ábyrgð á uppsögnum 14 starfsmanna Hafrannsóknastofnunar að mati starfsmanna, sem segjast hafa verulegar áhyggjur af framtíð stofnunarinnar.

Eyþór Arnalds: „Ósæmilegt að segja að Samherji sé einhvers konar mútufélag“

Eyþór Arnalds: „Ósæmilegt að segja að Samherji sé einhvers konar mútufélag“

Samherjaskjölin

Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og stærsti eigandi Morgunblaðsins, greip til varna fyrir Samherja í útvarpsþætti. Fyrirtækið hefur afskrifað að hluta 225 milljón króna seljandalán sem það veitti honum til kaupa á hlut þess í Morgunblaðinu.

Gripið til varna fyrir Samherja

Gripið til varna fyrir Samherja

Samherjaskjölin

Stjórnendur Samherja og vilhollir stjórnmálamenn og álitsgjafar hafa gagnrýnt viðbrögð almennings og stjórnmálamanna við fréttum af mútugreiðslum. Tilraunir hafa verið gerðar til að skorast undan ábyrgð eða nota börn starfsmanna fyrirtækisins sem hlífiskildi. „Þykir mér reiðin hafa náð tökum,“ skrifaði bæjarstjóri.

Töldust ekki launþegar og fengu ekki fæðingarorlof

Töldust ekki launþegar og fengu ekki fæðingarorlof

Dæmi eru um að starfsmenn Fjölsmiðjunnar hafi ekki fengið fæðingarorlof þar sem greiðslur til þeirra teljast til styrks en ekki launagreiðslna. Forstöðumaður á Akureyri segir að brugðist hafi verið við þessu hjá sinni Fjölsmiðju.

Teymi þjóðkirkjunnar ekki hafið störf

Teymi þjóðkirkjunnar ekki hafið störf

Starfsemi teymis sem mun fjalla um kynferðisbrotamál, ofbeldi og einelti innan þjóðkirkjunnar hefur tafist um fjóra mánuði. Öllum sem valdir voru upphaflega í teymið hefur verið skipt út.

Segir orð dómsmálaráðherra um aðskilnað ríkis og kirkju blekkingu

Segir orð dómsmálaráðherra um aðskilnað ríkis og kirkju blekkingu

Nýr samningur ríkis og kirkju gildir í 15 ár hið minnsta og felur í sér 2,7 milljarða króna greiðslur til þjóðkirkjunnar á ári. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur talað fyrir aðskilnaði, en þingmaður Pírata segir samninginn festa fyrirkomulagið í sessi.